Kúlulokar í felgur
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1247
- Skráður: 08.mar 2010, 10:45
- Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson
Kúlulokar í felgur
Hvaða stærð hafa menn aðalega verið að notast við
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
Re: Kúlulokar í felgur
ég setti 1/4" en farðu hilklaust í 3/8"
Re: Kúlulokar í felgur
Hafið þið snittað felguna eða sett ró fyrir innan?
Re: Kúlulokar í felgur
einstef wrote:Hafið þið snittað felguna eða sett ró fyrir innan?
ég snittaði og setti ró (með gengjulími), 3/8" minnir mig að ég hafði sett. hefur ekki klikkað enþá
kv
Dagbjartur Vilhjálmsson
Óbreyttur jeppakall
Dagbjartur Vilhjálmsson
Óbreyttur jeppakall
Re: Kúlulokar í felgur
ég snitta, og lími og set ró.
Re: Kúlulokar í felgur
ég setti gegnumtak þannig að ef lokinn skemmist þá get ég skift um hann ánþess að taka dekkið af felgunni
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Kúlulokar í felgur
Ég boraði og snittaði í álfelgurnar hjá mér og setti fljótandi röraþétti með krönunum.
Reyndar eru álfelgurnar örugglega þykkari við miðjuna þannig að það var til bóta, en þetta hefur allavega verið til friðs.
Ég gerði þetta með dekkjunum á, þannig að kostnaðurinn var bara í krönunum, 2500-3000 kall.
Reyndar eru álfelgurnar örugglega þykkari við miðjuna þannig að það var til bóta, en þetta hefur allavega verið til friðs.
Ég gerði þetta með dekkjunum á, þannig að kostnaðurinn var bara í krönunum, 2500-3000 kall.
Re: Kúlulokar í felgur
Sælir
Ég var að kaupa felgur þar sem þetta hafði verið leyst á snilldarmáta. Það var soðið rör sjálfsagt um hálf tomma eða svo inní felguna þvert yfir miðjuna og þar voru soðnir snittbútar til að setja kúluloka, píluventil og hvað sem hugann girnist. Áður en rörið fór á sinn stað var felgan boruð þannig að rörið er opinn inn í dekk beggja megin á ég von á.
Þarna er búið að leysa nokkur málefni t.d. þarf ég ekki að moka snjóinn úr felgunni til að leyta af lokanum eða ventlinum og það er einstaklega gott að komast að þessu og þetta er flottasti útbúnaður sem ég hef séð sem hentar fyrir utanáliggjandi úrhleypibúnað.
Gallinn við akkúrat þessar felgur sem ég sé fyrir mér að rörið hefði mátt vera fáeinum sentimetrum innar til að verja stútana frá hnjaski.
Kv Jón Garðar
Ég var að kaupa felgur þar sem þetta hafði verið leyst á snilldarmáta. Það var soðið rör sjálfsagt um hálf tomma eða svo inní felguna þvert yfir miðjuna og þar voru soðnir snittbútar til að setja kúluloka, píluventil og hvað sem hugann girnist. Áður en rörið fór á sinn stað var felgan boruð þannig að rörið er opinn inn í dekk beggja megin á ég von á.
Þarna er búið að leysa nokkur málefni t.d. þarf ég ekki að moka snjóinn úr felgunni til að leyta af lokanum eða ventlinum og það er einstaklega gott að komast að þessu og þetta er flottasti útbúnaður sem ég hef séð sem hentar fyrir utanáliggjandi úrhleypibúnað.
Gallinn við akkúrat þessar felgur sem ég sé fyrir mér að rörið hefði mátt vera fáeinum sentimetrum innar til að verja stútana frá hnjaski.
Kv Jón Garðar
Re: Kúlulokar í felgur
..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 20.jún 2014, 22:14, breytt 1 sinni samtals.
Re: Kúlulokar í felgur
Sæll
Meinarðu svona;
En að máli málanna, kúlulokunum og af því að þú spurðir;
En af því að þú baðst svo fallega og gafst mér tækifæri til að fá útrás fyrir fíflagang þá smelli ég henni á veraldarvefinn og vona að tiltekin Hafrún fyrirgefi mér það.
Myndin sýnir ekki vel hvernig búnaðurinn er uppsettur en þetta er sumsé bara rör og það eru soðnir á rörið snittbútar til að skrúfa á þá krana, ventil, hraðtengi og hvaðeina, 2 á þessar felgur en mættu vera 3.
Meinarðu svona;
HaffiTopp wrote:(Nú ætla ég EKKI að gera það sem fer agalega í taugarnar á mér og virðist viðgangast hjá ansi mörgum einstaklingum á svona spjallvefum á netinu, en það er að "quota" í næsta mann á undann (Copy/paste það sem maður maður er að henda spurningu á eða svara spurningu frá) heldur ætla ég að láta happ ráða hvort mitt "samtal" við manninn á undann rati beint fyrir neðan manninn sem ég er að tala við heldur en að aðrir menn nái að setja sín orð á milli)
En að máli málanna, kúlulokunum og af því að þú spurðir;
þá er aðalvandamálið það að eina myndin sem ég fann af þessu er þannig að Pattinn minn er með opið húdd og mér er djöfullega við að senda hana út á víðavang.HaffiTopp wrote:En væri voða flott Izan ef þú gætir sett inn myndir af þessu lokaúrhleypiapparati sem þú ert að lýsa hérna að ofan.
En af því að þú baðst svo fallega og gafst mér tækifæri til að fá útrás fyrir fíflagang þá smelli ég henni á veraldarvefinn og vona að tiltekin Hafrún fyrirgefi mér það.
Myndin sýnir ekki vel hvernig búnaðurinn er uppsettur en þetta er sumsé bara rör og það eru soðnir á rörið snittbútar til að skrúfa á þá krana, ventil, hraðtengi og hvaðeina, 2 á þessar felgur en mættu vera 3.
-
- Innlegg: 29
- Skráður: 23.feb 2010, 17:11
- Fullt nafn: Baldur Örn Samúelsson
Re: Kúlulokar í felgur
Með þessari útfærslu ætti síðan vera mjög einfalt að útbúa utanáliggjandi úrhleypibúnað (svo framanlega að kúlulokinn sé í miðjunni)
Re: Kúlulokar í felgur
Að sjálfsögðu þarftu að byrja að opna húddið aðeins á pattanum fyrst það er komið amerískt ofaní, það átta sig allir á því;) hehehe nú var ég fyndinn.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur