Góðan daginn
Ég er með Nissan patrol 2.8 tdi árg 2000 sem er að stríða mér og vill ekki í gang skyndilega væntanlega vegna einhverra vandamála í olíufæðingu. Ég hef enga aðstöðu eða tíma til að sinna honum og vantar einhvern sem er til í að koma honum á lappir fyrir mig gegn greiðslu. Er ekki alveg til í verkstæðistaxtana fyrir svona gamlan bíl og vil því athuga hvort það sé ekki einhver hér sem hefur aðstöðu og þekkingu til að taka svona verkefni að sér.
Það kemur einnig til greina að selja hann eins og hann er með því sem fylgir honum. Set hérna upplýsingar með um bílinn. Myndir koma síðar ef einhver hefur áhuga.
Nissan Patrol árg 2000 2.8 tdi. Grænn á lit
Ekinn í kringum 230.000
óryðgaður bíll sem lítur mjög vel út, þéttur og góður. Búið að skipta um sílsa og endursprauta bíl að hluta
Leður bíll með öllu sem því fylgir og allt virkar vel.
38" AT á flottum 14" breiðum álfelgum. Lítið slitin dekk
5.42 hlutföl, orginal læsing að aftan
Aukarafkerfi með lögnum fyrir loftdælu, vinnuljós og kastara
300W inverter
Boostmælir
Afgashitamælir
Ný kúpling
Nýtt 3" púst
Nýr stýrisdempari og fóðringar í millibilsstöng
Þverbogar
Nýjar græjur og hátalarar
Spilbiti og rafmagnstengi fyrir spil framan og aftan
Nýjar hjóla og spindillegur hægra megin að framan en endurskoðun vegna hjólalega vinstra megin
að auki fylgir bílnum annar mótor með nýju heddi og nýrri túrbínu ásamt nýrri tímareim. Auka olíuverk og spíssar, notað)
Þetta er bíll sem ég er búinn að ferðast dálítið á og hef verið mjög ánægður með hann. Lenti hinsvegar í því að Sveifarás brotnaði og setti þá núverandi vél í ásamt því að ég keypti vélina sem fylgir með bílnum. Vélin sem er í bílnum núna þekki ég lítið og treysti mátulega á hana svo það sé sagt.
Nánari upplýsingar hér eða í síma 8248425
Patrol snillingur óskast
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur