Xenon vs. H3 kastarar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Xenon vs. H3 kastarar

Postfrá Óskar - Einfari » 02.mar 2010, 10:44

Sælir félagar..

Er að spögulera... skila Xenon kit í aðalljósum meiri/betri lýsingu heldur en ódýrir kastarar með 100w H3 peru?

Hvað segið þið sem hafið sett Xenon kit í aðalljósin, er þetta að gera mikið?

Kv.
Óskar Andri


Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


pardusinn
Innlegg: 66
Skráður: 01.feb 2010, 22:36
Fullt nafn: Sigurður L. Gestsson

Re: Xenon vs. H3 kastarar

Postfrá pardusinn » 02.mar 2010, 15:48

Ég veit ekki hvað þú meinar með lélegir kastarar. En ef ég ætti að velja milli þessaara tveggja hluta þá tæki ég kastarana.
Í fyrsta lagi eru speglar í kösturum en ekki Xenon, speglarnir sjá til þess að kasta ljósinu lengra.
Í 100w kastara má alltaf setja 130w perur, þær eru til í H3.
Þegar þú ert kominn með tengingar fyrir kastaraana þá ertu alltaf búinn að gera klárt til að stækka kastarana.
Svo er annar þáttur sem fólk vill oft gleyma og það er að þú átt alltaf möguleika á að fara út og stilla kastarana upp, niður eða til hliðar ef þú lendir til að mynda í slæmri þoku eða skafrenning.
En ég hef heyrt að þú getir svo alltaf breytt kösturum í Xenon, þá ertu víst kominn með mesta dúndrið. Benni á Akureyri er með allt til þess að mér skylst.
Skelltu kösturum á jeppann og hættu að horfa á pabba strákana á BMW-unum.
USA með Dana 60, C-6 skiptingu og 6,2 Diesel. 44" dekk.

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Xenon vs. H3 kastarar

Postfrá Óskar - Einfari » 02.mar 2010, 16:04

Ég er með kastara nú þegar. Britax með 100w H3 perum (kanski ekki lélegir kastarar en ódýrir) málið er að mér finnst þeir bara gera svo lítið meira en orginal hái geislin í hiluxnum. Í nýja hiluxnum er orginal ljósin nefnilega merkilega góð.... þannig að ég er smá krísu varðandi hvað ég á að gera....... mér óskotnuðust reyndar ónotaðir PIAA kastarar sem eru reyndar ekkert stórir... kanski 7-8" og eru með 100w halogen peru (ekki búinn að skoða hvaða tegund) spurning hvor maður ætti að bæta þeim við og vona að öll þessi wött geri eitthvað að viti....
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Xenon vs. H3 kastarar

Postfrá Haukur litli » 10.mar 2010, 00:49

Ég myndi nota Piaa kastarana og selja Britax kastarana. Ég hef átt Britax kastara og þó þeir séu nokkuð góðir þá eru til miklu betri kastarar. Peningurinn sem þú færð fyrir kastarana gæti farið í góð þokuljós eða xenon settið í hina kastarana. Keyptu þér 55W eða 70W 3000-5000K Xenon sett í kastarana og þá finnurðu mun. Ég er á móti HID í halogen aðalljósum. Ljósið fer svo mikið upp í loftið og í andlitið á öðrum að það er eiginlega hættulegt, og algjörlega óþolandi líka.

Ég er sjálfur á 90 Cruiser með Hella 4000 kastara með 55W 3000K HID frá Benna og með IPF fiskiaugu með 100W halogen perum. Aðalljósin gera lítið hjá mér eins og er. Ég ætla seinna meir í 35W eða 55W HID í fiskiaugun líka. Hella 4000 kastaranir eru ótrúlega öflugir núna, þeir rústa gamla Hiluxinum mínum sem var þó með 170W háljós og 3 kastarapör öll yfir 100W. Það eina sem Hiluxinn hafði fram yfir þennann er að hann var með Hella 4000 punktljós á toppnum sem lýstu langleiðina yfir landsfjórðunginn sem maður var í.

Ekkert vera að vasast í aðalljósunum, eyddu frekar tímanum og peningunum í góða kastara og taktu þér tíma í að stilla þá vel og þá þarftu ekki aðalljósin nema innanbæjar.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Xenon vs. H3 kastarar

Postfrá AgnarBen » 10.mar 2010, 10:34

Hvernig eru þessir 100W piaa punktljós að virka, er gott að nota þetta sem þokuljós í hríð og skafrenning.
Hvað annað gæti virkað vel í miklum skafrenningi, hversu öflug ljós þarf til ?

Óskar, þú getur fengið hjá Benna á Akureyri 55W Xenon kit í kastarana þína og breytt þeim. Þetta kostar held ég bara um 20 þús kall.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Xenon vs. H3 kastarar

Postfrá Óskar - Einfari » 10.mar 2010, 12:40

Jamm... ég ætla að tengja þessa piaa kastara sem ég er með og sjá hvernig ljós kemur úr þeim..... ef þeir eru vonlausir þá væri annar möguleiki að selja báða kastarana og finna eitthvað betra..... hef bara ekki yfir mikklum pening að ráða í þetta eins og er þar sem að ég var að kaupa dekk...

Kv.
Óskar Andri
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Xenon vs. H3 kastarar

Postfrá Einar » 10.mar 2010, 20:37

Ég á fólksbíl með orginal xenon aðalljósum og þetta er ofmetnasta dót sem ég hef nokkur tímann komist í kynni við. Liturinn á ljósinu frá þessu er svo asnalegur að endurkastið frá veginum verður sáralítið. Stundum hef ég á tilfinningunni að það gerði álíka mikið gagn að lýsa fram fyrir bílinn með vasaljósi. Vona að kastararnir hjá ykkur virki eitthvað betur.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Xenon vs. H3 kastarar

Postfrá Stebbi » 10.mar 2010, 20:41

Hvernig bíll er það Einar og hvaða hitastig er á perunum? Góð Xenon ljós eins og á þýsku bílunum og einstaka japana með alvöru Osram eða Philips Xenon peru er að virka djöfulega vel. Það er ekkert að marka þetta kínverska dót sem er nánast eingöngu markaðsett til að ná til Hondu eigenda á aldrinum 17 til korter yfir 17.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Xenon vs. H3 kastarar

Postfrá Einar » 10.mar 2010, 20:57

Þetta er Ford Mondeo Turnier 2.0 TDCi árgerð 2002 framleiddur í Belgíu. Með hitastigi meinarðu væntanleg Kelvin töluna en ég hef ekki hugmynd um hana en ég veit að hún skiptir máli því hún ræður litnum á ljósinu.


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Xenon vs. H3 kastarar

Postfrá Fordinn » 08.apr 2010, 01:46

Það toppar ekkert góð xenon ljos... við höfum verið mikið med þetta í fjórhjólunum, þar er rafmagn af skornum skammti svo það er ekkert hægt að troða einhverjum 100watt ljosum á þetta, þá höfum við annaðhvort keypt littla kastara og sett xenon í þá eða keypt tilbuin ljos sem janfvel eru sett á hjálmana, þar med erum við komnir med mikið ljosmagn, flóðljos eða punkt eða bæði, sem taka lítið rafmagn, og þurfum ekki einhverja risa kastara til að spegla ljosinu frammá veginn.

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Xenon vs. H3 kastarar

Postfrá DABBI SIG » 22.nóv 2010, 15:43

Verið að grafa upp gamlan þráð...

En hvernig er það, þegar menn eru búnað setja svona xenon kerfi í kastara á jeppum/bílum, getur ekki verið ókostur að hafa xenon í þessum kösturum því að þegar verið er að keyra út á landi eða á fáförnum vegum er maður oft að mæta bílum og öðru og þarf því reglulega að vera að kveikja og slökkva á kastaraljósunum(sem eru tengd háuljósunum) til að mæta bílum og það hef ég heyrt að fari ekkert voðalega vel með xenon kerfi að vera oft að kveikja og slökkva? Er það kannski bull hjá mér? Er einhver sem er sérfræðingur í xenon kerfum og þekkir þetta vel. Xenon kastarar geta vissulega gefið mjög góða lýsingu og allt það, en spurning með endingu á þessu þegar menn eru að kveikja og slökkva oft? Einhver með reynslu af svona xenon kösturum? Þá er ég ekki að tala um xenon kerfi sem eru sett í aðalljós á bílum.
Síðast breytt af DABBI SIG þann 22.nóv 2010, 18:28, breytt 1 sinni samtals.
-Defender 110 44"-

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Xenon vs. H3 kastarar

Postfrá -Hjalti- » 22.nóv 2010, 17:26

Það á EKKI að setja afermarket xenon kerfi í speigla ljósker !!
Það er í það fyrsta kolólöglegt , þú færð ekki í gegn í bifreiðaskoðun með svona , svo er það agalega ljótt og gerir ekkert annað en að blinda aðra ökumenn.. Það er mikill misskilningur að þú fáir betri lýsingu með því að bæta xenon perum við orginal speigla ljóskerinn þín.. Eina sem gerist er að þú ert að dreyfa ljósgeislum í allar áttir , en ekki beint framm á vegin eins og þu vilt.

Ef þú ætlar að setja xenon kerfi í bílinn þinn þá skal hann vera búin projector ljósum

Image

Gott video um þetta mál..

http://www.youtube.com/watch?v=RDjTglCu84U
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Xenon vs. H3 kastarar

Postfrá DABBI SIG » 22.nóv 2010, 18:25

Nú veit ég ekki hvort Hjalti var að svara mínum pósti um xenon kerfi en ef svo er þá var ég semsagt að tala um að setja xenon kerfi í kastara (þ.e. utanáliggjandi aukaljós líkt og margir eru með á jeppunum sínum til að nota á fjöllum og þjóðvegum) eins og ég nefndi reyndar í innlegginu mínu.
Hinsvegar er ég alveg sammála því að aftermarket xenon kerfi eigi ekkert erindi í venjuleg halogen spegla-ljósker líkt og lang flestir bílar eru með einmitt vegna þess að það speglar ljósinu sjaldnast niður á veginn eins og góðir "projector-ar" gera eða linsuljós.
Hinsvegar held ég nú að það sé ekki alveg rétt (að mér vitandi) að það sé ólöglegt að setja þessi aftermarket xenon-kerfi í venjuleg ljósker hérlendis(þó svo að það sé í UK) ? Ég veit um ansi marga sem eru með þetta í svona halogen spegla-ljóskerum og aldrei hefur verið sett útá það í skoðun svo lengi sem ljósin eru CE-merkt. Nota bene... ég er ekki fylgjandi þessu heldur er þetta bara það sem ég hef séð, heyrt og kynnt mér, það er ekki nema Hjalti sé sjálfur kunnugur skoðunarreglum og að þetta séu þá ný lög? er það?
En ég skil vel að menn freistist til að gera þetta því í sumum tilfellum getur þetta reyndar bætt lýsingu frá bílnum fram á veginn en vissulega er það oft með þeim ókosti að þetta getur blindað aðra ökumenn. Það gerði það sannarlega á BMW sem ég átti sem var með spegla-ljósker, en reyndar voru það góð ljósker sem hægt var að stilla niður á veginn.

En spurning mín var sú hvort að xenon kerfi í aukaljósum/kösturum fari ekki illa á því að vera oft að kveikja og slökkva á sér líkt og oft þarf að gera þegar verið er að mæta bílum.

p.s. gott myndaband
-Defender 110 44"-

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Xenon vs. H3 kastarar

Postfrá -Hjalti- » 22.nóv 2010, 18:57

Svar mitt var svosem ekki beint að neinum sérstökum :)

Utanáliggjandi aukaljós líkt og margir eru með á jeppunum sínum eru flest öll hönnuð fyrir halogen perur þannig að sama lögmál liggur bakvið þau og aðalljósa spegla-ljóskerum þannig að lýsingin verður í allar áttir.
En þessi aukaljós eru oftast notuð utan alfaraleiðar og það ætti ekki að trufla neinn nema ökumanninn sjálfan svo að það skiptir kanski ekki miklu máli.

Í sambandi við að fara með bíl í skoðun sem er með aftermarket xenon-kerfi í spegla-ljóskerum þá virðist það mikið fara bara eftir skoðunarmanninum í hvert skipti. Þessi ljós ERU ólögleg og ef skoðunarmaðurinn er að vinna vinnuna sína og frammkvæmir ljósaskoðunina eðlilega þá í öllum tilvikum eru þessi ljós að lýsa rangt.

Í sambandi við auka ljósker / kastara og aftermarket xenon-kerfi þá veit ég ekki betur en að á skoðunarstöðvum eigi að skoða þessi ljós líka ef þau eru á bílnum. og ekki sé ég að þau renni eitthvað auðveldara í gegn en sambærilega breytt aðalljós.

Þetta virðist allt snúast um hvort það sé mánudagur eða föstudagur og hvort að skapið hjá viðkomandi skoðunarmanni sé í samræmi við það.

Þetta er ítarlegra hér:
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/We ... 2/822-2004

"(3) Aðalljósker og perur í þau skulu vera viðurkennd og e-merkt í samræmi við EBE-tilskipun nr. 76/761 með síðari breytingum, E-merkt í samræmi við viðeigandi ECE-reglur nr. 1.01 og 37.03 eða DOT-merkt í samræmi við FMVSS-staðal nr. 571.108."

Skv þessu eru hér í gildi sömu reglur og gilda á hverjum tíme hjá ESB -(kallað EBE í reglugerðinni)
Það er svo annað mál hvort skoðunarstöðvar og US hafa fylgt þessu eftir. -Kanski eru þetta meira og minna mannað af skyldmennum þeirra sem unnu í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu!....
Sjálfur ek ég það mikið í myrkri á þjóðvegi að ég vildi gjarnan að þessum "eftirá xenon" ófögnuði yrði útrymt af þjóðvegunum.

og eitt í viðbót. Að slökkva og kveikja oft og mörgum sinnum hefur engin áhrif á xenon kerfið.
Svona kína Xenon kerfi taka oft uppá því að byrja að blikka og eða kveikja bara á öðru ljósinu en þá er ekkert annað að gera en að kveikja og slökkva á því snökkt og þá ætti það að virka.
Svo er annað sem fáir vita að gott xenon kerfi notar bara brot af því rafmagni sem flest halogen kerfi nota.

Ég kannaði þetta með xenon ljósgjafa í halogen ljósum hjá Umferðarstofu.
Það verður tekið á þessu í skoðunum, send verða tilmæli til skoðunarstöðva og löggan kemur til með að gera út með "Boðun í Skoðun" hjá þeim sem þráast við að nota þetta.

Bling mennirnir með bláu ljósin verða bara að setja bláar díóður undi sílsinn eða splæsa í krómaðan trompett aftast á pústið til að fullnægja skreytiþörfinni....
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


gudnithor
Innlegg: 45
Skráður: 01.feb 2010, 12:07
Fullt nafn: Guðni Þór Björgvinsson

Re: Xenon vs. H3 kastarar

Postfrá gudnithor » 22.nóv 2010, 22:56

Ótrúlega góður póstur hjá Hjalta.

Hérna er meiri lesning um þetta.

http://www.danielsternlighting.com/tech ... sions.html

Hef þó verið að spá í að setja þetta í kastarana mína þar sem að þeir eru eingöngu notaðir sem há ljós og aðallega utanvega. Hvernig reynslu hafa menn af því að setja þetta í Hella Luminator (4000) kastarana og hvað eru snúrurnar frá spennunum langar? Eða er ég bara betur settur með 100W perum?


danfox
Innlegg: 48
Skráður: 01.feb 2010, 06:19
Fullt nafn: Sigurður Már Ólafsson
Bíltegund: Lexus IS 250

Re: Xenon vs. H3 kastarar

Postfrá danfox » 22.nóv 2010, 23:19

Ekki spurning um að xenon væða kastarana, var með Britax spot kastara með orginal peru lýstu þeir varla meir en lítið vasaljós, setti 35w 4300k xenon í þá og þeir virkuðu svakalega eftir það.

Er núna með IPF einsgeisla 2 x spot og 2 x gulu dreifi gleri með 35w 4300k, og þetta svínvirkar.

Fékk mér svo xenon í aðalljósin og dauð sé eftir því, mjög léleg dreifing og birtan frá þeim er ekki betri en orginal halogen, ætla að skifta því út aftur og setja gömlu halogen perurnar í aftur.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Xenon vs. H3 kastarar

Postfrá Izan » 23.nóv 2010, 00:12

Sælir

ég ætla ekki að segja til um hvort Xenon perur séu ólöglegar en klárlega eins og fram kom áðan þurfa perurnar að vera E eða DOT merktar til að fá skoðun, þetta á líka við um halogenperurnar. Sem dæmi geta bláar eða of sterkar perur verið ómerktar og þannig kolólöglegar.

Xenon eða HID ljós eru bara úrhleðsluljós sem hefur verið heimfærð með nútímatækni þannig að kerfið gangi á 12V DC. Þetta eru býsna líkar perur og eru í ljósastaurum og vinnuljósum og það sem verið er að sigra með þessu er nýting. Þessar tölur eru ekki alveg heilagur sannleikur en skv handbók um lýsingartækni eru halogenperur að nýta örlítið betur en hefðbundnar glóperur en þær eru með ca 25-30 lúmen pr/watt. Málmhalogenpera (virðist vera sambærileg HID með svipað litahitastig o.s.frv.) er að skila 90 lúmenum pr/watt. Þó að munurinn sé mikill þá er málmhalogen peran að nota um 20% orkunar í sýnilegt ljós, restin fer í hita, tengingatöp, víratöp og ljós á annari tíðni en við skynjum með augunum.

Ég er á þeirri skoðun að HID ljós séu góð til síns brúks. En klárlega eru gallar á þeim eins og flestu öðru. Munurinn á nýtingunni er að mestu leyti bundið við hitann. Hitinn í kösturum á jeppum fer ekki endilega til spillis. Ég legg oft af stað með kastarana hlaðna af ís og snnjó en á fáeinum mínútum hreinsa þau sig sjálf (nota 2x100W halogen). HID ljósin eiga ekki eins gott með það og ég hef þurft að hoppa út úr bíl til að hreinsa snjóinn frá ljósunum.

Það er klárlega stór galli á halogenljósunum og það er allt aflið sem þeir taka. Það er frekar gremjulegt að nota 100W til að lýsa svipað mikið og jafnvel minna en 35W HID ljós. Tengingar eiga til að brenna o.s.frv.

Ég skal alveg taka undir það að kveikja oft og slökkva gangi á endingartíma perunnar rétt eins og í öllum öðrum úrhleðslupömpum. Þetta er ekki hlutur sem ég veit fyrir víst en öll önnur úrhleðsluljós virka svona og ég skil ekki af hverju þessi ættu ekki að gera það.

Ég er alveg á því að HID ljós eiga klárlega heima á jeppum en ekki eingöngu og tæplega í aðalljóskerjum, eru þau ekki bara fín eins og þau eru. Við getum gamnað okkur með allskyns ljósadóti öðru svo að þau séu látin í friði.

Kv Jón Garðar

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Xenon vs. H3 kastarar

Postfrá DABBI SIG » 23.nóv 2010, 00:21

Góður þráður sem Guðni sendi inn þarna og flott að fá svörin frá þér Hjalti.
Þetta xenon dæmi er klárlega eitthvað sem ætti að hafa reglur yfir og ég held einmitt að það sé bara vegna trassaskaps skoðunarmanna og/eða reglugerða yfir svona ljós að þetta virðist viðgangast í ótrúlega mörgum bílum að hafa þetta í aðalljóskerum sem ekki eru gerð fyrir xenon.

Hvernig er það svo, er ekki töluvert betri lýsing af kösturum sem skellt er í xenon kerfi miðað við að setja t.d. 100W perur í þá og eru þær ekki einmitt stundum til vandræði eins og Jón Garðar bendir á? Vírar að brenna í sundur og gler og annað í kösturum að bráðna?
Eru 100w halogen perur betur til þess fallnar að vera stanslaust að kveikja og slökkva miðað við HID perur?
-Defender 110 44"-


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Xenon vs. H3 kastarar

Postfrá Izan » 23.nóv 2010, 09:03

Sælir.

Svo er annað sem er að gerast núna og það er hrikalegar framfarir í LED ljósgjöfum í heiminum í dag. Ég á powerLED peru sem er 6 eða 8 wött og þessi búnaður er að nýta rafmagn svipað og jafnvel örlítið betur en HID ljós. Þau eru ekki viðkvæm fyrir því að oft sé kveikt og slökkt og ég sé fyrir mér ljós sem verður jafnvel hægt að dimma.

Þetta verður hinn eini sanni jeppabúnaður ef mönnum tekst að koma þessu í t.d. 40W 12vDC. Þarna er þróunin hröð og ég trúi ekki öðru en að einhver komi þessu í bílaútgáfu fyrr en síðar.

Einhvernvegin hef ég meiri trú á LED tækninni heldur en úrhleðslulömpum sem arftaka halogenpera.

Kv Jón Garðar


Arsaell
Innlegg: 171
Skráður: 23.mar 2010, 13:07
Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
Bíltegund: Dodge Durango

Re: Xenon vs. H3 kastarar

Postfrá Arsaell » 23.nóv 2010, 09:43

Þessir eru að bjóða uppá LED Light bars og lista á síðunni sinni það sem þeir telja að þetta hafi fram yfir HID.

http://www.rigidindustries.com/Off-Road ... s-s/64.htm

Smá video:
[youtube]7OcOJk-PdWY[/youtube]

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Xenon vs. H3 kastarar

Postfrá -Hjalti- » 23.nóv 2010, 14:34

Arsaell wrote:Þessir eru að bjóða uppá LED Light bars og lista á síðunni sinni það sem þeir telja að þetta hafi fram yfir HID.

http://www.rigidindustries.com/Off-Road ... s-s/64.htm

Smá video:
[youtube]7OcOJk-PdWY[/youtube]


Þetta er eitthvað sem ég hefði áhuga á að prufa
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

ssjo
Innlegg: 56
Skráður: 05.apr 2010, 10:27
Fullt nafn: Sigurður Sveinn Jónsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík

Re: Xenon vs. H3 kastarar

Postfrá ssjo » 24.nóv 2010, 20:22

Þá er rétt í henda inn einni spurningu. Er einhver að selja H3 LED perur sem gefa frá sér almennilegt ljós eða eitthvað sambærilegt og H3 Halogen. Þetta er til út um allt úti í hinum stóra heimi en hefur einhver flutt þetta inn til sölu hér heima.
h3-whp1.jpg
h3-whp1.jpg (24.62 KiB) Viewed 10887 times


haffij
Innlegg: 174
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Xenon vs. H3 kastarar

Postfrá haffij » 25.nóv 2010, 11:43

Ég pantaði að gamni mínu sett af svona díóðu h3 perum af ebay, forvitinn að vita hvort að þetta gætu hugsanlega virkað. Í lýsingunni á þeim stóð fögrum orðum um að þær ættu að gefa frá sér sambærilegt ljósmagn og venjulega halogen peran og endast margfalt lengur.

Önnur var nú raunin, í fyrsta lagi fékk ég gallaða peru, það vantaði á aðra þeirra vírinn til að tengja inn á hana strauminn. Ég fékk reyndar aðra senda orðalaust þegar ég kvartaði yfir því. Svo setti ég hana í ljós, ákvað að prófa í vinnuljós aftan á bílnum mínu (venjulegt Hella ljós). Svo þegar ég kveikti á kom nú ljós, en ég sá varla móta fyrir því á jörðinni. Prófaði svo líka að setja þær í þokuljós (Bosch ljós) að framan. Ljósið frá því dreif ekki nógu langt fram á veginn til að ég sæi það innan úr bíl ;)

Ef þú ert að hugsa um að panta þá skaltu vanda valið og ekki kaupa það ódýrasta. Ég keypti hvorki dýrar perur né eitthvað þekkt merki. Þetta var bara eitthvað kína dót þannig að það má ekki fullyrða um að það séu ekki til góðar díóðu perur sem standast samaburðinn við halogenið. Þróuni í þessu dóti er endalaust hröð og ég viss um að innan skamms verða komnar díóðu h3 perur sem verða miklu betri en halogenið.


Jón K
Innlegg: 2
Skráður: 13.sep 2013, 15:34
Fullt nafn: Jón Kristinn Sigurjónsson
Bíltegund: Grand Cherokee

Re: Xenon vs. H3 kastarar

Postfrá Jón K » 17.sep 2013, 23:04

Sælir. Ég átti Lincon Aviator með Xennon aðalljósum orginal þau eru æðislega góð og ég sé mjög vel munin þegar maður er komin með Halogen ljós í nýrri bíl það er nánast myrkur og nú leita ég að nettum Xennon kösturum til að bæta lýsinguna.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur