Pajero: Blikkandi millikassaljós...

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
btg
Innlegg: 124
Skráður: 06.feb 2010, 14:00
Fullt nafn: Bjarni Þór

Pajero: Blikkandi millikassaljós...

Postfrá btg » 25.sep 2011, 17:41

Er með Pajero '05. Fyrir einhverju síðan þá byrjaði ljósið fyrir millikassann að blikka og hann sýnir ekki í hvaða drifi hann er. Þetta hefur komið fyrir einu sinni áður, þá var nóg að setja hann í lága drifið, drepa á og kveikja aftur á og allt virkaði.

Er búinn að prufa það aftur, hann fer í lága drifið og í háa drifið og sýnir ljósin rétt þar en um leið og ég set hann í AWD eða 2WD þá byrjar það að blikka aftur.

Var eitthvað búinn að google-a þetta og flestir tala um slitna víra aftan við gírkassa, er búinn að skríða undir og sé ekkert svoleiðs, tók eitthvað af plöggunum úr sambandi og spreyjaði þau með wd40 og setti saman aftur án árangurs.

Kannast einhver við þetta vandamál og lumar jafnvel á lausn?



User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Pajero: Blikkandi millikassaljós...

Postfrá HaffiTopp » 25.sep 2011, 19:08

Ertu að tala um "læsingarljósið" sem kemur í myndina af millikassanum af bílnum í mælaborðinu eða þá ljósin sem koma í framdekkin af þessum bíl sem er í mælaborðinu. Ef það eru framhjólaljósin sem blikka er það örugglega færsluneminn/skynjarinn á framdrifinu sem er að svíkja þrátt að bíllinn nái að tengja framdrifs"lokurnar", eða þá að lofttjakkurinn sem kemur á hásingarstútunn- hægra megin við drifið er ekki að ganga til baka þegar framdrifið er aftengt.
En ef það er millikassljósið sjálft sem logar (sem kviknar á þegar þú læsir millikassanum [4HLC]) og þú ert búinn að skoða öll tengi og víra á millikassanum eru það sennilega færslumótorarnir sem eru að klikka eða einhver boð ekki að komast til skila. Kann nú ekki mikil skil á þessu en ég giska fastlega á að þetta sé mótorinn sjálflur á millikassanum.
Kv. Haffi


Höfundur þráðar
btg
Innlegg: 124
Skráður: 06.feb 2010, 14:00
Fullt nafn: Bjarni Þór

Re: Pajero: Blikkandi millikassaljós...

Postfrá btg » 25.sep 2011, 19:31

Þegar ég sett hann í háa og lága drifið þá virka ljósin og maður veit að hann er í þeim drifum (með því að setja hann fyrst í lága og drepa á bílnum og ræsa svo aftur). En annars blikkar bara millikassaljósið (, hann sýnir ekki að hann sé í afturhjóladrifinu né þegar hann á að vera í AWD. Framhjóla eða afturhjóla ljósin blikka ekki né lýsa.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Pajero: Blikkandi millikassaljós...

Postfrá Stebbi » 25.sep 2011, 21:13

Ef þetta er eitthvað svipað og í eldri bílunum þá er þetta einn af fjölmörgum stöðuskynjurum á millikassanum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


LegoDublo
Innlegg: 2
Skráður: 25.sep 2011, 21:58
Fullt nafn: Bergur Pálsson

Re: Pajero: Blikkandi millikassaljós...

Postfrá LegoDublo » 25.sep 2011, 22:05

Sæll, ég lenti í þessu í sumar. Var þá að keyra á malbiki í 4x4 með mis stór dekk að aftan og framan.
Þá blikkaði ljósið fyrir millikassan. Það fór svo þegar ég drap á bílnum. Vonandi er þetta ekkert meira hjá þér...

Kv


Brynjarp
Innlegg: 274
Skráður: 07.apr 2010, 17:39
Fullt nafn: Brynjar Pétursson

Re: Pajero: Blikkandi millikassaljós...

Postfrá Brynjarp » 26.sep 2011, 14:34

ég átti 95 pajero og þar var skynjarinn farin og tók skynjaran ur sambandi og þá fór hann i háa og láa og allt það og ekkert mál. þessi skynjari kostar báðar hendunar þannig held það sé best að taka hann úr sambandi bara,,tilgangslaust aukabúnaður
Skoda Octavia 2001 (seld)
Musso pick up 2004 (seldur)
Pajero 38" beryttur. 95" árg(seldur)
Honda CRF 250R 2005 (selt)
4runner 38" breyttur !! fjórhlaupari (brann)
Toyota Land Cruser 90. 38" breyttur


Höfundur þráðar
btg
Innlegg: 124
Skráður: 06.feb 2010, 14:00
Fullt nafn: Bjarni Þór

Re: Pajero: Blikkandi millikassaljós...

Postfrá btg » 27.nóv 2011, 23:12

Veit einhver um stað sem getur lesið tölvuna á svona Pajero og ekki þarf að panta tíma hjá? Það þarf að panta tíma hjá Heklu sem hentar mér ekki. Mig grunar að þetta sé samskonar vandamál og LegoDublo var að fást við, þar sem ég var að prufa önnur dekk (þó ekki í 4x4) en tölvan gæti hafa ruglast við það.

Vantar s.s. að komast í tölvu þar sem hægt er að lesa villuboðin og resetta þau (ef þetta er bilað þá koma þau væntanlega fram aftur eða ekkert virkar). Endilega ef þið vitið um einhvern, sendið mér þá línu.

kv, Bjarni


geirsi23
Innlegg: 93
Skráður: 14.júl 2010, 00:45
Fullt nafn: Geir Höskuldsson

Re: Pajero: Blikkandi millikassaljós...

Postfrá geirsi23 » 28.nóv 2011, 00:42

Farðu bara í Heklu þegar þér hentar og þeir redda þessu, þetta er ca. 5mín verk og þeir hljóta að koma þér að..


biggi72
Innlegg: 82
Skráður: 28.júl 2011, 20:28
Fullt nafn: Birgir M Hauksson

Re: Pajero: Blikkandi millikassaljós...

Postfrá biggi72 » 28.nóv 2011, 17:49

btg wrote:Veit einhver um stað sem getur lesið tölvuna á svona Pajero og ekki þarf að panta tíma hjá? Það þarf að panta tíma hjá Heklu sem hentar mér ekki. Mig grunar að þetta sé samskonar vandamál og LegoDublo var að fást við, þar sem ég var að prufa önnur dekk (þó ekki í 4x4) en tölvan gæti hafa ruglast við það.

Vantar s.s. að komast í tölvu þar sem hægt er að lesa villuboðin og resetta þau (ef þetta er bilað þá koma þau væntanlega fram aftur eða ekkert virkar). Endilega ef þið vitið um einhvern, sendið mér þá línu.

kv, Bjarni

Myndi tala við þá hjá Bílvogi í Auðbrekkunni, gætu eflaust reddað þér.


biggi72
Innlegg: 82
Skráður: 28.júl 2011, 20:28
Fullt nafn: Birgir M Hauksson

Re: Pajero: Blikkandi millikassaljós...

Postfrá biggi72 » 28.nóv 2011, 17:49

btg wrote:Veit einhver um stað sem getur lesið tölvuna á svona Pajero og ekki þarf að panta tíma hjá? Það þarf að panta tíma hjá Heklu sem hentar mér ekki. Mig grunar að þetta sé samskonar vandamál og LegoDublo var að fást við, þar sem ég var að prufa önnur dekk (þó ekki í 4x4) en tölvan gæti hafa ruglast við það.

Vantar s.s. að komast í tölvu þar sem hægt er að lesa villuboðin og resetta þau (ef þetta er bilað þá koma þau væntanlega fram aftur eða ekkert virkar). Endilega ef þið vitið um einhvern, sendið mér þá línu.

kv, Bjarni

Myndi tala við þá hjá Bílvogi í Auðbrekkunni, gætu eflaust reddað þér.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur