Toyota- Læsing úr litla kögglinum í þann stóra

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Toyota- Læsing úr litla kögglinum í þann stóra

Postfrá Startarinn » 02.nóv 2011, 19:13

Sælir

Hefur einhver hérna prófað að mixa loftlæsingar fyrir 4 cyl toyotu kögglana í V6 kögglana eða Lc70 köggla?

Ég er að velta fyrir mér hvort ég kemst upp með að útbúa millilegg fyrir burðarlegurnar, þær eru 5mm stærri í V6 kögglinum en á ARB lásunum sem ég er með

Eru sömu legur í köggli úr LC70 framhásingu og er í kögglinum í afturhásingunni?


"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota- Læsing úr litla kögglinum í þann stóra

Postfrá Startarinn » 03.nóv 2011, 15:45

Hefur virkilega enginn lent í þessu?!?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Toyota- Læsing úr litla kögglinum í þann stóra

Postfrá JonHrafn » 03.nóv 2011, 17:16

Gekk ekki upp hjá mér

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Toyota- Læsing úr litla kögglinum í þann stóra

Postfrá hobo » 03.nóv 2011, 17:19

Er sama lengd á milli burðarlegnanna í 4cyl og V6? Ef svo er, þá er hugmynd að láta renniverkstæði renna slíf upp á stútana.


Atli E
Innlegg: 62
Skráður: 16.aug 2011, 11:35
Fullt nafn: Atli Eggertsson

Re: Toyota- Læsing úr litla kögglinum í þann stóra

Postfrá Atli E » 03.nóv 2011, 19:02

Sæll.

Það er mjög algengt að þetta sé gert svona, þ.a.s. að renna slíf til að fóðra á milli Keisingar og legu.
Þegar "nýja stóra" drifði kom, þá var þetta eina leiðin til að láta lása passa og því voru allar læsingar græjaðar svona.

Minnir að gamli legustúturinn á keisingunni sé 45mm og nýji sé 50mm - mann þetta samt ekki alveg.

Gangi þér vel,
kv. Atli E.

User avatar

Höfundur þráðar
Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota- Læsing úr litla kögglinum í þann stóra

Postfrá Startarinn » 03.nóv 2011, 19:26

Ég renni þetta bara sjálfur, ég var bara að velta fyrir mér hvort þetta hefði verið gert og hvernig það reyndist.

þessar tölur 45-50mm eru nokkuð líklegar, ég geng þá bara í þetta.

Ég á tvær loftlæsingar sem ég hef ekki komið í verk að setja í bílinn, það er líka búið að vera í bið nokkuð lengi, eftir að ég setti framhásinguna undir. En það fór sverari köggull undir að aftan með hlutfallinu sem passaði við framdrifið.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur