Offset á felgum
Offset á felgum
Sælir hvaða ofsett á 17" felgum hafa menn notað við 41" breytingu á Ford F350 2017 ?
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Offset á felgum
Það er meira talað um "backspace" heldur en "offset".
Offset segir bara hvort miðjan á felgunni (boltaplattinn) sé á miðjunni eða innan eða utan við hana. (neutral, negative, positive offset)
Þar sem við hér á klakanum erum með allar breiddir á felgum getur það verið ruglandi, meðan backspace segir hvað er langt frá innri felgubrún að boltaplattanum.
Offset segir bara hvort miðjan á felgunni (boltaplattinn) sé á miðjunni eða innan eða utan við hana. (neutral, negative, positive offset)
Þar sem við hér á klakanum erum með allar breiddir á felgum getur það verið ruglandi, meðan backspace segir hvað er langt frá innri felgubrún að boltaplattanum.
Re: Offset á felgum
jongud wrote:Það er meira talað um "backspace" heldur en "offset".
Offset segir bara hvort miðjan á felgunni (boltaplattinn) sé á miðjunni eða innan eða utan við hana. (neutral, negative, positive offset)
Þar sem við hér á klakanum erum með allar breiddir á felgum getur það verið ruglandi, meðan backspace segir hvað er langt frá innri felgubrún að boltaplattanum.
Offset og backspace eru hvoru tveggja mikið notað og hefur hvort sinn tilgang. Ef spurningin snýst um hve mikið pláss er fyrir felgur m.t.t. stýrisgangs og/eða bremsubúnaðar þá er backspace það sem skiptir máli. Hinsvegar þegar kemur að því að spá í hvort dekk rekist í hvalbak, grind, stífur eða annað eða þá hvernig dekkin passa miðað við tiltekna brettakanta þá er offset mun gagnlegri mælikvarði því offset segir nákvæmlega til um hvar dekkið endar inn/út.
Varðandi upphaflegu spurninguna þá skiptir val á brettaköntum miklu máli. Sumir velja að nota tiltölulega mjóa kanta sem eru ætlaðir fyrir ca 37-40" fyrir svona dekk meðan aðrir fara í 44" kanta. Fyrir mjóa kanta er offset fyrir svona dekk undir F350 nálægt 0 til -25 en fyrir 44" kanta er það ca. á bilinu -50 til -100
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Offset á felgum
Svo einn punktur í viðbót. Ef maður vill hafa sama backspace áfram en er að breikka felgurnar þá breytist offsetið. Dæmi, ég sel felgur sem flestar eru með 108mm backspace. Á 10" breiðum felgum er offsetið -32mm, 12" breiðum felgum er það -57mm og 14" breiðum felgum -83mm.
Kv. Elli Jeppafelgur.is
Kv. Elli Jeppafelgur.is
http://www.jeppafelgur.is/
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur