Loftkerfi í Jeppum

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Loftkerfi í Jeppum

Postfrá stjanib » 20.jún 2011, 15:06

Sælir

Var að velta fyrir mér með loftkerfi í jeppum. Hvað hafa menn verið að nota eða setja í hjá sér sem eru ekki að nota A/C dælurnar sem loftdælur.

Er einhver reynsla með Viair sem artic trucks eru að selja? Þeir eru með kit sem er bæði dæla og kútur.

K.v
Stjáni



User avatar

arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: Loftkerfi í Jeppum

Postfrá arni87 » 20.jún 2011, 19:51

Ég er með kitt frá þeim sem er með Viair 450C og 5 Gallona kút, það virkar flott.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr


Kalli
Innlegg: 413
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Loftkerfi í Jeppum

Postfrá Kalli » 20.jún 2011, 22:44

:O) FINI :O)


spazmo
Innlegg: 77
Skráður: 31.jan 2010, 23:13
Fullt nafn: Grétar Mar Axelsson
Bíltegund: Patrol 44"

Re: Loftkerfi í Jeppum

Postfrá spazmo » 20.jún 2011, 22:46

ég er með fini á pallinum hjá mér, er mjög sáttur við hana.
Patrol 44"

User avatar

dabbi
Innlegg: 192
Skráður: 01.feb 2010, 19:51
Fullt nafn: Dagbjartur Vilhjálmsson

Re: Loftkerfi í Jeppum

Postfrá dabbi » 21.jún 2011, 09:13

Sælir, ég er með Viair frá ArticTrucks minnir að hún heiti 450 eitthvað,

hún er búinn að vera í bílnum hjá mér í 3-4 ár, ekki slegið feilpúst enþá. staðsetti hana í grillinu fyrir framan vatnskassan (passaði bara svo fjandi vel þar)

hún er tengd við kút, er að nota hana til að læsa framan/aftan, og pumpa í dekk. er með c.a. 100-115 psi í kútnum.
ég veit að hún er ekki eins fljót að dæla og Fini, en hún er líka mun nettari, og auðveldara að koma henni fyrir,

mbk
Dabbi
kv
Dagbjartur Vilhjálmsson

Óbreyttur jeppakall


Höfundur þráðar
stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Loftkerfi í Jeppum

Postfrá stjanib » 21.jún 2011, 22:37

Sælir

Takk fyrir góð svör.

Fini hefur mjög gott orðspor á sér segja allir sem ég hef talað við, en eins og Dabbi segir þá er hún dáldið fyrirferðamikil.

Dabbi hvað ertu með stóran kút hjá þér?? Ef maður er með 5 gallona kút við þessa viair er maður þá nokkuð svaka lengi að pumpa í 38-44" dekk?

K.v
Stjáni

User avatar

dabbi
Innlegg: 192
Skráður: 01.feb 2010, 19:51
Fullt nafn: Dagbjartur Vilhjálmsson

Re: Loftkerfi í Jeppum

Postfrá dabbi » 22.jún 2011, 09:34

stjanib wrote:Dabbi hvað ertu með stóran kút hjá þér?? Ef maður er með 5 gallona kút við þessa viair er maður þá nokkuð svaka lengi að pumpa í 38-44" dekk?


veit nú ekki hvað hann er í lítrum, þetta er gamall kolsýrukútur, c.a. 60-80cm hár 10-15cm breiður

með kútin fullan næ ég að pumpa í 1 x 36" dekk frá ca 5-6pund í 15. svo fer dælan í gang, og er langt komin með að fylla kútin áður en maður fer í næsta dekk.

Maður er svosem ekkert lengi að pumpa í, en þetta tekur samt tíma, ég fór reyndar aðra leið, og nota utanályggjandi úrhleypikerfi, þannig að ég pumpa bara í öll í einu, það tekur slatta af tíma :D en maður er byrjaður að setja loft í strax og það er hægt.

ég hef reyndar spáð í því að setja Aircon dæli til að gera þetta með, en hef ekki komið mér í það, maður notar þetta nú ekki svo rosalega mikið.

kv
Dabbi
kv
Dagbjartur Vilhjálmsson

Óbreyttur jeppakall


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: Loftkerfi í Jeppum

Postfrá Þorsteinn » 22.jún 2011, 23:36

5 gallon er um 25 lítrar. ég var um daginn með 115 eða 120 pund á kútnum og 9 ára gamla viaair og á 15 sec þá fór dekkið úr 2 og uppí 18 pund. dælan kveikti á sér þegar ég pumpaði í.

kv. Þorsteinn

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Loftkerfi í Jeppum

Postfrá hobo » 23.jún 2011, 09:37

Þorsteinn wrote:5 gallon er um 25 lítrar.


Ekki alveg. 5 gallon eru tæpir 19 lítrar. þ.e.a.s ef gallonið er 3,78 ltr , eins og það er oftast.
Svo eru bretarnir eitthvað skrítnir og nota annað gallon, eða 4,54 ltr.
Þá eru þetta 22,7 lítrar.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur