37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 10
- Skráður: 20.okt 2015, 20:57
- Fullt nafn: eysteinn örn stefánsson
- Bíltegund: toyota
37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
Komiði sæl og blessuð jeppa menn sem og konur. .
Ég var að pæla með 37"12.5.15" dekk undir hiluxin minn málið er þannig að ég á 14 " breiðar stál felgur og prufaði þetta í gær.. eg er algjörlega nýr í þessu og veit ekki hvort þetta er í lagi eða ekki að setja 12.5" á14".. eg tók myndir og tapaði úr niður í 2 pund.. mæla menn að ég setji þetta frekar á 12 eða 13".. ef ég ræðst á að nota þetta á 14" í einhvern tíma hvernig er best að líma eða festa þetta við kantinn?
Mbk eysteinn
Ég var að pæla með 37"12.5.15" dekk undir hiluxin minn málið er þannig að ég á 14 " breiðar stál felgur og prufaði þetta í gær.. eg er algjörlega nýr í þessu og veit ekki hvort þetta er í lagi eða ekki að setja 12.5" á14".. eg tók myndir og tapaði úr niður í 2 pund.. mæla menn að ég setji þetta frekar á 12 eða 13".. ef ég ræðst á að nota þetta á 14" í einhvern tíma hvernig er best að líma eða festa þetta við kantinn?
Mbk eysteinn
-
- Innlegg: 269
- Skráður: 21.jan 2012, 22:15
- Fullt nafn: Hafþór Ægir Þórsson
- Bíltegund: Terrano II 36"
Re: 37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
Venjan með 12,5" breið dekk eins og t.d 33" og 35" að þá eru 10" felgur alltaf best en ég hef sjálfur prufað 11" og 12" breiðar en þá var ég á 35"
Ég var alltaf hræddur um að affelga í halla með lítið loft í dekkjum... En aðal málið er að t.d 14" breið felga á svona dekki gerir það að verkum að það er mikið álag á hliðum dekksins í venjulegum akstri...
Persónulega væri ég með 12" felgu á þessu, þá er maður safe við flestar aðstæður...
Ég var alltaf hræddur um að affelga í halla með lítið loft í dekkjum... En aðal málið er að t.d 14" breið felga á svona dekki gerir það að verkum að það er mikið álag á hliðum dekksins í venjulegum akstri...
Persónulega væri ég með 12" felgu á þessu, þá er maður safe við flestar aðstæður...
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: 37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
Þessar felgur eru líklega í það breiðasta. Ég var að vísu sjálfur með 38x14.5x15 á 15-tommu breiðum felgum en það var bara á vetrardekkjunum fyrir púðursnjóinn á austurlandi.
Er bíllinn nokkuð að rása hjá þér?
Er bíllinn nokkuð að rása hjá þér?
-
- Innlegg: 623
- Skráður: 08.mar 2010, 19:59
- Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
- Bíltegund: 4Runner '87 38''
- Staðsetning: Egilsstaðir
Re: 37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
Það er svo sem ekkert að þessu notaðu 14" br felgurnar ef þú átt þær gætir kíttað þau á með lím kítti, erum hér fyrir austan (ekki Selfoss ) á breiðum felgum og virkar vel td 46" á 22" breiðum felgum kv Heiðar
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 10
- Skráður: 20.okt 2015, 20:57
- Fullt nafn: eysteinn örn stefánsson
- Bíltegund: toyota
Re: 37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
dekkin eru frekar mjúk í hliðonum.. þannig eg er ekkert að fara stúta þeim þangað til það fer að vora þá verð eg vonandi buin að finna 12" breiðar. hvað á ég að hafa þá mikið loft í þessu í venjulegum akstri 18 pund kannski?
-
- Innlegg: 269
- Skráður: 21.jan 2012, 22:15
- Fullt nafn: Hafþór Ægir Þórsson
- Bíltegund: Terrano II 36"
Re: 37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
18-20 pund að vetrarlagi segi ég... sumri til alveg lágmark 25 annars fer þetta að slitna í köntum sem er vandamál með nánast öll jeppa dekk, svo er auðvitað minni eyðsla með meira lofti
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: 37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
Hérna er dæmi um hvernig er hægt að finna út réttan loftþrýsting til að aka á;
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=5&t=19892&p=109848
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=5&t=19892&p=109848
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 10
- Skráður: 20.okt 2015, 20:57
- Fullt nafn: eysteinn örn stefánsson
- Bíltegund: toyota
Re: 37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
Þakka kærlega fyrir góða aðstoð.. dekkin eru ekki enn öll 4 komin undir var að máta.. En hvað segiru ef hann rásar mikið á þessu þá hvað..
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: 37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
Elephant wrote:Þakka kærlega fyrir góða aðstoð.. dekkin eru ekki enn öll 4 komin undir var að máta.. En hvað segiru ef hann rásar mikið á þessu þá hvað..
Í einni umræðu um breiðar felgur hjá Ferðaklúbbnum 4X4 kom fram að ef dekk voru á mjög breiðum felgum þá áttu þeir til að vera eitthvað lausari að framan. Þar var að vísu um að ræða 46-tommu dekk og eitthvað um 20-tommu felgur.
Re: 37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
Þetta lítur ekkert smá vel út og er ekkert annað en passlegt :)
Eina sem þú þarft að vera vakandi yfir hvort þetta sé laust á felgunum
fylgstu vel með á hvaða þrýstingi dekkinn smella á (yfir kantinn) þegar þú ert að pumpa í í fyrsta skipti, ef það er yfir 30 psi þá ertu nokkuð safe.
um 20 psi fokk it.
um 10 - 15 psi vonlaust kemur aldrei til með að tolla á felgunum undir lágum þrýstingi...
Eina sem þú þarft að vera vakandi yfir hvort þetta sé laust á felgunum
fylgstu vel með á hvaða þrýstingi dekkinn smella á (yfir kantinn) þegar þú ert að pumpa í í fyrsta skipti, ef það er yfir 30 psi þá ertu nokkuð safe.
um 20 psi fokk it.
um 10 - 15 psi vonlaust kemur aldrei til með að tolla á felgunum undir lágum þrýstingi...
Pajero 2.8 44"
Ford Fiesta
Jónas Fr.
Ford Fiesta
Jónas Fr.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: 37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
Athyglisverður mælikvarði Jónas. Ég mun fylgjast með þessu hjá mér í framtíðinni, þetta er augljóst þegar maður fattar að horfa eftir því :)
Eysteinn endilega settu inn á hvaða þrýstingi þetta smellur uppá. Ég færi samt í 12" breiðar felgur, kannski afþví að ég bý á Vesturlandi en ekki Austurlandi :)
Eysteinn endilega settu inn á hvaða þrýstingi þetta smellur uppá. Ég færi samt í 12" breiðar felgur, kannski afþví að ég bý á Vesturlandi en ekki Austurlandi :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: 37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
Sæll ég mundi mæla með 12" breiðum felgum. Mér finnst þetta persónulega. En eins og menn vita er ég alltaf að prufa hitt og þetta og kemst svo að einnhverri niðurstöðu sem þarf ekki að vera sú rétta.En radialdekk sem eru með sólabreidd 12 til 14 " virka betur á 11 til 12" breiðum felgum en 14 til " 15" breiðum felgum. Tek fram að þetta er bara það sem mér finnst og eru engin geymvísindi.Gat ekki séð mun í floti hvort ég var með 12 eða 14" breiðar felgur en fannst safnast meira fyrir framan sömu dekk á 14" breiðum felgum sérstaklega upp í móti í mjúkum snjó. Tilraun gerð sama dag á sama bíl og sömu brekku
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 10
- Skráður: 20.okt 2015, 20:57
- Fullt nafn: eysteinn örn stefánsson
- Bíltegund: toyota
Re: 37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
Já þá óska ég kannski hér með eftir 12" felgum þessvegna í skiptum fyrir mínar 14..ætla reyna koma dekkjunum undir í dag eða á morgun. . Ég læt vita hvernig fer. .☺
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 10
- Skráður: 20.okt 2015, 20:57
- Fullt nafn: eysteinn örn stefánsson
- Bíltegund: toyota
Re: 37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
Svona endaði þetta hjá mér.. setti dekkin undir á 12" felgur.. kemur í ljós hvernigetta virkar í snjó.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: 37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
Hvað þurftiru mikinn þrýsting til að sprengja þau á felgukantinn þegar þú varst að pumpa í?
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 10
- Skráður: 20.okt 2015, 20:57
- Fullt nafn: eysteinn örn stefánsson
- Bíltegund: toyota
Re: 37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
það small upp á í 33-34 pundum..:)
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: 37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
Þarft að taka fram það sem skiptir öllu máli, hvort notuð var var sápa eða eitthvað annað þegar dekkið var sett á felgu.
Getur munað mjög miklu hvernig þetta var gert.
Getur munað mjög miklu hvernig þetta var gert.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 10
- Skráður: 20.okt 2015, 20:57
- Fullt nafn: eysteinn örn stefánsson
- Bíltegund: toyota
Re: 37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
Því var smellt á með Hring engin sápa. Engin þétti drulla bara felgu lím.. svart felgu lím..
Annars aðeins um þessi dekk. Þau eru míkróskorin alveg yfir og gripið er virkilega gott í hálku mjög mjúk og gott að keyra.. Hef ekki enn prufað þungt færi í snjó og tappað úr.. Kem til með að prufa það á næstunni..
Kv eysteinn
Annars aðeins um þessi dekk. Þau eru míkróskorin alveg yfir og gripið er virkilega gott í hálku mjög mjúk og gott að keyra.. Hef ekki enn prufað þungt færi í snjó og tappað úr.. Kem til með að prufa það á næstunni..
Kv eysteinn
Re: 37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
Er komin einhver reynsla á þessi dekk í snjó?
Ætli flotið sé mikið minna en í 38" GH?
Er mjög spenntur fyrir þessum dekkjum, eru á fínu verði en er smá smeykur við gæðin í Nankang, hef séð fólksbíladekk morkna allt of fljótt
Ætli flotið sé mikið minna en í 38" GH?
Er mjög spenntur fyrir þessum dekkjum, eru á fínu verði en er smá smeykur við gæðin í Nankang, hef séð fólksbíladekk morkna allt of fljótt
-
- Innlegg: 623
- Skráður: 08.mar 2010, 19:59
- Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
- Bíltegund: 4Runner '87 38''
- Staðsetning: Egilsstaðir
Re: 37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
Sælir er komin einhver reynsla á þessi dekk hjá þér í snjó, hef heyrt að þau virki vel á stóru pikkana sem heilsársdekk
kv Heiðar Brodda
kv Heiðar Brodda
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: 37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
Þessi dekk kosta í dag 33.303kr stykkið á meðan AT405 kosta 117.578kr stykkið. Það er næstum fjórfaldur verðmunur, reyndar er AT stærra dekk en KOMMÓN!
Þrælgott verð og mér finnst líklegt að ég kaupi svona dekk nú á vormánuðum. En ég ætla samt að hinkra aðeins eftir costco og sjá hvað fæst þar!
Þrælgott verð og mér finnst líklegt að ég kaupi svona dekk nú á vormánuðum. En ég ætla samt að hinkra aðeins eftir costco og sjá hvað fæst þar!
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: 37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
Standa þessi dekk alveg 37" og hver er með umboðið ?
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: 37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
villi58 wrote:Standa þessi dekk alveg 37" og hver er með umboðið ?
Minnir að Sólning sé með þetta, og ég heyrði af tilboði upp á 120 þúsund (4X4 afsláttur) komið undir.
Re: 37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
Þú verður að halda áfram að dæla í okkur fróðleik um þessi dekk.... hvernig er að keyra á þeim og hvort það sé mikill hávaði í þeim og svonna...
Ég er alveg djöfulli spenntur fyrir þessum dekkjum.... og eins og Elli var að benda á hérna ofar með verðið... miklu flottara en er á 38" dekkjum.
Finnst þau líka ekki virka eitthvað stíf og skurðarskífuleg eins og mörg 37" dekk hafa verið og munstrið er flott.
En spurning hvort að Costco komi með einhver dekk í svona fullorðins-stærðum
Ég er alveg djöfulli spenntur fyrir þessum dekkjum.... og eins og Elli var að benda á hérna ofar með verðið... miklu flottara en er á 38" dekkjum.
Finnst þau líka ekki virka eitthvað stíf og skurðarskífuleg eins og mörg 37" dekk hafa verið og munstrið er flott.
En spurning hvort að Costco komi með einhver dekk í svona fullorðins-stærðum
Nissan Patrol 350tbi Chevy
Chevy Camaro Lt1
Chevy Camaro Lt1
Re: 37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
Býsna álitleg dekk bara, og fara mikið betur á 12" felgu en 14" af myndunum að dæma, það er alltaf betra fyrir belginn að fá að gúlpa út frekar áreynslulaust heldur en að kikna einhvernveginn lóðrétt.
Þessi verðmunur er svaaakalegur miðað við AT...38tomman er klárlega betra dekk og meira, en kommon!
Flott að fá svona nýtt viðmið í verðlagningu á markaðinn.
Þessi verðmunur er svaaakalegur miðað við AT...38tomman er klárlega betra dekk og meira, en kommon!
Flott að fá svona nýtt viðmið í verðlagningu á markaðinn.
Re: 37" 12.5 á 14" breiða. Vantar fróðleik
Sælir,
Er með þessi dekk undir 91 Ford Ranger og er alveg hæstánægður. Fór ferð á Vestfirðina á sumardaginn fyrsta og þar keyrðum við í þungu færi og bíllinn hjá mér var ekki að fljóta ver en 38 tommu Trooperar sem voru með í ferðinni. Reyndar lenti ég í vandræðum í förum eftir þá en þegar ég fór að keyra við hliðina og búa til mín eigin för þá gekk allt eins og í draumi. Mynstrið er nokkuð gróft og þarf að vara sig á því að spóla sig niður í snjó.
Við keyrðum líka um vestfirska hágæða malarvegi og þá setti ég dekkin í 14 pund og virkuðu þau mjög vel. Dekkin eru mjög mjúk og meðfærileg og fjaðra mjög vel í 14 pundum.
Ég er með dekkin á 12 tommu breiðum felgum og lenti í að affelga tvisvar en það er mér að kenna þar sem ekki er neinn kantur að ráði á felgunum og ég gleymdi að láta líma dekkin á felgurnar þegar ég setti þetta undir. Var komin í 3 pund þegar ég affelgaði og var að hjakka í miklum hliðarhalla í fyrra skiptið og svo lenti ég harkalega ofan í hjólförum í seinna skiptið sem ég affelgaði.
Kv. Vignir
Er með þessi dekk undir 91 Ford Ranger og er alveg hæstánægður. Fór ferð á Vestfirðina á sumardaginn fyrsta og þar keyrðum við í þungu færi og bíllinn hjá mér var ekki að fljóta ver en 38 tommu Trooperar sem voru með í ferðinni. Reyndar lenti ég í vandræðum í förum eftir þá en þegar ég fór að keyra við hliðina og búa til mín eigin för þá gekk allt eins og í draumi. Mynstrið er nokkuð gróft og þarf að vara sig á því að spóla sig niður í snjó.
Við keyrðum líka um vestfirska hágæða malarvegi og þá setti ég dekkin í 14 pund og virkuðu þau mjög vel. Dekkin eru mjög mjúk og meðfærileg og fjaðra mjög vel í 14 pundum.
Ég er með dekkin á 12 tommu breiðum felgum og lenti í að affelga tvisvar en það er mér að kenna þar sem ekki er neinn kantur að ráði á felgunum og ég gleymdi að láta líma dekkin á felgurnar þegar ég setti þetta undir. Var komin í 3 pund þegar ég affelgaði og var að hjakka í miklum hliðarhalla í fyrra skiptið og svo lenti ég harkalega ofan í hjólförum í seinna skiptið sem ég affelgaði.
Kv. Vignir
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir