Turbó spurning.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
MattiH
Innlegg: 477
Skráður: 21.jún 2010, 12:29
Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
Bíltegund: LC90

Turbó spurning.

Postfrá MattiH » 22.aug 2011, 12:01

Ég var að setja boost mæli í 2.8 pajero og hann er að blása í mest 0.7.
Mér var sagt að orginal ættu þeir að vera í allavega 0.8.

Er málið að láta taka hana upp eða hvað. Við hverja er best að tala við uppá að auka aðeins blásturinn, Væri til að fá hann upp í sirka 1Bar.


Toyota LC90 41" Irok

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Turbó spurning.

Postfrá Stebbi » 22.aug 2011, 12:24

Settu skinnur undir wastegate ventilinn. Ágætt að byrja á ca . 2-3 á hvora skrúfu og vinna sig útfrá því.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
MattiH
Innlegg: 477
Skráður: 21.jún 2010, 12:29
Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
Bíltegund: LC90

Re: Turbó spurning.

Postfrá MattiH » 22.aug 2011, 15:05

Settu skinnur undir wastegate ventilinn. Ágætt að byrja á ca . 2-3 á hvora skrúfu og vinna sig útfrá því.


Ok, spurning um að prufa það, Veistu hvað má fara í mikinn blástur áður en maður er komin í hættu á að eyðileggja eitthvað ?
Toyota LC90 41" Irok

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Turbó spurning.

Postfrá Stebbi » 22.aug 2011, 16:50

Ég er með 2.5 og er komin úr 11psi í 14-15psi og allt í fínu með það. Þekki það ekki með 2.8 vélina hvað hámarkið er á henni en það er öryggisventil á henni sem opnast þegar þrýstingurinn er orðin í meira lagi.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
MattiH
Innlegg: 477
Skráður: 21.jún 2010, 12:29
Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
Bíltegund: LC90

Re: Turbó spurning.

Postfrá MattiH » 22.aug 2011, 17:25

Geturðu sýnt mér á mynd kannski hvernig best er að gera þetta ?
Ég er alveg gjörsamlega týndur í þessu ;)
Toyota LC90 41" Irok

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Turbó spurning.

Postfrá jeepcj7 » 22.aug 2011, 19:22

Það var allrosalegur pajero þráður á f4x4.is um akkúrat þetta og ýmislegt annað með myndum og alles örugglega sniðugt að finna hann og lesa vel yfir.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Turbó spurning.

Postfrá jeepcj7 » 22.aug 2011, 19:31

Jæja fann þráðinn.Hann er dálítið laaannngur.
http://www.f4x4.is/index.php?option=com ... A1%C3%B0ur
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
MattiH
Innlegg: 477
Skráður: 21.jún 2010, 12:29
Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
Bíltegund: LC90

Re: Turbó spurning.

Postfrá MattiH » 22.aug 2011, 21:15

Jæja fann þráðinn.Hann er dálítið laaannngur.
http://www.f4x4.is/index.php?option=com ... A1%C3%B0ur


Takk fyrir þetta.
Þetta verður lesning kvöldsins ;)
Toyota LC90 41" Irok

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Turbó spurning.

Postfrá Stebbi » 22.aug 2011, 23:17

Í stuttu máli þá er aftarlega á soggreininni apparat sem er eins og lítil dolla í laginu með 8mm gúmmí slöngu að ofan og ca 5mm tein niður úr sér sem tengist neðri hluta túrbínunar. Þessu halda 2 x 6mm boltar sem ganga niður í soggreinina og með því að bæta skinnum undir þessa bolta og lyfta dolluni frá soggrein þá ertu að plata túrbínuna aðeins til að halda að hámarksþrýstingur sé aðeins ofar.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
MattiH
Innlegg: 477
Skráður: 21.jún 2010, 12:29
Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
Bíltegund: LC90

Re: Turbó spurning.

Postfrá MattiH » 22.aug 2011, 23:33

Í stuttu máli þá er aftarlega á soggreininni apparat sem er eins og lítil dolla í laginu með 8mm gúmmí slöngu að ofan og ca 5mm tein niður úr sér sem tengist neðri hluta túrbínunar. Þessu halda 2 x 6mm boltar sem ganga niður í soggreinina og með því að bæta skinnum undir þessa bolta og lyfta dolluni frá soggrein þá ertu að plata túrbínuna aðeins til að halda að hámarksþrýstingur sé aðeins ofar.


Já, Ég ætla að prufa að setja 3mm skinnur.
Ég ætla að bíða með olíuverkið. Svo hugsa ég að ég blindi EGR líka í leiðinni.
Toyota LC90 41" Irok


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Turbó spurning.

Postfrá Izan » 22.aug 2011, 23:50

Sælir

Ég prófaði svona skinnuvesen á Pattanum mínum en mér fannst það ekki nærri nógu áhrifaríkt svo að ég tók bara farangursteygju og húkkaði í Wastegate lokann og eitthvað fram í grill. Fór svo á rúntinn og fannst ekki nóg. Togaði þá bara teygjuna svolítið lengra þangað til að ég var orðinn ánægður.

Ég er ekki viss um að svona teygja sé akkúrat endanlegast en að er hægt að gera nákvæmlega það sama með léttum gormi. Þrýstingurinn á soggreininni á að ýta membrunni á móti mótstöðu og ef sú mótstaða er aukin þarf meiri þrýsting til að yfirvinna hann.

Annað trix var, að því gefnu að slanga fæði wastegate membruna, að setja T stykki á þá slöngu og tengja á hana lítinn nálarloka og frá honum aftur inn á kanalinn að túrbínu. Með þessu móti er hægt að minnka þrýstinginn á stýringunni á membrunni án þess að þrýstingurinn minnki á soggreininni. Þegar þessi þrýstingur er minnkaður platar maður membruna og hún heldur að réttur þrýsting sé ekki náð og heimtar meira. Kosturinn við þetta er að þú getur breytt túrbínuþrýstingnum bara með því að atast í þessum nálarloka.

Kv Jón Garðar

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Turbó spurning.

Postfrá ellisnorra » 22.aug 2011, 23:57

Ég er með svona í húddinu hjá mér og finnst það bara snilld.
Image


http://cgi.ebay.com/ebaymotors/Voodoo-I ... 2480wt_968
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Turbó spurning.

Postfrá Stebbi » 23.aug 2011, 15:23

elliofur wrote:Ég er með svona í húddinu hjá mér og finnst það bara snilld.



Svo er alltaf hægt að leggja tvær slöngur inn í bíl og hafa þetta á milli sætana.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
MattiH
Innlegg: 477
Skráður: 21.jún 2010, 12:29
Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
Bíltegund: LC90

Re: Turbó spurning.

Postfrá MattiH » 24.aug 2011, 21:58

Ég setti skinnur á milli, bætti við 2,5mm.
Blásturinn varð betri. Hann fer fyrr upp og í fullri gjöf fer hann núna í 0,9Bar en áður gat ég pínt hann í 0,7Bar.
Hún fer mikið fyrr upp í 0,5Bar og er að rokka 0,5-0,7 í meðalgjöf.

Svona lýtur þetta út.
Ps: Myndin er ekki af mínum bíl, stolinn af F4x4...

Image
Toyota LC90 41" Irok


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur