Hvaða rafgeymum mæla menn með í dag fyrir 2,7 lítra díesel jeppa með einn geymi?
38" með þessu venjulega, kösturum, rafm. loftdælu og talstöðvum.
Ég setti í hann Exide EA955 geymi frá Olís fyrir fáum árum en hann eyðilagðist í vetur, sennilega staðið of lengi tómur.
Ég veit að þið hafið skoðun á þessu :-)
Hvaða rafgeymi ?
Re: Hvaða rafgeymi ?
Vill enginn deila reynslu eða skoðun á rafgeymum???
Lífið er of stutt fyrir vont kaffi
Re: Hvaða rafgeymi ?
Ég fór í Skorra fyrir nokkrum árum og jeppinn hefur startað á hverjum morgni síðan. Margir tala vel um geymana í Costco. En ef þú ert með mikið af rafmagnsdóti er þá ekki mikilvægara að vera með öflugan altenator? Spyr sá sem ekki veit.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
-
- Innlegg: 2667
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Hvaða rafgeymi ?
muggur wrote:Ég fór í Skorra fyrir nokkrum árum og jeppinn hefur startað á hverjum morgni síðan. Margir tala vel um geymana í Costco. En ef þú ert með mikið af rafmagnsdóti er þá ekki mikilvægara að vera með öflugan altenator? Spyr sá sem ekki veit.
Fínir geymar í Skorra, og gott að mæta til þeirra, mæla geymana og hleðslu frítt. Mæli með að hafa sæmilegan voltmæli í bílnum til að sjá hvað er í gangi.
-
- Innlegg: 77
- Skráður: 31.jan 2010, 23:13
- Fullt nafn: Grétar Mar Axelsson
- Bíltegund: Patrol 44"
Re: Hvaða rafgeymi ?
Sumir segja; taktu þann ódýrasta sem passar því þeir hafa allir svipaðan líftíma.
Mín reynsla af geymunum frá stillingu er fín.
Mín reynsla af geymunum frá stillingu er fín.
Patrol 44"
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Hvaða rafgeymi ?
Ég er búinn að vera með orginal geymi og Tudor geymi frá Skorra. Líftíminn hjá mér hefur verið svona 5-7 ár. Er núna með Bosch geymi sem ég keypti í Costco 2017, hann er að detta í sjötta árið núna og virkar ennþá þótt mig gruni að það sé farið að styttast í endurnýjun. Hann er samt að koma bílnum í gang í -16 gráðu frosti sem er búið að vera ansi marga morgna í Desember.
2 af 3 bílum á heimilinu eru komnir með Bosch geyma og sennilega færi sá þriðji Bosch geymi í dag. Bosch geymarnir hafa verið á mjög fínu verði hjá Costco og ég get eiginlega ekki alveg fundið hvað mögulega ég ætti að kvarta undan?
2 af 3 bílum á heimilinu eru komnir með Bosch geyma og sennilega færi sá þriðji Bosch geymi í dag. Bosch geymarnir hafa verið á mjög fínu verði hjá Costco og ég get eiginlega ekki alveg fundið hvað mögulega ég ætti að kvarta undan?
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur