Belti undir Bellu næsta verkefni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Belti undir Bellu næsta verkefni
Jamm það er orðið nokkuð ljóst að til að hafa gaman af að aka á beltum þarf öflugt stýri.Beltinn þurfa mikla orku við að beygja á þeim. Spurning hvernig væri best að leysa þetta á Sukkunni.Hugmyndir vel þvegnar.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Belti undir Bellu næsta verkefni
Jamm tók stýrisdæluna úr og reif hana.Boraði út gatið í þrýstiventlinum um 0,5 mm og setti skinnu um 2mm þykka undir þrýstings gorminn og svo er bara að prufa. Ég mun líklega seta tjakk í Bellu hann þarf að vera um 12 cm langur því færslan er ekki nema um 6 cm í hvora átt
- Viðhengi
-
- DSCN5179.JPG (4.87 MiB) Viewed 6080 times
-
- DSCN5178.JPG (4.79 MiB) Viewed 6080 times
-
- DSCN5176.JPG (4.79 MiB) Viewed 6080 times
-
- DSCN5174.JPG (4.76 MiB) Viewed 6080 times
-
- DSCN5173.JPG (4.81 MiB) Viewed 6080 times
Síðast breytt af sukkaturbo þann 31.mar 2018, 18:12, breytt 1 sinni samtals.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Belti undir Bellu næsta verkefni
Jamm þá er ég búinn að fara yfir öll beltin og gera við það sem þurfti að laga svo sem slöngur í litlu dekkunum legur bolta og fleira. En mig vantar enn um 6 dekk. Geta notað þau ónýtu í neyð um sinn. Skipti um nokkrar legur og losaði um pinnana sem halda beltunum saman en þeir eru nokkuð all margir. Setti sterkari og lengri felgubolta í Bellu og eitthvað meira.Kominn með gamalt snjósleðabelti og er að hugsa um hvort ég geti notað eitthvað úr þeim í spyrnur.Er að pæla í að breita brattahorninu á fremri beltunum. Í það þarf ég að fá alvöru iðnaðarmann held ég eða þúsund þjala smið. Auglýsi hér með eftir manni sem treystir sér í þessa vinnu gegn greiðslu að sjálfsögðu. Sá aðili þarf að hafa aðgang að góðri álsuðu og fleiri græjum.Það verður líklega að taka úr kassanum einhvern fleig sem þarf að reikna út til að fá 25 til 30 cm hækkun á fremsta hjólið.Við það ætti bíllinn að verða léttari í stýri og betri í skörum td.
- Viðhengi
-
- gamalt snjósleða belti hugsað í spyrnur?
- DSCN5191.JPG (4.92 MiB) Viewed 5948 times
-
- beltin klár fyrir snjó prufur en það vantar snjóinn
- DSCN5189.JPG (4.93 MiB) Viewed 5948 times
-
- nýju og gömlu felguboltarnir.Þurfti að bora út í 14 mm fyrir nýjuboltunum þeir gömlu voru 12 mm
- DSCN5188.JPG (5.08 MiB) Viewed 5948 times
-
- DSCN5187.JPG (5.07 MiB) Viewed 5948 times
-
- Spurning um að breita klifurhorninu og taka fleyg úr kassanum
- DSCN5183.JPG (4.83 MiB) Viewed 5948 times
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Belti undir Bellu næsta verkefni
Jamm fann þessi fínu jól og slöngur en þessir aðilar vilja ekki senda til Íslands. Ætli rússarnir hafi fiktað eitthvað í þessu? http://www.palmettospecialtytire.com/3- ... lick-tire/
Re: Belti undir Bellu næsta verkefni
Þá skráirðu þig á Shopusa.com , borgar smá umsýslugjald þar og færð í staðinn pósthólf í ameríkuhreppi
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Belti undir Bellu næsta verkefni
Jamm sæll ég rata varla til Reykjavíkur og er ekki góður í þessu rugli öllu.
Re: Belti undir Bellu næsta verkefni
Þeir segjast nú þarna geta sent hvert á land sem er, þó með undantekningum fyrir einhverjar vörur. Ég myndi nú halda að það væru helst stór traktora eða véladekk sem ekki væri hægt að flytja.
Varstu búinn að prófa að hafa samband við þá?
Varstu búinn að prófa að hafa samband við þá?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Belti undir Bellu næsta verkefni
Jamm það kom upp sorry flytjum ekkt á þitt svæði
Re: Belti undir Bellu næsta verkefni
Ok. Alltaf jafn gaman að eiga við Kanann í þessum efnum ...
-
- Innlegg: 76
- Skráður: 19.jún 2012, 07:44
- Fullt nafn: Aron Frank Leópoldsson
- Bíltegund: Nissan
Re: Belti undir Bellu næsta verkefni
Skráðu þig á www.myus.com nota þá reglulega, snilldar þjónusta og þá færðu addressu í USA.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Belti undir Bellu næsta verkefni
Jamm geri það og takk fyrir aðstoðina félagar.En annað mikið skemmtilegra mál á einhver gamlan stýristjakk upp í hillu. Verð líklega að setja stýristjakk í sukkuna. Stimpillengd sirka 10 til 12 cm.Færslan núna til hægri vinstri er um 6 cm í hvora átt. Ég er búinn að hefta færsluna aðeins í sukkunni.
Re: Belti undir Bellu næsta verkefni
Þarf ekki tvo tjakka til að geta boðið Súkku stýrisgangi upp á það að beygja beltum?
-Þá á ég við útfærslu þar sem tjakkar væru út við hvort hjól svo taka megi megnið af álaginu af þessum tannstönglasveru stýrisstöngum.
Var það ekki aðal ástæðan fyrir því að menn gáfust upp á þessu beltadóti, -annað hvort gaf sig stýrisgangur eða stýrimaður ;)
-Þá á ég við útfærslu þar sem tjakkar væru út við hvort hjól svo taka megi megnið af álaginu af þessum tannstönglasveru stýrisstöngum.
Var það ekki aðal ástæðan fyrir því að menn gáfust upp á þessu beltadóti, -annað hvort gaf sig stýrisgangur eða stýrimaður ;)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Belti undir Bellu næsta verkefni
jamm veit ekki er að prufa mig áfram.En ef ég nenni get ég vel stýrt henni en verð að nota báðar hendur á köflum.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur