Demparahugleiðingar......

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Demparahugleiðingar......

Postfrá Hagalín » 05.júl 2011, 21:10

Svona til að byrja með ætla ég að taka það framm að ég er á Patrol 2001 með púða framan og aftan og koni framan og aftan.

Í vorhreingerningunum á bílnum hjá mér ákvað ég að taka afturdemparana sem eru með Pinna og Pinna undan bílnum og láta taka þá í gegn fyrir mig hjá N1 á Funarhöfða. Svo loks eftir 3 vikur kom í ljós hjá þeim að þeir væru ónýtir :(
Þá voru þeir báðir bognir. Þá spyr maður sig hvað veldur því......
Manni þætti heimskulegt að kaupa bara nýja og setja þá undir og svo eftir fyrstu torfærur væru þeir nýju komnir í sama farið og ég 70þ kalli fátækari.

Þá fór ég að velta því fyrir mér hvað veldur? Getur verið að ef uppsetningin sé þannig að þeir slá saman þegar hann er í samslætti geta þeir bognað við það?

Er samt ekki líklegra að þegar hann misfjaðrar(Saman öðru megin og sundir hinumegin) kemur þá ekki spenna á demparana sem pinnarnir uppi og að neðanverðu ná ekki þeirri misfjöðrun og við það bogna þeir???? Er það ekki líklegra en fyrri útskýringin?

Ég er mikið að velta því fyrir mér að fá mér dempara með auga og auga eins og þeir eru orginarl og flestir patrolar sem ég hef séð eru með því systemi eins og orginal. Er það ekki mun betra heldur en með pinna uppi og niðri......

KV Hagalín


Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Demparahugleiðingar......

Postfrá snöfli » 05.júl 2011, 22:03

Eina leiðin til að þeir bogni er að að þeir séu of langir/eða samsláttapúðar ekki nógu neðarlega. Misfjöðrun ætti ekki að gera þetta vera ef festignar á dempara (í boddí) eru innar en samsláttarpúði.

l.

User avatar

Höfundur þráðar
Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Demparahugleiðingar......

Postfrá Hagalín » 05.júl 2011, 23:16

snöfli wrote:Eina leiðin til að þeir bogni er að að þeir séu of langir/eða samsláttapúðar ekki nógu neðarlega. Misfjöðrun ætti ekki að gera þetta vera ef festignar á dempara (í boddí) eru innar en samsláttarpúði.

l.


Þannig að ef ég skil þetta rétt að þá bogna þeir þegar dempararnir slá saman? Þ.e.a.s slá saman áður en samsláttarpúðinn tekur samsláttinn....
Dempararnir eru innan samsláttarpúða. Efri hluti demparans er aðeins utar og neðri hlutinn er innar.....
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


H D McKinstry
Innlegg: 35
Skráður: 02.feb 2010, 01:37
Fullt nafn: Hörður Darri McKinstry

Re: Demparahugleiðingar......

Postfrá H D McKinstry » 06.júl 2011, 00:42

Hvernig eru festigötin. Ef götin eru alveg þröng utan um pinnan getur það beygt dempara við misfjöðrun. En þó oftast bara pinnann sjálfann.

Hvar og hvernig er demparinn boginn.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur