snúningsmælir í diesel?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 460
- Skráður: 28.apr 2010, 13:36
- Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
- Bíltegund: Jeep cj5
- Staðsetning: Reykjavík
snúningsmælir í diesel?
Sælir ég er að vandræðast með gamlann dieselmótor (perkins 4.236) fæ ekki snúningsmælinn til að virka en það er drif tengt framaná olíjuverkið og á þessu drifi er rafmagnspungur með 2 pólum,
veit einhver hér hvernig þetta á að vera tengt eða hvar ég get fundið teikningar?
kv. Stjáni :)
veit einhver hér hvernig þetta á að vera tengt eða hvar ég get fundið teikningar?
kv. Stjáni :)
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: snúningsmælir í diesel?
tjah..
allavega, ef þú gefst upp á að finna útúr þessu, þá er ég með svona mæli í mínum bíl og líkar vel:
http://www.tinytach.com/tinytach/diesel.php
allavega, ef þú gefst upp á að finna útúr þessu, þá er ég með svona mæli í mínum bíl og líkar vel:
http://www.tinytach.com/tinytach/diesel.php
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 460
- Skráður: 28.apr 2010, 13:36
- Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
- Bíltegund: Jeep cj5
- Staðsetning: Reykjavík
Re: snúningsmælir í diesel?
Já endar með því að fá sér svona ef ekkert finnst útúr hinu en þetta virðist svo fáránlega einfalt eitthvað að ég ætla að þrjóskast aðeins meira við það en það hlýtur að eiga að koma einhversstaðar straumur inná mælinn hefði ég haldið að ljósinu undanskildu, það liggja 2 vírar úr drifinu við olíjuverkið beint uppí mæli datt í hug að þessi pungur gæti verið einhversskonar dínamór eða álíka hehe :)
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: snúningsmælir í diesel?
Lalli telur þetta helvíti bara púlsana með því að klemma það utan um spíssarör?? Fjandi er það magnað :)
Mér finnst nú samt að snúningshraðamælir ætti að vera analog en ekki digital..
Mér finnst nú samt að snúningshraðamælir ætti að vera analog en ekki digital..
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 460
- Skráður: 28.apr 2010, 13:36
- Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
- Bíltegund: Jeep cj5
- Staðsetning: Reykjavík
Re: snúningsmælir í diesel?
Jæja búinn að komast að því að þetta er allt rétt tengt en þá þarf ég að komast að því hvort það sé mælirinn sem er bilaður eða sendirinn í drifinu niðri við olíjuverk, vitiði hvernig ég get mælt púlsana þaðan? s.s. á hvaða stillingu rafm.testmælirinn á að vera og hvað hann ætti að sýna?
kv. Stjáni
kv. Stjáni
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: snúningsmælir í diesel?
elli, já þetta telur bara púlsana með því að klemma þetta utanum spíssarörið :) helvíti magnað, og þrælvirkar. það að hann sé digital er ekkert óþægilegt ef þú veist yellow og red snúningsmörkin þín.... þetta venst eins og annað hehe.
stjáni, það er algerlega ómögulegt að segja. ég myndi prófa að hafa hann stilltan á 20 volt DC og sjá hvort þú færð púlsa þannig. ef þetta er digital mælir þá er ekki víst að hann nái að sýna púlsana. þú gætir þurft að nota "oscilloscope" (sveiflusjá?) man ekki íslenska orðið yfir þetta.
stjáni, það er algerlega ómögulegt að segja. ég myndi prófa að hafa hann stilltan á 20 volt DC og sjá hvort þú færð púlsa þannig. ef þetta er digital mælir þá er ekki víst að hann nái að sýna púlsana. þú gætir þurft að nota "oscilloscope" (sveiflusjá?) man ekki íslenska orðið yfir þetta.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: snúningsmælir í diesel?
Þú þarft að öllum líkindum sveiflusjá, mig minnir að merkið sem 2l-t úr 70 krúser gefi út sé 0.5volta púlsar, 50 púlsar á hring!
Það getur síðan verið jafn misjafnt eins og skynjararnir eru margir, en það er nánast öruggt að þú þarft sveiflusjá og mann sem kann á hana.
Það getur síðan verið jafn misjafnt eins og skynjararnir eru margir, en það er nánast öruggt að þú þarft sveiflusjá og mann sem kann á hana.
http://www.jeppafelgur.is/
Re: snúningsmælir í diesel?
ef þú getur snúið þessu hægt sjálfur ættirðu að geta hliðtengt mæli yfir snúningsmælin (vírana frá skynjaranum) og fengið einhverja svörun á mæli allavegana nó til að átta þig á því hvort þetta er í lagi eða ekki, annars fynnst mér 50 púlsar á hring dáltið mikið hefði skotið á 4 til 6.
Kv, Óli
Kv, Óli
Sent úr Siemens brauðrist
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: snúningsmælir í diesel?
Crank triggerar eru til í ýmsum tannafjölda, 24-2, 36-2, 60-2 og hitt og þetta, afhverju ættu olíuverksskynjarar ekki að vera til svona margra púlsa. Ég man ekki hvort það var nákvæmlega 50 hjá mér en það var mjög nálægt því, og það var mælt með sveiflusjá af kunnáttumanni.
http://www.jeppafelgur.is/
Re: snúningsmælir í diesel?
já ok kemur á óvart mér finnst þetta óþarfa nákvæmni. Ef ég er að skilja þetta rétt þá er þetta 50púlsar fyrir einn hring í olíuverki sem er þá einn á móti fjórum sem vélin snýst er það ekki, sem þýðir að þú ert með 12500 púlsa á hverja 1000sn/min sem er ótrúlega mikil nákvæmni, en ég trúi þér fínt hefði bara átt von á öðru.
Kv, Óli
Kv, Óli
Sent úr Siemens brauðrist
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: snúningsmælir í diesel?
Nei ekki alveg, 50 púlsar fyrir hvern hring á sveifarás.
http://www.jeppafelgur.is/
Re: snúningsmælir í diesel?
Tveir vírar = púlsari og hann býr til riðstraum og því hægt að mæla með ac stillingu á avo mæli þar færðu út voltatölu sem er snúningur vélarinnar. Einnig geturðu mælt skynjarann með ohm stillingunni og ættir að fá eitthvert viðnám.
Að sjálfsögðu er scope möguleiki en alger óþarfi.
kv Gísli
Að sjálfsögðu er scope möguleiki en alger óþarfi.
kv Gísli
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: snúningsmælir í diesel?
Gísli Þór wrote:Tveir vírar = púlsari og hann býr til riðstraum og því hægt að mæla með ac stillingu á avo mæli þar færðu út voltatölu sem er snúningur vélarinnar. Einnig geturðu mælt skynjarann með ohm stillingunni og ættir að fá eitthvert viðnám.
Að sjálfsögðu er scope möguleiki en alger óþarfi.
kv Gísli
Ég hefði haldið að það ætti að vera föst málspenna á svona pulse generator og tíðnin væri breytilegi þátturinn sem skýrir afhverju menn eiga í vandræðum með að mæla þetta. Tíðni má mæla með sveiflusjá eða fjölsviðsmæli sem mælir tíðni, þeir þurfa ekki að vera dýrir.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: snúningsmælir í diesel?
Ef það er rétt Elli þá eru púlsarnir 50000 á 1000sn/min sem er fáránleg nákvæmni í þessum tilgangi en enn og aftur þá trúi ég þér og þínum alveg fullkomlega. En allavegna þá ætti að vera hægt að mæla þegar engin snúningur er og svo aftur þegar það er snúningur (best þá að hafa snúninginn sem stöðugustan fá mælingu og auka svo snúninginn þá ætti mælirinn að breytast aftur) og það ætti að fást mismunandi mæling bæði á ac og dc stillingu er ekki eins viss með ohm stillingu þar sem þetta er ekki mekkanískt og þess vegna ætti leiðnin ekki að breytast svo mikið en trúlega færðu samt einhverjar mismunandi tölur á þetta með og án snúnings með ohm mælingu. Ég er einnig sammála um að voltatalan er ekki að breytast mikið heldur tíðni ég myndi álíta að á öðrum vírnum sé nokkuð föst spenna t.d. 5v en hinn ætti að vera með mishraða púsa inn á mælinn sem segir þér þá til um snúningshraða vélar (eða hvursu margir púlsar koma inn á hann á einhveru þekktu tímabili).
Sent úr Siemens brauðrist
Re: snúningsmælir í diesel?
Sælir
Ég er búinn að brasa svolítið við þetta og ég fæ bara ágætar mælingar úr riðamæli, s.s. mæli sem mælir tíðni. Gæti verið kostur að mælirinn sé ekkert ofsalega góður en báðir mælarnir mínir mældu þetta ágætlega.
Á Patrol er nemi á olíuverkinu sem sendir 4 púlsa á hverjum hring verksins og ég myndi ætla verkinu aðsnúast helmingi hægar en mótornum, s.s. 2 púlsar á hverjum hring sveifaráss. Sá mælir tekur greinilega mjög mikið færri púlsa en normalt er en ég myndi giska á að hann hafi sýnt ca fjórfalt til fimmfalt þegar ég tengdi ameríska mótorinn við. Sá er á alternator svo að það skiptir líka máli hversu stórar reimskífur eru osfrv.
Kv Jón Garðar
Ég er búinn að brasa svolítið við þetta og ég fæ bara ágætar mælingar úr riðamæli, s.s. mæli sem mælir tíðni. Gæti verið kostur að mælirinn sé ekkert ofsalega góður en báðir mælarnir mínir mældu þetta ágætlega.
Á Patrol er nemi á olíuverkinu sem sendir 4 púlsa á hverjum hring verksins og ég myndi ætla verkinu aðsnúast helmingi hægar en mótornum, s.s. 2 púlsar á hverjum hring sveifaráss. Sá mælir tekur greinilega mjög mikið færri púlsa en normalt er en ég myndi giska á að hann hafi sýnt ca fjórfalt til fimmfalt þegar ég tengdi ameríska mótorinn við. Sá er á alternator svo að það skiptir líka máli hversu stórar reimskífur eru osfrv.
Kv Jón Garðar
Re: snúningsmælir í diesel?
Gísli Þór wrote:Tveir vírar = púlsari og hann býr til riðstraum og því hægt að mæla með ac stillingu á avo mæli þar færðu út voltatölu sem er snúningur vélarinnar. Einnig geturðu mælt skynjarann með ohm stillingunni og ættir að fá eitthvert viðnám.
Að sjálfsögðu er scope möguleiki en alger óþarfi.
kv Gísli
Viðnámsmælingin er til að ath hvort viðnám eða tenging sé í gegnum spóluna ef hún er ekki til staðar eða OL þá er stykkið ónýtt ef þú færð rið eða ac mælingu og þá hækkandi spennu við aukinn snúning þá er draslið í lagi og vandamálið annars staðar tíðnimælin er einnig fín enda ertu að mæla tíðnina á riðspennunni.
Gísli
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 460
- Skráður: 28.apr 2010, 13:36
- Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
- Bíltegund: Jeep cj5
- Staðsetning: Reykjavík
Re: snúningsmælir í diesel?
Þakka góðar upplýsingar :)
Kv. stjáni
Kv. stjáni
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur