Sælir félagar lennti í því að heddið fór hjá mér í pajero. Er kominn með annað hedd og búinn að herða það niður. Vandamálið er nú að þegar öll tímamerki eru rétt og reimin komin á þá er motorinn fastur ekki séns að snúa honum.
Knastásinn var færður úr gamla heddinu yfir í það nýja.
Þegar reimin er fjarlægð þá er hægt að snúa öllu.
Ef ykkur dettur eitthvað í´hug endilega deilið þetta er hálf furðulegt
4D56 Tímareimaskipti/Heddskipti
Re: 4D56 Tímareimaskipti/Heddskipti
Dettur helst í hug að eitthvað hafi misfarist í að herða ásinn niður. Losa upp á honum, skoða, setja saman aftur og fylgjast vel með að engin þvingun sé á neinu í því ferli...
Kv
Grímur
Kv
Grímur
Re: 4D56 Tímareimaskipti/Heddskipti
Sæll það er ekki ólíklegt. Fékk ekki knastásinn með nýja heddinu og það vantaði fremstu bakkan. Þegar ég færi knastásinn yfir og herði niður þá festist hann alltaf um leið og ég herti niður fremsta bakkan. Og núna er 1 cyl í toppstöðu og rocker armar þrýsta á ásinn og allt fast
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: 4D56 Tímareimaskipti/Heddskipti
geturðu snúið ef þú hefur alla stimpla fyrir miðjum strokkum? þá útilokarðu allavega að ventlar séu að snerta stimplana...
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: 4D56 Tímareimaskipti/Heddskipti
Já get það.
Re: 4D56 Tímareimaskipti/Heddskipti
Snýst allt eðlilega þar til kemur að 1 cyl ? ef svo er þá bendir nú til að bakkinn sé ok frekar fastur ventill eða brotinn ?
Re: 4D56 Tímareimaskipti/Heddskipti
Ætli fremsta legan sé ekki bara of þröng?
Spurning um að skoða clearance á henni með þar til gerðum þræði sem er settur á milli og hert saman, losað upp og skoðað hvað hann flest mikið út...
Spurning um að skoða clearance á henni með þar til gerðum þræði sem er settur á milli og hert saman, losað upp og skoðað hvað hann flest mikið út...
Re: 4D56 Tímareimaskipti/Heddskipti
Svo er pínu séns, ekki mikill samt, að hann sé boginn....
Re: 4D56 Tímareimaskipti/Heddskipti
Ingójp wrote:Sæll það er ekki ólíklegt. Fékk ekki knastásinn með nýja heddinu og það vantaði fremstu bakkan. Þegar ég færi knastásinn yfir og herði niður þá festist hann alltaf um leið og ég herti niður fremsta bakkan. Og núna er 1 cyl í toppstöðu og rocker armar þrýsta á ásinn og allt fast
Þetta er vandamálið.
Þegar þetta er smíðað eru bakkarnir fræstir til gróflega og boltaðir niður á sinn stað. Síðan er knastásgatið gegnumborað mjög nákvæmt til að fá rétta rýmd í legurnar og að sætin séu öll í sömu línu. Það þýðir aðeins bakkinn sem var á heddinu þegar það var borað passar. Ef þú tekur random bakka og boltar á heddið þá er rýmdin nær örugglega vitlaus og knastásinn situr fastur.
Re: 4D56 Tímareimaskipti/Heddskipti
Duuuh, auðvitað, ég greip ekki þetta atriði.
Bakkar verða alltaf að fara á sama stað. Ansans ólán að fá ekki bakkann með, heddið er svotil ónýtt fyrir vikið, það verður amk. að taka það af og línubora, ef það er þá gerlegt svona eftirá...
Bakkar verða alltaf að fara á sama stað. Ansans ólán að fá ekki bakkann með, heddið er svotil ónýtt fyrir vikið, það verður amk. að taka það af og línubora, ef það er þá gerlegt svona eftirá...
Re: 4D56 Tímareimaskipti/Heddskipti
Já við vorum komnir á þá niðurstöðu að bakkinn væri vandamálið. Ætla sjá hvort ég græji þetta eða finni mér annað hedd. Ef einhver á hedd eða motor þá má sá sami senda mér skilaboð annars þakka ég umræðuna
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur