Einfari fær uppgerð - uppfært 7 sept 2022
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Einfari fær uppgerð - uppfært 7 sept 2022
Jæja, ég ætla að taka Hiluxinn í gegn í vetur. Númerin voru lögð inn nú fyrir stuttu og byrjað að rífa. Hann er búinn að standa sig vel og reynst ótrúlega traustur. En margt hefur legið of lengi á hakanum en það er fyrst og fremst rið sem er farið að segja doldið til sín í undirvagni og grind. Þar sem ég vill eiga þennan bíl eitthvað lengur var ákveðið að fara í uppgerð. Pallur og body fer af grindinni. Þar þarf að skipta um þverbita, sandblása og mála til að fyrirbyggja frekari riðskemmdir. Flest gúmmí og pakkdósir eru orðin þreytt. Einn dempari farinn að leka, einhverjar legur og krossar farið að heyrast í, spíssa mælast utan marka og svo eru allskonar fleiri hlutir sem hafa safnast upp sem þarf að fara í. Að öllum líkindum verður bílnum breytt fyrir 44" í leiðinni með smá bodyhækkun og hásingafærslu. Aukarafkerfi tekið í gegn og ætli maður fari ekki í úrhleypibúnað til að vera nýmóðins.
Grind og botn fá sennilega raptor húðun. Hvað body varðar hef ég doldið verið að velta fyrir mér rauðu tintable raptor. Svosem ekki ákveðið ennþá og nokkuð í það að það verði farið í málun.
Planið er að reyna að taka myndir af öllusaman eins og ég mögulega man. Ég mun setja það hérna inn en sennilega er ég duglegri við að uppfæra story á instagram: https://www.instagram.com/oskar.andri/
Grind og botn fá sennilega raptor húðun. Hvað body varðar hef ég doldið verið að velta fyrir mér rauðu tintable raptor. Svosem ekki ákveðið ennþá og nokkuð í það að það verði farið í málun.
Planið er að reyna að taka myndir af öllusaman eins og ég mögulega man. Ég mun setja það hérna inn en sennilega er ég duglegri við að uppfæra story á instagram: https://www.instagram.com/oskar.andri/
Síðast breytt af Óskar - Einfari þann 07.sep 2022, 23:00, breytt 19 sinnum samtals.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð
Fyrstu 3 kvöldin í að rífa
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð
Spennandi, flott að byrja á þessu áður en allt er farið í skrúfuna!
Það verður gaman að fylgjast með
Það verður gaman að fylgjast með
Land Rover Defender 130 38"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð
Jæja það voru nú engin stór afrek í gærkvöldi. Ég var aðalega að ganga úr skugga um að allt væri aftengt milli grindar og body. Þetta er nokkuð tímafrekt, elta/aftengja allar víra, bremsulagnir, handbremsu, eldsneytisleiðslur, klára tæma allskonar vökva. Bodyið er núna laust, allir bodyboltar komnir úr þannig að næsta vinnukvöld verður að hífa bodyið af.
Re: Einfari fær uppgerð
Hörku gangur í þessi, gaman að fylgjast mep
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð
Jæja, það gekk vel í gærkvöldi. Bodyið komið af, mjög ánægður að allt kom heilt í sundur, engir slitnir boltar eða sárafáir allavega og allt heillt svona fyrir utan riðskemmdir náttúrulega. Nú þegar þessi áfangi er búinn þá tekur við að raða body, palli, pallhúsi og bodyhlutum þar sem þeir verða í geymslu á meðan ég er að vinna í grindinni.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð
Ég var eitthvað að fikta við að taka time lapse video. Það tókst ágætlega nema ég hefði kanski mátt hafa styttra á milli ramma. En þetta var aðalega til gamans gert :)
Ég næ ekki að láta þetta opnast sjálfkrafa í glugga þannig að þið verðið bara að elta linkinn
https://youtu.be/wms2E8Tu_VE
Ég næ ekki að láta þetta opnast sjálfkrafa í glugga þannig að þið verðið bara að elta linkinn
https://youtu.be/wms2E8Tu_VE
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð
Jæja, enn eitt vinnukvöldið. Nú er ég byrjaður að tína úr grindinni.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Einfari fær uppgerð
Glæsilegt, algjört dekur á lúxanum!
En svakalegt að sjá hvernig SV hornið fer með bíla :o/
En svakalegt að sjá hvernig SV hornið fer með bíla :o/
Re: Einfari fær uppgerð
Gaman að sjá svona metnaðarfullar fyrirbyggjandi aðgerðir
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð
hobo wrote:Glæsilegt, algjört dekur á lúxanum!
En svakalegt að sjá hvernig SV hornið fer með bíla :o/
Takk :)
Já það er grátlegt hvernig bílar fara hérna SV horninu og mér skilst að bílafremleiðendur skilji ekki hvað við kaupum af varahlutum út af riðskemmdum. Þetta er orðið nokkuð algengt í Hilux, LandCruiser, Pathfinder, Navara, Pajero, Sorent o.fl o.fl. Breyttu bílarnir eru sérstaklega slæmir.
Ég hef séð göturnar hérna kryddaðar í 3-4 stiga hita. Af þessu má svosem líka læra að bílar sem eru að einhverju leyti notaðir hérna á suðurlandi verður að riðverja. Hiluxinn hefur aldrei verið riðvarinn, það voru stór mistök.
juddi wrote:Gaman að sjá svona metnaðarfullar fyrirbyggjandi aðgerðir
takk, já eins og ég segi. Þessi bíll hefur reynst vel og mig langar að eiga hann lengur. Vonandi tekst mér að bjarga honum og gera góðan bíl :)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð
Það var nú svosem ekki mikið unnið þannig séð í grindinni um helgina. Helgin var aðalega notuð í frágang, tiltekt og þrífa. En þetta er hluti af öllu ferlinu líka. Ég er gestur í þessari vélageymslu sem ég fæ að nota þannig að maður þarf að reyna að leggja ekki allt undir sig....... jú og eftirlitið kom aðeins í heimsókn ;)
-
- Innlegg: 113
- Skráður: 12.okt 2011, 21:50
- Fullt nafn: Brynjar Hróarsson
Re: Einfari fær uppgerð
hvernig er úrklippan að framan, er hún farinn að ryðga og hvernig var gengið frá henni á sínum tíma ?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð
BrynjarHróarsson wrote:hvernig er úrklippan að framan, er hún farinn að ryðga og hvernig var gengið frá henni á sínum tíma ?
Það var mjög vel gengið frá henni á sínum tíma og er nú ástæðan fyrir því að þessi bíll er ennþá eigulegur. Ekkert sprungið í suðum og bæturnar allar til staðar ennþá. Úrklippurnar eru bara í svipuðu ástandi og restin af bodyinu. Það sem er í hvalbak og innri brettum að aftan þarf að vinna upp allt aftur einfaldlega út af riði sem er þar í boddíinu. Það gerir svosem ekki til þar sem þetta verður allt hvort sem er skorið í burtu til að koma fyrir 44"
Re: Einfari fær uppgerð
Uppfari fær Eingerð!
Það er nú ekki seinna vænna að bjarga þessari grind, varla að sjá óryðgaðan blett. Skelfilegt hvernig þetta fer í þessu salti og umhleypingum á íslandi. Er þetta kannski frá vandræðaárunum þegar allar grindur nema Terracan voru framleiddar ónýtar? Hvað skyldi ný kosta frá Toyota?
Fallegur bíll og um að gera að taka í gegn áður en það er algert rugl að hugsa sér að kíkja á það. Ekki allir sem hafa fyrirhyggju á því.
Kv
Grímur
Það er nú ekki seinna vænna að bjarga þessari grind, varla að sjá óryðgaðan blett. Skelfilegt hvernig þetta fer í þessu salti og umhleypingum á íslandi. Er þetta kannski frá vandræðaárunum þegar allar grindur nema Terracan voru framleiddar ónýtar? Hvað skyldi ný kosta frá Toyota?
Fallegur bíll og um að gera að taka í gegn áður en það er algert rugl að hugsa sér að kíkja á það. Ekki allir sem hafa fyrirhyggju á því.
Kv
Grímur
Re: Einfari fær uppgerð
Sæll, ég sé að þú ert með Patrol afturhásingu. Má ég spyrja hvernig þú græjaðir handbremsu? Rakst nefnilega á eftirfarandi um daginn og fannst áhugavert: https://www.patrol4x4.com/threads/gq-ha ... ff.346962/
-haffi
-haffi
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Einfari fær uppgerð
TF3HTH wrote:Sæll, ég sé að þú ert með Patrol afturhásingu. Má ég spyrja hvernig þú græjaðir handbremsu? Rakst nefnilega á eftirfarandi um daginn og fannst áhugavert: https://www.patrol4x4.com/threads/gq-ha ... ff.346962/
-haffi
SNILLD!
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð
TF3HTH wrote:Sæll, ég sé að þú ert með Patrol afturhásingu. Má ég spyrja hvernig þú græjaðir handbremsu? Rakst nefnilega á eftirfarandi um daginn og fannst áhugavert: https://www.patrol4x4.com/threads/gq-ha ... ff.346962/
-haffi
Ég er búinn að vera með subaru bremsudælur undanfarin ár og ég þoli þær ekki. Uppgerðar svona dælur endast stutt, annaðhvort festast eða byrja að leka. Búið að kosta óþolandi marga diska og klossa sem eyðileggjast samhliða þeim. Handbremsan gerir ekkert nema komast í gegnum skoðun. Barkarnir eru eilífðarvesen og þarf að laga 1-2 á ári eða allavega fyrir skoðun.
Þannig að núna er búið að panta Tesla rafmagnsbremsu. EPB eða electric parking brake og er planið að setja svoleiðis í millikassan. Ég pantaði þetta um helgina og á von á bremsunum eftir 2-3 vikur.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Einfari fær uppgerð
Óskar - Einfari wrote:Ég er búinn að vera með subaru bremsudælur undanfarin ár og ég þoli þær ekki. Uppgerðar svona dælur endast stutt, annaðhvort festast eða byrja að leka. Búið að kosta óþolandi marga diska og klossa sem eyðileggjast samhliða þeim. Handbremsan gerir ekkert nema komast í gegnum skoðun. Barkarnir eru eilífðarvesen og þarf að laga 1-2 á ári eða allavega fyrir skoðun.
Þannig að núna er búið að panta Tesla rafmagnsbremsu. EPB eða electric parking brake og er planið að setja svoleiðis í millikassan. Ég pantaði þetta um helgina og á von á bremsunum eftir 2-3 vikur.
Hvernig er þessari bremsu stjórnað? Þarf ekki eitthvað sérstakt stýribox?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð
jongud wrote:Óskar - Einfari wrote:Ég er búinn að vera með subaru bremsudælur undanfarin ár og ég þoli þær ekki. Uppgerðar svona dælur endast stutt, annaðhvort festast eða byrja að leka. Búið að kosta óþolandi marga diska og klossa sem eyðileggjast samhliða þeim. Handbremsan gerir ekkert nema komast í gegnum skoðun. Barkarnir eru eilífðarvesen og þarf að laga 1-2 á ári eða allavega fyrir skoðun.
Þannig að núna er búið að panta Tesla rafmagnsbremsu. EPB eða electric parking brake og er planið að setja svoleiðis í millikassan. Ég pantaði þetta um helgina og á von á bremsunum eftir 2-3 vikur.
Hvernig er þessari bremsu stjórnað? Þarf ekki eitthvað sérstakt stýribox?
Það er hægt að fá nokkrar útgáfur af stýriboxum frá Pantera Electronics. En þetta er nú bara 12v DC mótor þannig að ég ætla að skoða aðeins hvernig þetta virkar áður en ég panta stýringu. Ég veit að þetta hefur verið sett í með bara straum á mótorinn. Mótorinn þarf síðan ekki constant straum til að bremsan virki. Þegar bremsan er komin á þá má rjúfa straum í mótorinn.
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Einfari fær uppgerð
Flott verkefni.
En þarftu einhverja sérstaka stýringu fyrir þessa handbremsu. Er ekki bara hægt að nota ljósarofann í handbremsunni sem stýristraum fyrir relay og svo er krafturinn tekinn beint frá geymir í gegnum relayið með öryggi.
En þarftu einhverja sérstaka stýringu fyrir þessa handbremsu. Er ekki bara hægt að nota ljósarofann í handbremsunni sem stýristraum fyrir relay og svo er krafturinn tekinn beint frá geymir í gegnum relayið með öryggi.
Fer það á þrjóskunni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð
svarti sambo wrote:Flott verkefni.
En þarftu einhverja sérstaka stýringu fyrir þessa handbremsu. Er ekki bara hægt að nota ljósarofann í handbremsunni sem stýristraum fyrir relay og svo er krafturinn tekinn beint frá geymir í gegnum relayið með öryggi.
Ég hef í rauninu litlar áhyggjur af rafmagnsveseninu og held að það verði ekkert mál að finna út úr því, ég er mjög vanur rafmagni. Ég ætla allavega ekki að kaupa stýringu fyrir 250 USD þótt það sé örugglega þæginlegt að hafa PlugNPlay. Til að byrja með þarf ég að koma þessu fyrir... græja festingu á millikassa og disk. Það er fyrsta málið áður en ég pæli í nokkru öðru.
-
- Innlegg: 307
- Skráður: 11.jan 2012, 19:49
- Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
- Bíltegund: 38" Musso
- Staðsetning: 800
Re: Einfari fær uppgerð
Þú getur líka notað bremsudælur úr t.d. Vw Passat þær eru bara með 2 víra plöggi. Það eina sem gæti þurft að útfæra er sjálfvirkt stopp þegar mótstaðan eykst, þaes þegar mótorinn er búinn að klemma klossana saman, gætir reyndar örugglega leyst það með tímastilltu relay sem rífur strauminn eftir X margar sekúndur. svo þarftu bara að umpóla mótorinn til að taka bremsuna af.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"
2001 Nissan Patrol 35"
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Einfari fær uppgerð
Axel Jóhann wrote:Þú getur líka notað bremsudælur úr t.d. Vw Passat þær eru bara með 2 víra plöggi. Það eina sem gæti þurft að útfæra er sjálfvirkt stopp þegar mótstaðan eykst, þaes þegar mótorinn er búinn að klemma klossana saman, gætir reyndar örugglega leyst það með tímastilltu relay sem rífur strauminn eftir X margar sekúndur. svo þarftu bara að umpóla mótorinn til að taka bremsuna af.
Teslan er með sér dælu fyrir handbremsuna sem er mikið nettari í það að mixa á millikassann eins og Óskar ætlar að gera.
Ég er líka búinn að prófa svona Subaru mix á Patrol hásingu og get alveg tekið undir að það er mjöööög margt betra en svoleiðis handbremsa...
- Viðhengi
-
- 2192670_orig.jpg (72.75 KiB) Viewed 47812 times
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð
Það þykir mér skrítið þetta með subaru handbremsuna, nú dugir hún vel til að læsa FRAMHJÓLUM á ferð á þeim bílum sem hún kemur, það þekki ég vel eigandi slíka bíla og hafandi prófað ýmislegt :)
En hvað um það, mér lýst vel á þetta með rafhandbremsuna, þar er ógnarkraftur og ekki víst að búnaðurinn verði til vandræða í frosti eins og oft vill verða með barkabremsur.
Varðandi stýringu þá segi ég einsog annar að það er auðvelt í VW Audi Skoda þar er bara tölva sem nemur ákveðinn amperfjölda og hættir þá að gefa á mótorinn, svo umpólar hún bara til að losa og þá er tímaliði, kannski 1 sek til að losa, þannig herðir handbremsan út í sig í hvert skipti sem hún er notuð.
Þessu verður áhugavert að fylgjast með hjá þér og flott að sjá vel hugsað um bílinn, jafnframt leitt að sjá hve illa hann hefur farið, mun verr en minn sem þó er 7 árum eldri.
En hvað um það, mér lýst vel á þetta með rafhandbremsuna, þar er ógnarkraftur og ekki víst að búnaðurinn verði til vandræða í frosti eins og oft vill verða með barkabremsur.
Varðandi stýringu þá segi ég einsog annar að það er auðvelt í VW Audi Skoda þar er bara tölva sem nemur ákveðinn amperfjölda og hættir þá að gefa á mótorinn, svo umpólar hún bara til að losa og þá er tímaliði, kannski 1 sek til að losa, þannig herðir handbremsan út í sig í hvert skipti sem hún er notuð.
Þessu verður áhugavert að fylgjast með hjá þér og flott að sjá vel hugsað um bílinn, jafnframt leitt að sjá hve illa hann hefur farið, mun verr en minn sem þó er 7 árum eldri.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð
Sævar Örn wrote:Það þykir mér skrítið þetta með subaru handbremsuna, nú dugir hún vel til að læsa FRAMHJÓLUM á ferð á þeim bílum sem hún kemur, það þekki ég vel eigandi slíka bíla og hafandi prófað ýmislegt :)
Enda bíllin sem hún kemur í ekki nema tonn á meðan Hiluxinn er 2.2 tonn og á sirka 70% stærri dekkjum :)
Re: Einfari fær uppgerð
Mætti èg nokkuð forvitnast um kostnaðinn við tesla bremsuna? Þetta er áhugavert
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð
íbbi wrote:Mætti èg nokkuð forvitnast um kostnaðinn við tesla bremsuna? Þetta er áhugavert
Par af notuðum svona dælum er að kosta í kringum 114 USD á Ebay. Það er slatti til af þessu þannig að mig grunar að þetta séu dælur sem er skilað inn til að fá "core charge" til baka. Þær eru síðan greynilega bara seldar sem notaðar. Heildarkostnaðurinn er enn sem komið er óskrifað blað.... svona eins og jeppar og jeppabreytingar eru yfirhöfuð :)
Re: Einfari fær uppgerð
og ætlaru að setja þetta á skaptið? hvernig eru menn að útfæra það. bremsudiisk á flangs?
ég tróð demparafestingum fyrir handbremsubarkann hjá mér. og þarf einmitt að pæla í einhverju svona
ég tróð demparafestingum fyrir handbremsubarkann hjá mér. og þarf einmitt að pæla í einhverju svona
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð
íbbi wrote:og ætlaru að setja þetta á skaptið? hvernig eru menn að útfæra það. bremsudiisk á flangs?
ég tróð demparafestingum fyrir handbremsubarkann hjá mér. og þarf einmitt að pæla í einhverju svona
Flestar útfærslur sem ég hef séð þá kemur bremsudeiskur aftan á flangsin á millikassanum. Það er náttúrulega stýring á samsetningnu á flöngsunum og ég myndi ekki vilja setja disk þar á milli nema þá að það yrði rennt fyrir stýringu í diskinn. Ég held að það sé bara auðveldara að setja diskin aftan á flangsinn og boltana þar í gegn. Diskar sem eru notaðir í þetta eru smíðaðir og virðast flestir vera 6-8mm þykkir og 200-250mm í þvermál.
-
- Innlegg: 343
- Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
- Fullt nafn: Garðar Tryggvason
- Bíltegund: Dodge Ram
Re: Einfari fær uppgerð
Það er talsvert verk sem þú átt fyrir höndum í grindinni, er ekki orðið eina leiðin að smíða nýja bita í hana mv hvað þetta er orðið músétið.
Verður fróðlegt að fylgjast með þessu hjá þér.
Verður fróðlegt að fylgjast með þessu hjá þér.
Dodge Ram 1500/2500-40"
Re: Einfari fær uppgerð
já mig hlakkar til að sjá hvernig þú útfærir þetta. og jafnvel (eða javel eins og steingrímur j segir) hnupla svo hugmyndini :D
svaka gangur í þessu hjá þér samt, ég vildi að ég hefði svona góða aðstöðu
svaka gangur í þessu hjá þér samt, ég vildi að ég hefði svona góða aðstöðu
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð
Jæja, kanski kominn tími á smá færslu. Það hafa svosem ekki stórir markverðir hlutir verið að gerast. Nokkur önnur verkefni hafa verið í gangi, sumt tengist þessu. Ég er kanski líka að reyna að drepa ykkur úr leiðindum með of mikið af færslum en hérna er smá samantekt á dundinu undanfarnar vikur.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Einfari fær uppgerð
Notaðir þú þessa uppskrift af sandblástursgræjunni?
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&t=9362
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&t=9362
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð
jongud wrote:Notaðir þú þessa uppskrift af sandblástursgræjunni?
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&t=9362
Þennan þráð hef ég reyndar ekki séð en þetta er sama prinsip. Ég notaði mikið leitarorðið "DIY Pressure pot sandblaster" Skoðaði mismunandi útfærslur, las mér aðeins til um prinsipin á bakvið sandblástur og skoðaði líka einhver youtube video.
byssuna endaði ég með að kaupa á Ebay þar sem ég fann ekki svona "deadman" loka hérna. Flestir eru að selja könnur sem eru ekki hugsaðar fyrir pressure pot heldur siphon sem virkar aðeins öðruvísi og hægar.
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð
Óskar - Einfari wrote:Ég er kanski líka að reyna að drepa ykkur úr leiðindum með of mikið af færslum en hérna er smá samantekt á dundinu undanfarnar vikur.
Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því, þrælfínt alveg! Einnig, mjög gott hjá þér að senda myndirnar beint inn á jeppaspjallið í stað þess að hlekkja á þær annarsstaðar. Það er alveg hræðilegt, því þau albúm eiga það til að hverfa!
Land Rover Defender 130 38"
Re: Einfari fær uppgerð
blessaður, endilega dældu inn myndum og pælingum. við höfum allir gaman af því
svo er ég líka stopp þessi misserin og þá þurfa aðrir að halda spjallinu á lífi :D
svo er ég líka stopp þessi misserin og þá þurfa aðrir að halda spjallinu á lífi :D
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Einfari fær uppgerð
Frábært að fá að fylgjast með. Gott að einhver nennir enn að setja yndisauka hér inn :)
Bíð ennþá spenntur eftir að frétta að einhver noti súrál í sandblástur :)
Bíð ennþá spenntur eftir að frétta að einhver noti súrál í sandblástur :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Einfari fær uppgerð
Þetta er alveg geggjað, fagmennska út í eitt!
Re: Einfari fær uppgerð
Flottur biti.
Ertu með einhverja þumalputtareglu með breidd á raufum m.v. efnisþykkt, og sirka hvað höftin eru löng?
Ég gerði svipaða hönnun um daginn og var ekki alveg viss með það, höftin urðu helst til mikil uppá að beygja án vélar. Hafði raufarnar jafn breiðar og efnisþykkt, hefðu alveg mátt vera mjórri held ég.
Væri gaman að vita hvað virkaði og hvað ekki í þessu tilfelli.
Kv
Grímur
Ertu með einhverja þumalputtareglu með breidd á raufum m.v. efnisþykkt, og sirka hvað höftin eru löng?
Ég gerði svipaða hönnun um daginn og var ekki alveg viss með það, höftin urðu helst til mikil uppá að beygja án vélar. Hafði raufarnar jafn breiðar og efnisþykkt, hefðu alveg mátt vera mjórri held ég.
Væri gaman að vita hvað virkaði og hvað ekki í þessu tilfelli.
Kv
Grímur
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur