Off road hjólhýsi

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Off road hjólhýsi

Postfrá ivar » 16.feb 2015, 18:30

Jæja, þá er ég að leggja af stað með næstu dellu.
Vantar gott smíðaverkefni næsta árið eða svo og það er of dýrt að fara í að endurnýja jeppan að svo stöddu þannig að ég hef ákveðið að ráðast í smíði á hjólhýsi.

Hjólhýsið þyrfti að sjálfsögðu að komast allt það sem ég ætla mér að ferðast, til að byrja með innanlands og um hálendið, en síðar meir erlendis sömuleiðis.
Fyrst þurfti að komast að því hvernig "floor plan" ætti að vera. Eftir nokkrar rúllur af málningar tape-i var ég orðin nokkuð sáttur.
Tillaga á gólf.jpg
Dugar ekkert annað en raunstærð
Tillaga á gólf.jpg (54.42 KiB) Viewed 6655 times


Næst er að ákveða hvernig á að smíða hjólhýsið og hef ég skoðað ýmislegt á netinu en finnst ástralinn vera með skemmtilegustu lausnirnar.

Þá er komið að þeim kafla þar sem mig langar að sækjast í viskubrunna ykkar.
Tillaga mín er að smíða galvaniseraða stálgrind c.a. 150mm háa skúffu undir allan vagninn en hafa svo ramman á vagninum sjálfum úr áli.
Festingar yrðu ekkert með ólíku móti en body á bíl, með gúmmípúðum.
Ramminn á húsinu datt mér í hug að vær með 80*40*4mm ál í botninn en annað burðarvirki yrði 40*40*4 eða 50*50*4 eftir því hversu þykka einangrun verður. Þarf samt eh veginn að reyna að passa uppá kuldabrýr og því getur verið að þetta væri best sem skúffa en ekki prófíll.
Draft að grind1.jpg
Tilaga að ytra útliti
Draft að grind1.jpg (67.58 KiB) Viewed 6655 times

Ál burðarvirki, styrofoam, álklæðning að utan allan hringinn, botn og þak en eh smá hlýlegra að innan.
31" dekk á sjálfstæðri fjöðrun svipaðri þeirri sem verið er að græja þarna fyrir neðan okkur.

Ýmis önnur atriði sem mig langar að deila er að ekkert gas yrði heldur gólfhiti með lokuðu kerfi og olíumiðstöð, lítil diesel rafstöð til að elda með og hlaða batterí eftir þörfum.
Hólfið fremst er ætlað sem rými fyrir olíumiðstöð, rafstöð og geyma ásamt ýmsu öðru sem maður vill ekki hafa inni hjá sér.

Hvað finnst mönnum um þetta? Er þetta allt í ruglinu eða er ég eh staðar á réttri leið með þetta.




haffij
Innlegg: 174
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Off road hjólhýsi

Postfrá haffij » 16.feb 2015, 19:13

Ertu viss um að þú sért til í að vera stöðugt í pústfýlunni og hvininum af dieselmiðstöðinni sem á að halda hita á þessu hjá þér?

Hefurðu skoðað sambyggðu loft og vatnshitarana frá truma? Gas, 12 og 230 volta tæki sem ganga svo gott sem hljóð og lyktarlaust?

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Off road hjólhýsi

Postfrá Startarinn » 16.feb 2015, 19:15

Ég hef enga reynsu af svona smíði, en mér finnst þetta metnaðarfullt plan sem væri gaman að fylgjast með ;)
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Off road hjólhýsi

Postfrá ivar » 16.feb 2015, 19:27

haffij wrote:Ertu viss um að þú sért til í að vera stöðugt í pústfýlunni og hvininum af dieselmiðstöðinni sem á að halda hita á þessu hjá þér?

Hefurðu skoðað sambyggðu loft og vatnshitarana frá truma? Gas, 12 og 230 volta tæki sem ganga svo gott sem hljóð og lyktarlaust?


Diesel miðstöðin í jeppanum er mjög hljóðlát þegar það er komið á hana hljóðkútur og loftsía. Er með Truma 4kw vatns/lofthitara í fellihýsinu hjá mér í dag og er ekki alveg nægilega ánægður með það.
Fyrir það fyrsta er hiti sem kemur með loftblástri þurr og leiðinlegur auk þess að vera langt í frá hljóðlaus en vissulega engin læti í honum
Annað er að það er c.a. 5x dýrara að kynda með gasi en olíu og að lokum ef ég losna alfarið við gas er ég líka laus með mögulegan gasleka sem er kostur.

Hinsvegar eru þetta akkúrat kommentin sem ég vil fá og endilega benda á ágalla á þessu og ræða það út til að komast að því besta sem er í boði.

Rafstöðin yrði að sjálfsögðu bara í gangi þegar mann vantar hleðslu eða er að elda.


haffij
Innlegg: 174
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Off road hjólhýsi

Postfrá haffij » 16.feb 2015, 20:46

Ég er sjálfur með bíl með bæði dísel miðstöð og dísel lofthitara. Mér finnst bölvuð fýla af þessu þegar þetta er í gangi. Ég myndi held ég ekki vilja sitja í lyktinni af þessu ef svo ólíklega vildi til að ég væri í blankalogni á náttstað.

Ég hef heyrt það að olíumiðstöðvar séu ekki leyfðar á tjaldstæðum í útlöndum. Það er kannski eitthvað sem þú ættir að skoða ef planið er að leggja lönd undir hjól með þetta.

Ég vona að þú verðir duglegur við að uppfæra þennan þráð þegar þú byrjar að smíða. Þetta hljómar eins og metnaðarfullt verkefni.


HummerH3
Innlegg: 182
Skráður: 12.apr 2014, 10:49
Fullt nafn: Einar Evensen
Bíltegund: Hummer h3

Re: Off road hjólhýsi

Postfrá HummerH3 » 16.feb 2015, 21:41

Ég er til í að ferðast með þér til útlanda þar sem hjólhýsi og ferðamenska er mitt aðal áhugamál.(smily)......ps. ég er sammála þú fengir aldrei frið á campstöðum með grútarbrennarann. 10kg kútur af gasi dugar mér marga tugi nótta í mínu hjólhýsi og borga ég 4.500kr fyrir fyllingu á hann. Hvað með viðar caminu? Þær eru furðulega vinsælar þarna úti og enginn virðist á móti þeim..svo með rafmagn þá er sólarsellur og dc-ac converter og hibrit vindmilla málið. Ég er með led í öllu hjá mér og þarf ég ekki að komast í hleðslu nema á viku fresti. Nema náttúrulega tv-ið eftir að ég setti upp gérfihnattadiskinn..en gangi þér vel og ég á ýmislegt dót til í svona ef þú þarft. Kveðja Einar


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Off road hjólhýsi

Postfrá ivar » 16.feb 2015, 22:01

Sæll Einar.

Það væri bara gaman að fara erlendis með vönum aðila.
Til að vera hreinskilinn á tímasetningu með það þá væri ég að hugsa um sumarið 2017.

Góð ábending hjá ykkur að tjaldstæði erlendis banni diesel brennarana. Er það sama með bensín? Aðeins dýrara í rekstri en ódýrari rafstöð á móti. Ætti að vera minni lykt af því og púströrið getur í öllum tilfellum verið leitt upp á þak.

Kannski er ég svona fælinn á gasið útaf fellihýsinu en þar kostar kvöldið og nóttin mig c.a. 1000-1500kr en það er m.v 20-23°c og útihiti kannski 2-5°c. Sennilega væri það ódýrara í vel einangruðu hjólhýsi þó svo að rýmið sé stærra.
Hinsvegar óháð brenslumiðli þá vil ég ekki lofthitara. Ofnar eða gólfhiti ef ég finn góða leið til að regla hitann á webasto niður í c.a. 35°C

Einar þegar ég kemst aðeins lengra í þetta vantar mig fullt fullt af hlutum enda á ég ekkert í þetta.

40 vs 50 mm einangrun?

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Off road hjólhýsi

Postfrá ellisnorra » 16.feb 2015, 22:39

Þetta eru snilldar pælingar. Ég er að fara að stað með sama pakka, nema ég er kominn með kassann í hlað, gömul 11 metra löng rúta (10 metrar á lengd að innanmáli frá aftanverðu stýrishjóli og afturí, 2.33 að breidd að innanmáli)
Er einmitt að fara að leysa öll þessi sömu vandamál fyrir utan að ég þarf ekki að smíða kassann :)
http://www.jeppafelgur.is/


HummerH3
Innlegg: 182
Skráður: 12.apr 2014, 10:49
Fullt nafn: Einar Evensen
Bíltegund: Hummer h3

Re: Off road hjólhýsi

Postfrá HummerH3 » 16.feb 2015, 23:00

Áður en ég fékk mér það hjólhýsi sem èg á í dag. Hobby 560. Var ég búinn að hugsa um að smíða stírófóm kassa ofan á grind en eftir nánari útreikninga sá ég að það yrði einsog 2 hobby hjólhýsi einsog það sem ég á í dag..stírófóm plöturnar voru 10þùs hver fermeter og hver gluggi um 80þús og svo allt innréttingagumsið og rafkèrfi..ég endaði á þessu hobby sem ég er með upphækkað og flúttar við bílinn minn á 35tommunni og dreg ég það hvert sem hugann gyrnirst. Èg veit ekki með svona heimabrugg og hversu góður þú ert í höndunum og hvað þú gétur gèrt en ég myndi alvarlega skoða hjólhýsi sem þú gætir hækkað upp og farið að nota strax..ég nota mitt allan ársins hring og dreg það upp um hóla og hæðir...eina vandamálið mitt er eldsneytis kosnaðurinn sem er að ganga frá mér enda dregið tugi þúsunda km á ári.


Bad
Innlegg: 19
Skráður: 19.aug 2013, 15:15
Fullt nafn: Bjarni Rúnar Jónsson
Bíltegund: Isuzu

Re: Off road hjólhýsi

Postfrá Bad » 17.feb 2015, 00:53

Þú skalt skoða vel hvernig er með skráningu, gæti borgað sig að fá skráningu af tjónuðu eða gömlu hjólhýsi. Heyrði eitthvað af því að þú þurfir að skila inn vinnuskýrslum og virðisaukaskatti af vinnunni við að smíða svona nýsmíði annars er það áætlað. Minnir að einhver annar hér á síðunni hafi lent í því, allavega rétt að kynna sér það áður enn hafist er handa.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Off road hjólhýsi

Postfrá svarti sambo » 17.feb 2015, 04:39

Líst vel á þessa hugmynd, en spurning hvort að kostnaðurinn færi ekki úr böndunum. Held ég myndi frekar finna mér hentuga stærð af tilbúnu hýsi og breyta því svo í offroad. Minnir að pólar hýsin séu vel einangruð og séu hugsuð sem heilsárs hýsi frá framleiðanda. spurning með aðra hluti í því, þekki það bara ekki. Varðandi raforkuna, þá myndi ég sennilega bara raða nokkrum sellum á toppinn og reyna svo bara að vera með litla rafstöð sem neyðar orkugjafa. Þó að gasið sé hættulegt, þá þarf það ekki að vera það og er sennilegast þægilegasti kyndingar kosturinn. Gasið leitar alltaf niður og er eðlisþyngra en súrefni. Ef maður er bara með fleiri en einn gaskynjara í hýsinu, þá er maður nokkuð save, og getur testað þá reglulega. Einnig ef frágangur á gaslögnum er réttur, þá þarf ekki að hafa svo miklar áhyggjur af því. Ég held að það sé alveg sama hvað búnað menn eru með, það geta alltaf orðið óhöpp. Ég lenti t.d. í því á einu tjaldstæðinu í sumar að spennan fór uppí 440V inná hýsið mitt og brenndi alla spenna í því. Fékk það að vísu bætt, en það er alltaf ákveðið tilstand sem fylgir svona veseni, sem er ekki bætt. Þessir spennar eru undir hjónarúminu í mínu hýsi og hefðu getað kveikt í okkur, ef varnarbúnaðurinn hefði ekki slegið út, þar sem þetta gerðist um nótt.

Sniðugar rafstöðvar: http://rotor.is/web/?&OZON=Z3JvdXA9MTg0MQ==
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Off road hjólhýsi

Postfrá ivar » 17.feb 2015, 09:38

HummerH3 wrote:Ég endaði á þessu hobby sem ég er með upphækkað og flúttar við bílinn minn á 35tommunni og dreg ég það hvert sem hugann gyrnirst. Èg veit ekki með svona heimabrugg og hversu góður þú ert í höndunum og hvað þú gétur gèrt en ég myndi alvarlega skoða hjólhýsi sem þú gætir hækkað upp og farið að nota strax..ég nota mitt allan ársins hring og dreg það upp um hóla og hæðir...eina vandamálið mitt er eldsneytis kosnaðurinn sem er að ganga frá mér enda dregið tugi þúsunda km á ári.


Sæll.

Þetta er áhugaverður punktur. Ég er ekki að byggja hjólhýsi til að spara peninga heldur til að fá sterkbyggðara hús. Þegar ég hef skoðað þessi hjólhýsi sem eru á markaðnum virðist þetta almennt vera smíðað úr afgangs innpökkunartimbri með fallegu útliti.
Hinsvegar ef þú hefur reynslu af því að ferðast með hús um hálendið væri það skoðandi.
Myndi segja að hér á landi væri góður mælikvarði að geta keyrt sprengisand á 60-80km/h (á beinum köflum) og farið yfir gæsavatnaleið. Ef Hobby hús á púðum þolir slíka meðferð þarf ég að gera mér ferð þangað að skoða.


Smári Kristjáns
Innlegg: 21
Skráður: 22.mar 2012, 13:29
Fullt nafn: Smári Kristjánsson

Re: Off road hjólhýsi

Postfrá Smári Kristjáns » 17.feb 2015, 10:24

Sælir finnst rétt að benda þér og öðrum auðvitað líka á olíuofna frá Wallas sem rótor í Hafnarfirði flytur inn,er búinn að vera með svoleiðis 4kw ofn í 65 m2 sumarhúsi í 1 og 1/2 ár sem gengur stöðugt yfir veturinn og þvílík græja sem þetta er,engin lykt og ekkert hljóð,allt annað enn helvítis gasið.

User avatar

jongi
Innlegg: 12
Skráður: 04.feb 2012, 23:26
Fullt nafn: Jón Gísli Óskarsson
Bíltegund: Toyota LC90

Re: Off road hjólhýsi

Postfrá jongi » 17.feb 2015, 18:09

Hvernig væra að kaupa hús og styrkja upprenalegu grindina, smíða nýa fjöðrun og setja á það exoskeleton. Á hana má svo setja auka hluti eins og kistur, tanka, varadekk o.s.f
Það væri klárlega groddalegt að sjá en þá losnar þú við svakalega vinnu við að ganga frá innréttingum, miðstoð, rafkerfi, salerni, eldunaraðstöðu


http://bringatrailer.com/2014/02/26/meg ... og-camper/

User avatar

Þráinn
Innlegg: 90
Skráður: 02.mar 2011, 19:34
Fullt nafn: Þráinn Ársælsson
Bíltegund: Chevrolet K2500
Staðsetning: Vík í Mýrdal
Hafa samband:

Re: Off road hjólhýsi

Postfrá Þráinn » 17.feb 2015, 19:43

Til að bæta í hugmyndalistann þá fékk ég mér fyrir rafgeymirinn í campernum 12 volta 140A relay með micro processor sem að cuttar inn og út spennuna, tengi hann síðan í spiltengið og relayið sér um að byrja að hlaða neyslugeymirinn þegar spennan er nógu há og slítur henni svo þegar hún fer niður fyrir 12,8v

svona ein hugmynd af því að bíllinn er yfirleitt ekki langt undan og getur verið vesen að vera með relay með takka eða sett á parkljósin á bílnum. setur það bara í húsið plús að, plús frá og jörð. er til í Rótor
kostar um 17þ
http://www.samlex.com/site/products/productdetails.cfm?iProductId=121&model=BS%20140%20DUAL

http://www.samlex.com/library/images/productspecs/BS%20140_slicksheet.pdf


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur