Hvaða bremsudælur eru notaðar þegar verið er að minnka ummálið á frambremsunum á Toyota Land-cruiser 120 og tacoma?
Eru það dælur úr 80 cruiser? Og þá hvaða árgerð?
Ég veit að maður þarf hjámiðjur í festigötin og niðurrennda diska. Þetta eru bara til hér á landi, en ég var að spá í hvort maður gæti sparað sér eitthvað með því að kaupa dælurnar sjálfur að utan.
Hvaða bremsudælur?
Re: Hvaða bremsudælur?
Ég er með bremsubreyttann 120 Cruiser. Eftir því sem ég best veit eru diskar og dælur úr 80 Cruiser, en ég veit ekki hvaða árgerð.
Eitt sem væri gaman að fá svar við frá öðrum sem eru með svona bremsubreytta 120 bíla er að mér finnst pedalinn mjúkur og það þarf að stíga nokkuð langt niður. En hann bremsar fínt fyrir utan það og fær alltaf skoðun. Mér var sagt að þetta væri vegna þess að 80 Cruiser dælurnar væru með meiri rýmd en 120 dælurnar. Eru fleiri með svona sem eru á bremsubreyttum?
Ég heyrði reyndar líka að Arctic Trucks hefðu farið að nota aðra diska og dælur út af þessu.
Kv.
Siggi
Eitt sem væri gaman að fá svar við frá öðrum sem eru með svona bremsubreytta 120 bíla er að mér finnst pedalinn mjúkur og það þarf að stíga nokkuð langt niður. En hann bremsar fínt fyrir utan það og fær alltaf skoðun. Mér var sagt að þetta væri vegna þess að 80 Cruiser dælurnar væru með meiri rýmd en 120 dælurnar. Eru fleiri með svona sem eru á bremsubreyttum?
Ég heyrði reyndar líka að Arctic Trucks hefðu farið að nota aðra diska og dælur út af þessu.
Kv.
Siggi
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 14.aug 2010, 21:35
- Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
- Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
- Staðsetning: Akureyri
Re: Hvaða bremsudælur?
Til að breyta á lc120 fyrir 15"felgur er best að nota bremsudiska og dælur úr hilux 2006
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995
Hilux Sr5 22re 1995
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur