http://mbl.is/frettir/sjonvarp/55853/?cat=innlent
http://tezpower.com/
Oki ég verð að segja að þetta er of gott til að vera satt.
"Á verkstæðinu Thor Energy Zolutions á Höfðanum í Reykjavík eru íslenskir tæknimenn að þróa vetnisbúnað fyrir bæði bensín- og díselvélar. Búnaður þessi, sem er smár í sniðum og fallegur, eykur afl véla og minnkar eyðslu að meðaltali um 30%, dregur úr mengun um 70-80%"
Er ekki einhver eðlisfræðingur hérna sem getur frætt okkur um þetta betur. Ég hélt að vandamálið með vettni væri hvað það þyrfti svakalega mikið rafmagn í að búa til smá vettni. Svo er þetta allt komið í smá hólka þarna og þú fyllir á með vatni úr krananum hjá þér.
Þeir taka það fram í frétt mbl.is að þetta auki afl að meðaltali um 30% líka.
Oki bíll með eyðslu upp á 20lítra á hundraði. fara niður í hvað 14lítra á hundraði.
Sama skapi bíll sem er 200hp verður eitthvað um 260hp eftir svona breytingu.
Það er eiginlega ekki hægt að trúa þessu. En ef þetta er svona þá er þetta náttúrulega mesta snilld. einhver menntamaður á þessu sviði geti leitt okkur í sannleikann hver sem sá ku vera.
Endilega commentið og gott væri ef
Vettnisgræja Thor Energy Zolutions?
-
- Innlegg: 259
- Skráður: 27.maí 2010, 19:27
- Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
- Staðsetning: Akranes
Re: Vettnisgræja Thor Energy Zolutions?
Þetta eykur vetnisinnihald eldsneitisblöndunnar, sem leiðir til betri og hreinni bruna, prósentutölur um aflaukningu og eyðslu eru auðvitað áætlaðar og fara sjálfsagt eftir því hversu góður bruninn í vélinni hjá þér er fyrir, þetta er auðvitað engin vetnisframleiðsla í stórum stíl til að drífa bílinn áfram á vetninu, það myndi aldrei virka, en aukning í prósentubrotum á vetnisinnihaldi blöndunnar geta skift sköpun á gæði brunans í vélinni, getur í raun líkt þessu við að blæða smá Própangasi inná soggreynina hjá þér, allir geta verið sammála um að það sé aflaukning við það, vetnisinnihald própangass er mun meira en á gasolíu eða bensíni, því leiðir það af sér betri bruna. vetnisinnsprautunin er mun hreinni því í própangasi er líka mikið að kolefnum sem aftur "óhreinka brunann" miðað við hreint vetni.
Má segja að þetta sé bætiefni í eldsneitið í formi vatns :)
Kv
Helgi Axel
Má segja að þetta sé bætiefni í eldsneitið í formi vatns :)
Kv
Helgi Axel
-
- Innlegg: 319
- Skráður: 01.feb 2010, 00:32
- Fullt nafn: Einar Steinsson
- Staðsetning: Austurríki
- Hafa samband:
Re: Vettnisgræja Thor Energy Zolutions?
Það var verið að fjalla um þetta hérna um daginn og einnig á vef f4x4:
jeppaspjall.is: Minnkar bensíneyðslu um 30%
f4x4.is: Vetni? vit eða vitleysa?
jeppaspjall.is: Minnkar bensíneyðslu um 30%
f4x4.is: Vetni? vit eða vitleysa?
Re: Vettnisgræja Thor Energy Zolutions?
Mér finnst þetta sé svipað og að halda því fram að eyðslan minnki um einhver prósent við það að keyra í gegnum lyktina frá bensínstöð þar sem er verið að fylla á birgðatankinn :)
Ef tækið tekur einn líter af vatni sem á duga 1000 km og bíll sem eyðir 10 til 15 lítra á hundraðið fer með 100 til 150 lítra af bensín eða olíu á 1000 km þá eru 2/3 líter vetni og 1/3 líter súrefni óskaplega lítið.
Ef tækið tekur einn líter af vatni sem á duga 1000 km og bíll sem eyðir 10 til 15 lítra á hundraðið fer með 100 til 150 lítra af bensín eða olíu á 1000 km þá eru 2/3 líter vetni og 1/3 líter súrefni óskaplega lítið.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Vettnisgræja Thor Energy Zolutions?
Eftir að hafa lesið viðbröðg frá forsprakka Thor Energy Zolutions (Z gerir gæfumuninn) á moggablogginu hjá Ómari Ragnars þá hef ég akkúrat enga trú á þessu. Hann gekk svo langt eftir að hafa opinberað það að hann vissi ekkert um tæknilegu hliðina eða þá efnafræðilegu að kalla þetta 'Fred Flintstone' tækni. Rock solid tappar hér á ferð.
Hérna er bloggfærslan og vinurinn mætir á svæðið í pósti 25
Hérna er bloggfærslan og vinurinn mætir á svæðið í pósti 25
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Vettnisgræja Thor Energy Zolutions?
Ég hef enga sérstaka skoðun (eða sérstaka trú) á þessum búnaði en mig langar til að hrekja tvær fullyrðingar sem ég hef séð á spjallborðum um þetta mál annars staðar:
1. Orkunýting bensínvélar er bara 30%, vetnið brennir bensíninu betur svo nýtni þess verður meiri.
Vissulega rétt að orkan sem verður til við bruna bensíns skilar sér ekki nema að litlu leyti út í hjól, hins vegar er sáralítið bensín sem fer óbrunnið út um pústið, nema bíllinn sé hreinlega í ólagi. Stór hluti orkunnar frá brunanum verður að varma eða fer í að yfirvinna innra viðnám hreyfilsins, drifrásar, keyra alternator, stýrisdælu ofl.
2. Orkan sem fer í að rafgreina vetnið er jöfn orkunni sem verður til við bruna þess.
Í fullkomnum heimi er þetta rétt, en eins og í vélinni sjálfri verður hellings orkutap við framleiðslu rafmagns til að rafgreina vatnið. M.ö.o. í þeoríu gengur þetta upp en í praxis gerist það ekki.
Ég vona að fullyrðingar um minni mengun reynist sannar, því ef svo er ekki munu þessir bílar menga meira eftir á sökum rafmagnsþorstans.
1. Orkunýting bensínvélar er bara 30%, vetnið brennir bensíninu betur svo nýtni þess verður meiri.
Vissulega rétt að orkan sem verður til við bruna bensíns skilar sér ekki nema að litlu leyti út í hjól, hins vegar er sáralítið bensín sem fer óbrunnið út um pústið, nema bíllinn sé hreinlega í ólagi. Stór hluti orkunnar frá brunanum verður að varma eða fer í að yfirvinna innra viðnám hreyfilsins, drifrásar, keyra alternator, stýrisdælu ofl.
2. Orkan sem fer í að rafgreina vetnið er jöfn orkunni sem verður til við bruna þess.
Í fullkomnum heimi er þetta rétt, en eins og í vélinni sjálfri verður hellings orkutap við framleiðslu rafmagns til að rafgreina vatnið. M.ö.o. í þeoríu gengur þetta upp en í praxis gerist það ekki.
Ég vona að fullyrðingar um minni mengun reynist sannar, því ef svo er ekki munu þessir bílar menga meira eftir á sökum rafmagnsþorstans.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur