Nú er ég með Ford Explorer Sport Trac árgerð 2001.
Parkið heldur ekki og hann startar ekki í Parkinu, eins og hann fari ekki almennilega í parkið. Hins vegar ef maður svissar á og fer niður í N þá startar hann. Er einhver nemi/skynjari í parkinu varðandi startið eða er skiptingin bara hrunin? Hann skiptir sér samt alveg eðlilega í akstri. Einhver sem kannast við þetta eða hefur hugmynd um hvað er?
Skipting í Ford Explorer Sport Trac
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1
- Skráður: 22.apr 2021, 07:44
- Fullt nafn: Árni Davíð Haraldsson
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Skipting í Ford Explorer Sport Trac
Gæti verið slit í skiptibarka, skiptinum sjálfum eða einhverjum fóðringum.
Það gæti líka verið bilun í svokölluðum "neutral safety switch" sem er utan á skiptingunni. Ætti að vera lítið mál að skipta um hann.
https://www.autozone.com/batteries-starting-and-charging/neutral-safety-switch/ford/explorer-sport-trac
Það gæti líka verið bilun í svokölluðum "neutral safety switch" sem er utan á skiptingunni. Ætti að vera lítið mál að skipta um hann.
https://www.autozone.com/batteries-starting-and-charging/neutral-safety-switch/ford/explorer-sport-trac
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Skipting í Ford Explorer Sport Trac
Þetta er örugglega vanstilling á skiptibarkanum, fordarnir eru yfirleitt með tilfærslu á barkanum niðri við skiptinguna, hefur stöngina í N og losar stillinguna á barkanum, lætur skiptinguna smella í N og festir stillinguna aftur og sérð hvort allt er ekki komið í lag
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur