elliofur wrote:Airflow gefur merki 0-5v eins og hinir skynjararnir til að segja tölvunni hvað loftmagnið er mikið. Vélin gengur þó þú takir hann úr sambandi eða að hann sé bilaður, tölvan fær hinsvar ekki rétt merki og gefur ekki rétt magn af olíu. Hljómar kunnuglega? :)
Er í raun nákvæmlega þetta sem er í gangi en alltaf á sama snúníng sem hann hættir að gefa olíuna, 2000sn.
ég var alveg á því fyrst að þetta væri loftflæðiskynjarinn en lika skynjarinn í spýssnum því hann á að virka á
svipuðum snúning þannig þetta gerir þetta ennþá leiðinlegra að finna út hvað þetta getur verið sem er að.
útí í heimi hafa menn lennt í nákvæmlega sama hlutnum en einginn var sem sömu útkomuna á vandræðinu
einn var með að spýssinn var ónýtur og skipti um hann og allt var í orden eftir það
einn var með að loftflæðiskynjarinn var ónýtur
og svo sá þriðji skipti um allt sem hægt var að skipta um þar á meðal tölvuna sjálfa og á endanum fann
hann það út að það var komið mikró gat á hosu uppvið intercooler, sem segir mér það að þetta tölvu rusl
er handónýtt það má ekkert vera að þá fer hann í limp móde!
svarti sambo wrote:elliofur wrote:Ertu ekki eitthvað að við gamlat mekkaníst verk Elías? Þetta er tölvustýrt, meira að segja á mínum tölvustýrða terrano var ekki boost sensor (MAP (Manifold Air Pressure)) fyrir tölvuna (alveg 100% á hreinu) þannig að tölvan hafði ekki hugmynd um boost pressure í rauntíma. Mér fannst það mjög skrýtið.
Elli. Gömlu vélarnar voru með slöngu á milli soggreinar og membru á verki, enn tölvustýrðu vélarnar eru með þrýstiskynjara. Allavega eru Volvo Penta tölvu bátavélarnar, með bæði loftflæði og hitanema í sama skynjaranum, ásamt þrýstinema í soggrein ( boost sensor ). Við búum til túrbínuþrýstinginn, með olíunni. En ekki bara með loftflæðiskynjaranum. Ef að ég hef skilið þessa fræði rétt, þá er loftflæðiskynjarinn, til að auka nýtinguna úr olíunni. Ná niður eyðslu. Ég er búinn að stúta tveimur loftflæðiskynjurum, í mínum Terrano, og ég hef alltaf getað náð honum upp á snúning, en hann verður vita máttlaus. Ég hef svo sem aldrei skoðað það, hvort að það sé þrýstiskynjari á soghlutanum, í terrano. Þessar dísel vélar hafa ekkert breyst í grunnin, þó svo að það sé komin tölva. Þær vinna ennþá á sama lögmálinu, eða allavega þessar vélar sem ég er að umgangast alla daga. Þó svo að það sé komið fullt af allavega rusli, til að bila og fá fleiri hestöfl.
Ég er búinn að stinga hausnum bakvið mótorinn og þreyfa eftir einhverjum þrýstings skynjara á inntakinu það er nefnilega
engin slanga frá turbinu inná inntak né frá einhver slanga frá olíuverkinu bara tölvu vírkar tvö plögg, ég tengdi sjálfur boost
mælir inná turbinu með að skera þessa einu slöngu sem var á turbinunni sem var tengd frá inntaki turbinu yfir á wastegateið
og setja "T" stikki á milli og slöngu inní bíl.
Ég skildi það nefnilega ekki sjálfur hvernig gat olíuverkið vitað hve mikill þrýsting turbinan væri að blása til að vega á móti
með diesel olíu en þá á vist þessi skynjari í spýssinum að koma sterkur inn einhvernveginn sem ég skil heldur ekki hvernig
á hann að vita eitt né neitt nema að olíuverkið gefi fullan þrýsting inná spýssana þá á þessi skynjari í spýssinum að gefa boð
í tölvuna þannig þetta er allt farið að snúast að loftflæðiskynjaranum aftur hjá mér ef að hann nær ekki að nema loft magnið
inná mótorinn þá gefur tölvan ekki rétt boð í olíuverkið og olíuverkið opnar sig ekki eins og það á að gera.....