Sælir félagar
Er í bölvuðu vesini með Jimnyinn minn,
Miðstöðin blæs bara köldu alveg sama hversu heitur bíllinn er, var bent að það gæti vantað vatn á hann en svo er ekki. eruði með einhverjar töfralausnir fyrir mig hvernig hægt er að laga þetta þar sem ég nenni ekki að eyða stórféi í viðgerðar kostnað.
Biluð miðstöð
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Biluð miðstöð
ef ekki vantar vatn þá er miðstöðin annaðhvort stífluð, eða spjaldið sem stýrir loftinu í gegnum "vatnskassann" í miðstöðinni er fast opið (í framhjá-stöðu).
Ég myndi byrja á því að tæma af honum kælivatnið og skola hressilega útúr miðstöðinni með sjóðheitu vatni í báðar áttir. Ef vatnið flæðir hindrunarlaust í gegnum elementin í miðstöðinni þá er þetta spjald fast opið. (allavega ef þetta er eitthvað í líkingu við mína miðstöð).
Ég myndi byrja á því að tæma af honum kælivatnið og skola hressilega útúr miðstöðinni með sjóðheitu vatni í báðar áttir. Ef vatnið flæðir hindrunarlaust í gegnum elementin í miðstöðinni þá er þetta spjald fast opið. (allavega ef þetta er eitthvað í líkingu við mína miðstöð).
Re: Biluð miðstöð
ég myndi athuga lokann sem stýrir vatnsmagninu inná miðstöðina. þetta er barki sem færir hann til sem gæti verið slitinn eða plastlokinn brotinn. þessi loki ætti að vera við hvalbakinn þar sem slöngurnar fara í gegnum hann.
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Biluð miðstöð
held alveg örugglega að það sé ekki krani í jimny eins og gamla fox, í jimny gæti eg frekar trúað að það sé blaðka í miðstöðvarstokknum sem stýrir loftinu gegnum elementið eða framhjá því.
Ef það er krani þá auðvitað þreifarðu bara á slöngunum ef önnur er köld og hin heit þegar miðstöðvarmótorinn er ekki að blása þá er eitthvað stíflað
Ef það er krani þá auðvitað þreifarðu bara á slöngunum ef önnur er köld og hin heit þegar miðstöðvarmótorinn er ekki að blása þá er eitthvað stíflað
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir