Postfrá kaos » 15.jan 2017, 12:04
Gaman að þessu. Nokkrir punktar út frá minni reynslu:
1. Framdrifin virðast vera veikasti punkturinn í þessum bílum (a.m.k. mínum, en hann er reyndar '99 módel). Ég tel mig samt vera búinn að styrkja það nægilega núna, þó það vanti meiri reynslu á það. Ég fékk stál drifhús úr yngri árgerð (þinn gæti verið fæddur með svoleiðis). Festingarnar á stálhúsinu eru pínulítið öðruvísi en á álhúsinu, svo það þarf að fá þær með eða smíða nýjar, og þurfa líka að vera traustar; það eru töluverð átök þarna. Þá eru samt eftir veikbyggðar "driflokur" innbyggðar í drifið. Til að útrýma þeim fékk ég "innmat" (sjálft mismunadrifið) úr Vitara ekki-Grand. Það þarf að vera úr einhverjum yngstu árgerðunum af þeim bílum svo rílafjöldinn á öxlunum út í hjól passi. Fékk lika handstýrðar lokur úr sama bíl sem passa beint á milli. Það má líka sleppa lokunum, sérstaklega ef þetta á að verða fyrst og fremst fjallabíll. Ef þú ert að spá í læsingar og/eða önnur hlutföll er þetta auðvitað tækifærið. Ég var eitthvað búinn að Googla læsingar, og minnir að ARB gefi ekki upp læsingar í framdrif á Grand Vitara, en las einhvers staðar að læsing í Vitara (yngstu árgerðir) passi ef þú ert tilbúinn að fórna sjálfvirku driflokunum (ekki fórn í mínum huga).
2. Hlutföll. Minn er á original hlutföllum og 33" dekkjum, og er í það hæsta með gírun. Sleppur samt til, þökk sé sex strokka vélinni og sjálfskiptingunni. Ef þú ert með aflminni vél og/eða beinskiptingu og 35" dekk, myndi ég mæla með að breyta hlutföllunum. Annar möguleiki gæti verið að breyta lágadrifshlutfallinu. Original er það 1:1,9 ef ég man rétt, en ég var einhvers staðar búinn að finna 1:4 aftermarket hlutföll. Kosta dálítið ef ég man rétt, og hjálpar ekki í þjóðvegaakstri, en þar er þörfin kannski ekki heldur eins mikil.
3. Dekk. Ég hef ekki víðtæka reynslu, en fékk minn á 33x13.5" Toyo Open Country, sem mér hefur líkað mjög vel við. Hef heyrt hér á spjallinu að þau þyki í það stífasta, en þau flöttust nú samt ágætlega með því að hleypa nógu mikið úr (2-4 pund). Ég er búinn að skipta þeim út núna, en ekki kominn með næga reynslu á nýju dekkin til að meta þau.
4. Hásingafærsla. Afturhásingunni hjá mér hefur verið hnikað örlítið aftar með því að lengja stífur, án þess þó að færa gormaskálar eða demparafestingar. Ef ætti að koma 35" þyrfti að færa hana lengra, og sjálfsagt ekki komist hjá því að færa gormaskálarnar. Ef hinsvegar það er sem mér sýnist, að þú ætlir að breyta þínum í pallbíl, þá er örugglega einfaldara að klippa inn í hurðargatið.
--
Kveðja, Kári.