Sælir.
Lenti skyndilega í því í gær að það kviknaði check engine ljós og um leið leit ég á hitamælinn og sá að hann var allveg kominn í rautt svo ég drap á bílnum um leið og það semsagt sauð á honum kælivatnið.
Heddið er glænýtt og einnit 4 laga vatnskassi.
viftureimin virtist í lagi og miðstöðin hitnar eðlilega.
Hvað haldið þið að gæti verið að valda ?
Mér datt í huga að vatnsdælan gæti verið að svíkjast undan.
Patrol 99 kælivesen.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 88
- Skráður: 02.okt 2010, 18:25
- Fullt nafn: Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson
Re: Patrol 99 kælivesen.
ÉG myndi giska á vatnsdælu eða vatnslás. hvað var annars gert þegar þú skiptir um heddið var kíkt á vatnslásinn??? eða dæluna??? Ég er sjálfur að raða saman einum sem var í hedd skiptum og tók vatnlásinn úr honum og setti í pott og sauð sá vatnlás stóð á sér fyrst en opnaðist í annari tilraun. ÉG setti hann nýjan og ætla líka að skipta um vatnsdælu...
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 88
- Skráður: 02.okt 2010, 18:25
- Fullt nafn: Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson
Re: Patrol 99 kælivesen.
Það var nýbúið að skipta um hedd og vatnskassa þegar ég keypti hann.
Mig grunar að hvorki hafi verið skipt um vatnsdælu né vatnslás og finnst frekar líklegt að vatnsdælan sé málið.
Væri ekki miðstöðin mjög líklega lengi að hitna ef það væri vatnslásinn ?
Mig grunar að hvorki hafi verið skipt um vatnsdælu né vatnslás og finnst frekar líklegt að vatnsdælan sé málið.
Væri ekki miðstöðin mjög líklega lengi að hitna ef það væri vatnslásinn ?
Re: Patrol 99 kælivesen.
Jú ég held að miðstöðin hitni ekkert ef það er vatnslásinn...
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim
Re: Patrol 99 kælivesen.
Vatnslás bilar oftast annaðhvort fastur opinn eða fastur lokaður. Ef hann er fastur opinn þá nær bíllinn ekki eðlilegum ganghita. Ef hann er fastur lokaður þá hitnar allt upp í suðu og miðstöðin blæs sjóðheitu en vatnskassinn hitnar lítið. Ef heddpakkning eða hedd eru biluð koma loftbólur upp í forðabúrið eða hann ælir vatninu af forðabúrinu.Þegar bíllinn er
alveg kaldur er gott að fylla forðabúrið og efri vatnskassahosuna ef á henni er tappi.Setja síðan í gang og sjá hvort koma
miklar loftbólur upp í forðabúrið og einnig hvort komi mikill þrýstingur í efri vatnskassahosuna.
alveg kaldur er gott að fylla forðabúrið og efri vatnskassahosuna ef á henni er tappi.Setja síðan í gang og sjá hvort koma
miklar loftbólur upp í forðabúrið og einnig hvort komi mikill þrýstingur í efri vatnskassahosuna.
Re: Patrol 99 kælivesen.
Maður á í öllum tilfellum með heddskipti að skipta um vatnslás og helst vatnsdælu
maður hefur alltof oft í gegnum tíðina séð menn eiðileggja heddpakkningu og hedd útaf
svona nísku.
maður hefur alltof oft í gegnum tíðina séð menn eiðileggja heddpakkningu og hedd útaf
svona nísku.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 88
- Skráður: 02.okt 2010, 18:25
- Fullt nafn: Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson
Re: Patrol 99 kælivesen.
Takk fyrir góð svör.
Ef ég hefði sjálfur þurft að skipta um heddið þá hefði ég skipt um vatnslásinn og vatnsdæluna í leiðinni en það var nýbúið að þessu þegar ég keypti bílinn og þá hafði ekki verið skipt um ventalokspakkninguna svo hún míglak svo mér finnst mjög líklegt að það hafi farið gamall vatnslás og vatnsdæla aftur í bílinn.
Miðstöðin virðist hita eðlilega, ekkert sem bendir til þess að heddpakkningin sé farin aftur.
Finnst orðið frekar líklegt að vatnslásinn sé fastur lokaður, gat keyrt bílinn í bæinn með því að hafa miðstöðina í botni og láta hana blása sjóðandi heitu lofti. Þá sauð ekkert á honum.
Ef ég hefði sjálfur þurft að skipta um heddið þá hefði ég skipt um vatnslásinn og vatnsdæluna í leiðinni en það var nýbúið að þessu þegar ég keypti bílinn og þá hafði ekki verið skipt um ventalokspakkninguna svo hún míglak svo mér finnst mjög líklegt að það hafi farið gamall vatnslás og vatnsdæla aftur í bílinn.
Miðstöðin virðist hita eðlilega, ekkert sem bendir til þess að heddpakkningin sé farin aftur.
Finnst orðið frekar líklegt að vatnslásinn sé fastur lokaður, gat keyrt bílinn í bæinn með því að hafa miðstöðina í botni og láta hana blása sjóðandi heitu lofti. Þá sauð ekkert á honum.
Re: Patrol 99 kælivesen.
ERtu búinn að skipta um vatnslásinn???
Var hann fastur?
kv. Jón Gunnar
Var hann fastur?
kv. Jón Gunnar
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 88
- Skráður: 02.okt 2010, 18:25
- Fullt nafn: Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson
Re: Patrol 99 kælivesen.
Sæll.
Skipti já um vatnslásinn og hann opnaði sig ekki, en svo virðist sem fyrri eigandi hafi látið einhvern fúskara skipta um hedd bílsins svo að pakkningin er í það minsta farin eftir 8,000 km akstur!
Gæti verið að ekki hafi verið sett rétt þykkt af heddpakkningu.
Það bullaði svo mikið uppí Forðabúrið að það var allveg greinilega eitthvað meira en vatnslásinn.
Takk fyrir svörin.
Skipti já um vatnslásinn og hann opnaði sig ekki, en svo virðist sem fyrri eigandi hafi látið einhvern fúskara skipta um hedd bílsins svo að pakkningin er í það minsta farin eftir 8,000 km akstur!
Gæti verið að ekki hafi verið sett rétt þykkt af heddpakkningu.
Það bullaði svo mikið uppí Forðabúrið að það var allveg greinilega eitthvað meira en vatnslásinn.
Takk fyrir svörin.
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Patrol 99 kælivesen.
Sömuleiðis er spurning hvort sá sem skipti um pakkninguna síðast hafi athugað nægilega vel hvort sprungur væru í heddinu, eða þ.e. láta þrýstiprufa það og plana þéttiflötinn.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 88
- Skráður: 02.okt 2010, 18:25
- Fullt nafn: Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson
Re: Patrol 99 kælivesen.
Það var sett nýtt hedd svo það hefur allavega ekki verið sprungið.
En spurning hvort það hafi verið planað og þrýstiprófað.
En spurning hvort það hafi verið planað og þrýstiprófað.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur