Sælir drengir.
Var að kaupa mér hilux og á honum eru 2 kastarar, xenon aðalljós ljós og stigbrettaljós. Frágangurinn á lögnum að ljósunum er svosem ágætur en mig langar að gera þetta betra. Eins og er þá eru vírar að rafgeymi með öryggi á sér á miðri leið og svo relay inn í bíl en ég var að spá í hvort það sé ekki hægt að hafa þetta allt á einum stað inn í boxi eða einhverju slíku sem ég gæti búið til. Hvernig hafa menn verið að ganga frá þessu í sínum bílum, myndir og góð ráð eru vel þegin :)
kv. Bergur Már
Frágangur á kastaralögnum.
Re: Frágangur á kastaralögnum.
Gæti verið hægt að nota öryggja/reley-a box úr öðrum bíl, snyrtilegur og skipulagður frágangur
borgar sig alltaf :)
Kv.GJ
borgar sig alltaf :)
Kv.GJ
Toyota Hilux DC 89. 36"
Grand Cherokee 94. 38"
Daewoo Musso 98. 35"
Segway i2
Grand Cherokee 94. 38"
Daewoo Musso 98. 35"
Segway i2
Re: Frágangur á kastaralögnum.
Menn hafa verið að smíða sér aukarafkerfisbox úr vatnsvörðum rafmagnskössum (t.d. frá Reykjafelli), getur svo fengið sökkla undir öryggi og relay þannig að auðvelt sé að skipta um þau.
En ef þú kemst í e-a partabíla þá er líka möguleiki að finna bíl með góðu boxi í húddinu og koma því fyrir.
En ef þú kemst í e-a partabíla þá er líka möguleiki að finna bíl með góðu boxi í húddinu og koma því fyrir.
-
- Innlegg: 1164
- Skráður: 05.maí 2011, 14:49
- Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Dalvík
Re: Frágangur á kastaralögnum.
Ég er með þetta á aukarafkerfisboxi sem er undir afturbekknum. Þar eru öll ljós og allt þetta auka rafmagn.
Gæti sent þér myndir ef þú vitl.
Gæti sent þér myndir ef þú vitl.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"
Toyota hilux 38"
Re: Frágangur á kastaralögnum.
Ég gerði þetta frekar ódýrt, ég náði mér í relay box úr subaru Legacy á partasölu og hreinsaði allt innan úr því, smellti síðan öryggjabretti sem fæst fyrir lítið í N1 ofan í það (passaði upp á millimeter á breiddina) og raðaði svo 4 lausum relay-um á hvolf ofan í boxið við hliðina á öryggjabrettinu (sagaði plastfestinguna af relay-unum) og tengdi þetta svo allt saman með mismunandi lituðum vírum. Kostaði undir 10 þús.kr.
Þetta er auðvitað ekki 100% þétt en fyrst þetta dugar fyrir Japanskan Subaru þá hlýtur þetta að duga fyrir Amerískan Cherokee :) Hérna er mynd sem sýnir staðsetninguna. Auðvitað er alltaf best að hafa þetta inn í bíl ef menn vilja en ég ákvað að fara þessa leið frekar, aðgengið er ágætt og stutt í flesta notendurna.

Þetta er auðvitað ekki 100% þétt en fyrst þetta dugar fyrir Japanskan Subaru þá hlýtur þetta að duga fyrir Amerískan Cherokee :) Hérna er mynd sem sýnir staðsetninguna. Auðvitað er alltaf best að hafa þetta inn í bíl ef menn vilja en ég ákvað að fara þessa leið frekar, aðgengið er ágætt og stutt í flesta notendurna.

Re: Frágangur á kastaralögnum.
Takk fyrir svörin strákar, Svenni það væri geggjað að fá mynd af þessu hjá þér ! - bergur09@gmail.com
kv. Bergur
kv. Bergur
Toyota Hilux Extra-Cab 1990 38"
Re: Frágangur á kastaralögnum.
Þú færð relay/öriggjabox tilbúið með relayum og öllu hjá bílasmiðnum fyrir 10-15Þ kall - flott box.. þarf að fara græja svona sjálfur, ætlaði að kaupa þetta hjá þeim
-
- Innlegg: 1164
- Skráður: 05.maí 2011, 14:49
- Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Dalvík
Re: Frágangur á kastaralögnum.
Skal taka myndir á morgun og senda þér :)
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"
Toyota hilux 38"
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Frágangur á kastaralögnum.
AgnarBen wrote:Þetta er auðvitað ekki 100% þétt en fyrst þetta dugar fyrir Japanskan Subaru þá hlýtur þetta að duga fyrir Amerískan Cherokee :) Hérna er mynd sem sýnir staðsetninguna. Auðvitað er alltaf best að hafa þetta inn í bíl ef menn vilja en ég ákvað að fara þessa leið frekar, aðgengið er ágætt og stutt í flesta notendurna.
Ef að það leikur einhver vafi á því að boxið sé þétt þá borgar sig að opna það vel að neðan svo að allt vatn sem kemst inn eigi greiða leið út. Vatn veldur engum skemmdum á svona búnaði á meðan það fær ekki að liggja á í lengri tíma, Hella relay eru td. ágætlega vatnsvarin.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur