22re sem vill ekki ganga rétt

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

22re sem vill ekki ganga rétt

Postfrá biturk » 13.feb 2015, 19:03

Réttur á tíma
Réttur á kveikjutíma, heddið tekið af i gær, skipt um pakkningu og ventlafóðringu sem var ónýt
Skipt um háspennukefli
Skipt um maf skynjarann
Nýr tps og stilltur inn
Nýr vatns skynjari fyrir vélina
Yfirfór vaccum lagnir, engir lekar

Ný upptekinn mótor og neistar á öllum og ohm mæling sýnir að spìssar séu í lagi og var skipt um allt í þeim

Virðist grípa seinasta cyl annað slagip ef að kveikjunni er flítt í botn og ef loftskrúfan á trottle body er vel úti, hann fer ekki niður fyrir 900sn þó hún sé skrúfuð í botn

Eimhverjar hugmyndir?


head over to IKEA and assemble a sense of humor


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: 22re sem vill ekki ganga rétt

Postfrá olei » 13.feb 2015, 20:23

Fyrst hann gengur svona hratt þá fær hann einhversstaðar loft. Ef spjaldið lokast eðlilega og lokað er fyrir skrúfuna- þá hlýtur hann að draga falskt loft einhversstaðar (soggreinarpakkningar, bremsukútur e.t.c) Ef hann vill ekkert ganga á aftasta nema við þær aðstæður sem þú lýsir gæti það verið ónýtt kerti. Ný kerti geta verið ónýt, sum þola ekki að blotna einu sinni í bensíni þá geta þau látið svona.


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: 22re sem vill ekki ganga rétt

Postfrá biturk » 13.feb 2015, 20:56

skohjh, það eru allar pakkningar nýjar og við yfirfórum þær vel í gærkvöldi þegar við settum efripart saman aftur

aftengdi bremsukútinn og hélt fyrir á sogrein og það breittist ekkert við það

kerti eru ný, búnir að taka úr bíl sem virkar og setja í þennan og breittist ekkert

ég bara skil þetta ekki hvað getur verið að
head over to IKEA and assemble a sense of humor


bjsam
Innlegg: 240
Skráður: 01.feb 2010, 17:57
Fullt nafn: Bjarni Samúelsson

Re: 22re sem vill ekki ganga rétt

Postfrá bjsam » 13.feb 2015, 21:46

Eru nokkuð álhólkar utanum kertin ?Lenti í því að hólkar sem voru utanum kertin voru skemmdir í botninn og þéttu ekki kertin fékk nýja og bíllinn gekk eins og engill á eftir.Kv.Bjarni


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: 22re sem vill ekki ganga rétt

Postfrá olei » 13.feb 2015, 23:07

biturk wrote:skohjh, það eru allar pakkningar nýjar og við yfirfórum þær vel í gærkvöldi þegar við settum efripart saman aftur

aftengdi bremsukútinn og hélt fyrir á sogrein og það breittist ekkert við það

kerti eru ný, búnir að taka úr bíl sem virkar og setja í þennan og breittist ekkert

ég bara skil þetta ekki hvað getur verið að

Varðandi falskt loft, hvað með EGR - síðan er hægt að úða Eter eða einhverju eldfimu sprey (bremsuhreinsi) yfir mótorinn til að finna hvort hann vill draga það inn. Þá hækkar snúningurinn vanalega ef slíkt er í gangi. Virkar stundum á soggreinar-milliheddspakkningar.

Gekk hann vel fyrir viðgerð?

Ps
Hvernig var það aftur í þessum rellum, er lítill rafmótor fyrir loftrásina í hægagangnum í þeim?


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur