Sæli félagar.
Margt hef ég brasað í bílum en aldrei átt við drif.
Mismunadrifið er farið í Korando og mig langar að spyrja ykkur út í það.
Ég ætla að taka drifköggulinn úr og skipta um hann eða tannhjólin sem eru farin (litlu mismunadrifs hjólin).
Þegar ég losa klafana á þetta að liggja laust sýnist mér, en þarf ég ekki að losa um öxlana og draga þá út svo
þetta sé hægt ?
Kveðja, Garðar
[img]drif.jpg[/img]
1997 Korando afturdrif
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: 1997 Korando afturdrif
Ef þetta er að aftan er þá ekki dana 44 hásing þar í korando?
Ef svo er þá þarftu að taka dælur og diska af og losa svo 4 bolta/rær sem halda öxlunum í og draga þá ca.15 cm út.
Þá getur þú tekið lokið af drifinu og losað legu bakkana og tekið drifköggulinn úr til að skipta út mismunadrifs hjólunum.
Passa svo að herða bakkana aftur í rétt mál.
Ef svo er þá þarftu að taka dælur og diska af og losa svo 4 bolta/rær sem halda öxlunum í og draga þá ca.15 cm út.
Þá getur þú tekið lokið af drifinu og losað legu bakkana og tekið drifköggulinn úr til að skipta út mismunadrifs hjólunum.
Passa svo að herða bakkana aftur í rétt mál.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: 1997 Korando afturdrif
Sæll.
Jú þetta er dana 44.
Mig grunaði þetta. Ég á samskonar drif úr Musso, er ekki í lgai að skipta bara um köggulinn ( taka úr Musso og setja í Korando ? )
Jú þetta er dana 44.
Mig grunaði þetta. Ég á samskonar drif úr Musso, er ekki í lgai að skipta bara um köggulinn ( taka úr Musso og setja í Korando ? )
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: 1997 Korando afturdrif
Ef það er ekkert að kambi og pinjón þá skaltu ekki skipta, Annars þarftu að stilla nýja drifið inn (láta kamb og pinjón grípa rétt saman) og það er leiðinda vesen sem maður gerirekki nema legur séu farnar eða kambur og/eða pinjón skemmdir.
Það er líka möguleiki að þú getir skipt um litlu hjólin án þess að taka drifið úr. Fyrst þarf að draga öxlana út eins og var sagt hér að ofan. Síðan er pinnin sem heldur litlu hjólunum losaður (það er yfirleitt reksplitti þvert á hann) og ef það er hægt að slá hann aðeins af stað inn á við, og snúa kögglinum í hálfhring og draga svo pinnan út þá er yfirleitt hægt að ná tannhjólunum úr.
Það er líka möguleiki að þú getir skipt um litlu hjólin án þess að taka drifið úr. Fyrst þarf að draga öxlana út eins og var sagt hér að ofan. Síðan er pinnin sem heldur litlu hjólunum losaður (það er yfirleitt reksplitti þvert á hann) og ef það er hægt að slá hann aðeins af stað inn á við, og snúa kögglinum í hálfhring og draga svo pinnan út þá er yfirleitt hægt að ná tannhjólunum úr.
Re: 1997 Korando afturdrif
Kærar þakkir fyrir þessar upplýsingar.
Hvar heldurðu að sé best að fá tannhjólin ?
Hvar heldurðu að sé best að fá tannhjólin ?
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: 1997 Korando afturdrif
djassisti wrote:Kærar þakkir fyrir þessar upplýsingar.
Hvar heldurðu að sé best að fá tannhjólin ?
Ef þau finnast ekki á partasölum mætti athuga hjá Bílabúð Benna.
Re: 1997 Korando afturdrif
Ég talaði við partasala en hann átti bara köggulinn heilann og sagði:
"það er ekkert mál að skipta um mismunadrifið , þarft ekki að stilla aftur , tekur stilli skinnurnar af gamla og setur eins á nýja drifið"
Er þetta tilfellið ?
"það er ekkert mál að skipta um mismunadrifið , þarft ekki að stilla aftur , tekur stilli skinnurnar af gamla og setur eins á nýja drifið"
Er þetta tilfellið ?
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: 1997 Korando afturdrif
Ég myndi ekki taka sénsinn á því án þess að mæla bakslagið í drifinu og skoða tökuna. Er ekki hægt að skipta um hjólin í mismunadrifshúsinu?
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: 1997 Korando afturdrif
Skipta um mismunadrif já, færir kambinn á milli, svo kambur og pinjón haldist áfram saman
Svo er nú lágmark að allavega skoða tannbitið og bakslag, bara til að vera viss, þá er hægt að fínstilla eftir þörfum
ath. þetta miðast allt við að allar legur séu í lagi
Svo er nú lágmark að allavega skoða tannbitið og bakslag, bara til að vera viss, þá er hægt að fínstilla eftir þörfum
ath. þetta miðast allt við að allar legur séu í lagi
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: 1997 Korando afturdrif
Er smíðin á mismunadrifunum það nákvæm að hliðarstillingin á kambinum breytist ekkert þegar þeim er víxlað? Spyr sá sem ekki veit.
--
Kveðja, Kári.
--
Kveðja, Kári.
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: 1997 Korando afturdrif
það er einmitt málið, ég myndi ekki þora að stóla á það, enda gera 0.10mm stilliskífur oft gæfumun þegar verið er að stilla saman
aðalmálið er að mæla þetta til að geta haft áhyggjur af því ;)
aðalmálið er að mæla þetta til að geta haft áhyggjur af því ;)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: 1997 Korando afturdrif
Ef legur eru í lagi þá er minna mál að færa bara mismunadrifshjólin á milli keisinga það getur verið erfitt að ná legunum heilum af,hvað þá ef það þarf að gera það nokkrum sinnum til að stilla inn ef takan er ekki rétt.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: 1997 Korando afturdrif
Takk fyrir allar þessar upplýsingar.
Mér sýndist rétt að skipta þá bara um hjólin,
annað virðist vera í lagi.
Mér sýndist rétt að skipta þá bara um hjólin,
annað virðist vera í lagi.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur