Varð frá að hverfa í jeppaferð í dag. Allt í einu búinn að tapa kúplingunni. Allur vökvi farinn af forðabúrinu fyrir kúplingsdæluna (clutch master cylinder). Pinninn sem kúplingsþrællinn ýtir á skiptigaffalinn hékk laus og lafði í hosunni. Færslan á gafflinum alveg frí og hægt að færa hann til og frá með höndunum. Líklega brotinn skiptigaffallinn inni í kúplingshúsinu held ég. Ég þurfti að starta í gír eftir þetta og reka í gírana og keyra heim kúplingslaus niður af fjalli. Smá kúplingsvökvasmit þar sem kúplingspedalinn ýtir á kúplingsdæluna. Búin að vera að taka neðarlega þannig að það hlaut að koma að þessu.
Þetta er MMC L200 árg 1997 með 2,5 td vél. 38" bíll.
Er búinn að taka saman líklega pöntun vegna þessa á Millneroffroad sjá mynd:

En það sem mig vantar er skiptigaffallinn sjálfur þá.... Hvað kallast hann á ensku og getur einhver bent mér á svona til sölu á erlendum vefsíðum?
Kveðja
Jón