Er einhver sem getur aðstoðað mig með eftirfarandi vandamál?
Ég er með Patrol Y60 2,8 TD en það lekur dísilolía út úr olíuverkinu á honum. Sami hlutur gerðist í fyrra en þar sem ég átti bilaða vél þá skipti ég um olíuverkið. Og nú er sem sagt sami hlutur kominn upp aftur.
Hann lekur bara þegar hann er í gangi. Ég margprófaði að blása alla olíu í burtu og fylgjast með hvaðan hún kemur. Ég sé ekki betur en olían komi út um samskeyti á olíuverkinu. Ég fann mynd af svona olíuverki á netinu og merkti inn á hana leka staðinn. Ég man ekki betur en gamla olíuverkið hafi lekið á svipuðum stað.
Er einhver sem veit hvað er að gerast og hvernig er hægt að laga það?
Díselolíuleki í Patrol
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur