Skráning á dráttarbeisli

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Skráning á dráttarbeisli

Postfrá AgnarBen » 06.júl 2011, 11:14

góðan dag

Er mikið mál að fá heimasmíðað prófílbeisli (dráttarbeisli að aftan) skráð ? Getur maður farið upp í Frumherja og fengið þá til að taka það út og er það nóg eða krefjast þeir teikninga og vottaðs suðumanns líka ?

Það er skráð dráttarbeisli undir bílnumí dag en ég ætla að smíða prófílbeisli undir hann í staðinn. Hvernig snúa menn sé almennt í þessu ?

kv / Agnar


Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: Skráning á dráttarbeisli

Postfrá LFS » 06.júl 2011, 11:57

geturðu ekki flutt skraninguna af gamla beislinu yfir á það nyja ?
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"


haffij
Innlegg: 174
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Skráning á dráttarbeisli

Postfrá haffij » 06.júl 2011, 12:15

Sé skráð beisli undir bílnum núna þá kemur enginn til með að taka eftir, hvað þá skipta sér af því að það verði allt í einu komið annað beisli undir hann.

En ef að beislið undir honum er óskráð þá gæti verið meira mál að fá heimasmíðað beisli úttekið.

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Skráning á dráttarbeisli

Postfrá AgnarBen » 06.júl 2011, 12:26

Jæja, ég hringdi í Frumherja og þetta er nú minna mál en ég hélt. Maður smíðar bara beislið, setur það undir og merkir það með stöfunum á smiðnum (í þessu tilfelli mínum eigin) og síðan áætlaða þyngd sem beislið þolir. Síðan fer maður bara á næstu skoðunarstöð og skráir beislið á bílinn, enginn sem skoðar neitt og þú berð bara ábyrgð á þessu sjálfur !

Það er eins gott að það sé ekki neinn að skítmixa eitthvað drasl undir hjá sér, væri lítill húmor í því að einhver myndi missa fellihýsið aftan úr hjá sér á ferð .....
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


H D McKinstry
Innlegg: 35
Skráður: 02.feb 2010, 01:37
Fullt nafn: Hörður Darri McKinstry

Re: Skráning á dráttarbeisli

Postfrá H D McKinstry » 06.júl 2011, 13:47

Að gefnu tilefni langar mig að setja inn mynd sem ég tók af dráttarbeisli fyrir stuttu. Það þarf ekki að taka það fram að þessi var ekki búinn að fá skoðun á beislið..
Viðhengi
265954_2109111531005_1342092262_2505501_4351140_o.jpg

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Skráning á dráttarbeisli

Postfrá AgnarBen » 06.júl 2011, 14:17

Þetta er magnað !

Það sem er mest scary við þetta er að það skoðar þetta enginn þegar beislið er skráð, mér skildist á kappanum sem ég ræddi við hjá Frumherja að menn bæru bara ábyrgð á þessu sjálfir, einu kröfurnar sem væru settar væru að beislið sé merkt með "framleiðanda" og hvað þau ættu að þola.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Skráning á dráttarbeisli

Postfrá Stebbi » 06.júl 2011, 17:27

Þetta er mögnuð smíði á þessu beisli á myndini. Virkar alveg örugglega eins og orginal þegar bíllinn er ekki á lyftu. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur