Boddylift púðar ?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
MattiH
Innlegg: 477
Skráður: 21.jún 2010, 12:29
Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
Bíltegund: LC90

Boddylift púðar ?

Postfrá MattiH » 24.aug 2011, 08:34

Daginn.

Hvað eru menn að nota í boddyhækkun, nælonpúða eða ?
Hvar er hægt að fá svoleiðis á billegu verði ?


Toyota LC90 41" Irok

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Boddylift púðar ?

Postfrá Stebbi » 24.aug 2011, 10:04

Færð þetta í Málmtækni uppá höfða. Biður um Poly-öxul, vertu búin að mæla þvermálið á boddýfestinguni mig minnir að þú þurfir annað hvort 50 eða 60mm öxul. Svo platarðu starfsmannin til að saga þetta niður í réttar lengdir fyrir þig og vælir þig einhverstaðar inn á verkstæði með sæmilega standborvél til að bora fyrir boltunum.

Hvað ætlarðu að hækka mikið?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


nonnig1
Innlegg: 46
Skráður: 10.maí 2011, 16:46
Fullt nafn: Jón Guðmundsson

Re: Boddylift púðar ?

Postfrá nonnig1 » 24.aug 2011, 12:07

Færð þetta líka í hafnafirði hjá G.Arason, mjög ódýrir þar og vilja allt fyrir mann gera.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Boddylift púðar ?

Postfrá Sævar Örn » 24.aug 2011, 12:29

Eg geri mer enga grein fyrir því hvað er ódýrt í þessum bransa,

Hvað má ég búast við að 70cm öxull kosti, 5þús, 15 þús, 40 þús?
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
MattiH
Innlegg: 477
Skráður: 21.jún 2010, 12:29
Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
Bíltegund: LC90

Re: Boddylift púðar ?

Postfrá MattiH » 24.aug 2011, 14:05

Ég ætla í 50mm lift, skrúfa hann svo aðeins niður að framan til að fá aðeins betri fjöðrun, taka ballansstöngina að aftan og reyna að koma honum á 38" fyrir næsta vetur.

Eru þetta ekki örugglega 8 boddýfestingar og hvað þarf ég langa bolta miðað við 50mm púða ?
Toyota LC90 41" Irok

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Boddylift púðar ?

Postfrá Stebbi » 24.aug 2011, 14:56

Þetta er 10 frekar en 12 festingar ef að þú ert á löngum bíl. Svo þarftu 50x50 prófíl til að setja undir boddýið í aftari hjólskálum, ca 10-15cm hvoru megin.

Í þínum sporum myndi ég reyna að færa upp eins margar festingar og þú mögulega getur fyrst þú ætlar í þetta mikið lift. Allavegna fremstu, undir hvalbak að lágmarki. Hækka svo grindina við afturstuðara þegar að því kemur ekki fara í að færa stuðarafestingar.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
MattiH
Innlegg: 477
Skráður: 21.jún 2010, 12:29
Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
Bíltegund: LC90

Re: Boddylift púðar ?

Postfrá MattiH » 24.aug 2011, 18:31

Af hverju prófíl og af hverju ekki að færa stuðara ?
Toyota LC90 41" Irok


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur