Kvöldið gott fólk,
Var að velta fyrir mér hvort menn vissu hvort sömu olíuverk frá Zexel (sjá link), hefði verið að finna í eitthvað þessum dísel jeppum hér á landi og þá hvaða bílum:
http://diesel-injectors.co.uk/wp-conten ... -pump2.jpg
http://diesel-injectors.co.uk/wp-conten ... l-pump.jpg
Þetta olíuverk á víst að vera í Pajero, en veit ekki hvaða árgerðir, veit einhver? Einhver vildi meina að það hefði líka verið í Terrano. Veit að þetta er í eldri Starexum og þá sennilegast líka Galloper. Einhver sem er með upplýsingar um þetta, með vissu?
KVeðja góð
GÞG
Zexel olíuverk - dísel gúrúar
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 31
- Skráður: 25.jan 2015, 19:37
- Fullt nafn: Geir Þór Geirsson
- Bíltegund: 4runner 1991
-
- Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Re: Zexel olíuverk - dísel gúrúar
Það er Zexel í Galloper um 1999 mod, og sem merkilegt er þá passar lokið með túrbó blöðku systeminum, beint á non turbo verkið í hilux...... sem er ekki Zexel.......
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Zexel olíuverk - dísel gúrúar
Það er í terrano líka, var á mótornum sem ég setti í hiluxinn minn

Það er bæði zexel og bosch í terrano til skiptis, í mínum rannsóknum þá hef ég samt miklu oftar séð bosch, það er auðþekkt, bosch er með stórum kringlóttum tengjum meðan zexel eru með (nærri) kassalöguð tengi, sést vel á myndunum sem þú póstaðir. Þetta er í rétt-fyrir-aldamóta árgerðunum, ekki með á hreinu nákvæmlega hvar það byrjar eða hvar það endar.
Rafmagnsteikningarnar sem fylgja terrano eru ýmist fyrir TD27Ti sem er 2.7 mótorinn eða ZD30DDTi sem er 3.0 mótorinn sem kom í þeim nokkrum, sami mótor og í patrol. Þegar ég reyndi að finna út úr teikningunum fyrir zexel dótið mitt þá passaði það engan veginn við teikningarnar, tölvan og öll tengi voru allt önnur. Eftir talsvert grúsk fann ég að þetta passaði við teikningarnar við 3.0 vélina, hversu furðulegt sem það nú er.
Hvað býr að baki þessum spekuleringum þínum?

Það er bæði zexel og bosch í terrano til skiptis, í mínum rannsóknum þá hef ég samt miklu oftar séð bosch, það er auðþekkt, bosch er með stórum kringlóttum tengjum meðan zexel eru með (nærri) kassalöguð tengi, sést vel á myndunum sem þú póstaðir. Þetta er í rétt-fyrir-aldamóta árgerðunum, ekki með á hreinu nákvæmlega hvar það byrjar eða hvar það endar.
Rafmagnsteikningarnar sem fylgja terrano eru ýmist fyrir TD27Ti sem er 2.7 mótorinn eða ZD30DDTi sem er 3.0 mótorinn sem kom í þeim nokkrum, sami mótor og í patrol. Þegar ég reyndi að finna út úr teikningunum fyrir zexel dótið mitt þá passaði það engan veginn við teikningarnar, tölvan og öll tengi voru allt önnur. Eftir talsvert grúsk fann ég að þetta passaði við teikningarnar við 3.0 vélina, hversu furðulegt sem það nú er.
Hvað býr að baki þessum spekuleringum þínum?
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 31
- Skráður: 25.jan 2015, 19:37
- Fullt nafn: Geir Þór Geirsson
- Bíltegund: 4runner 1991
Re: Zexel olíuverk - dísel gúrúar
Ég er búinn að vera eiga við hökt í Starex 1999 árg., sem er með þessu olíuverki. Var á tímabili farinn að hallast að því að það væri olíuverkið, en vandamálið virðist á endanum liggja í lofti sem er að komast inn á kerfið, mjög óreglubundið og TPS skynjara sem er í ruglinu.
Ég var farinn að hallast að því að sjálft olíuverkið væri grillað, annað hvort einhverjir sensorar á þessu rafstýrða verki, já eða involsið að öðru leyti. Starex var víst ekki seldur í Evrópu, nema hér á Íslandi. Þetta er Mitusbishi hönnun, þmt. 4d56 mótor, þ.a. ég fór að leita á Pajero og Delica síðum. Þar virðast menn hafa lent í ýmsum vandamálum með eldsneytiskerfin, þmt. rafstýrðu olíuverkin. Menn tala þar um þessi rafstýrðu verk, sem verkfæri djöfulsins, eða því sem næst ef upp koma vandamál. Þegar menn voru að tala um vandamál með olíuverkin þá gekk illa hjá mér að finna út hvaða olíuverk menn voru að eiga við og talað um að í ágerðum á t.d. Pajero milli ca. 1994 - 1998, hefðu verið nokkrar tegundir á olíuverkum í gangi. Datt síðan niður á myndir af þessu olíuverki úr / fyrir Pajero, sem lítur nkl. út eins og í Starexinum. Datt síðan niður á annan vef, þar sem verið var að fjalla um rafstýrt olíuverk í Terrano og þar kom mynd af þessu olíuverki aftur.
Vitandi að 4d56 mun í einni eða annari mynd hafa lent í ýmsum austurlenskum bílum (já og Ford Ranger líka skilst mér) og þar sem stórir framleiðendur á olíuverkum eru ekki svo ýkja margir (hefur mér skilist), þá var ég kominn í þessa pælingu, hvort þetta olíuverk mætti mögulega hirða úr öðrum bílum, ef allt færi á versta veg.
En 7, 9, 13, þá vonandi er þetta bara loftvandamál og ónýtur TPS.
Eru þessi rafstýrðu verk ekki miklu viðkvæmari fyrir lofti eða (öðru tölvu rugli eins og skynjurum), heldur en gömlu mekanísku verkin? Ég ýminda mér (hef ekki reynslu af því sjálfur), að mekanísku verkin myndu hakka í sig ef mjög lítið loft væri að sleppa inn á eldsneytis kerfi (eldsneytiskerfi, sem er að byrja að leka), heldur en rafstýrðu. Á þessu verki eru nokkrir skynjarar, við bætist síðan TPS og eitthvað fleira.
Eru menn að láta gera þessi verk upp eða er þessu bara hent og annað sett í, ef upp koma bilanir í sjálfum verkunum?
Ég var farinn að hallast að því að sjálft olíuverkið væri grillað, annað hvort einhverjir sensorar á þessu rafstýrða verki, já eða involsið að öðru leyti. Starex var víst ekki seldur í Evrópu, nema hér á Íslandi. Þetta er Mitusbishi hönnun, þmt. 4d56 mótor, þ.a. ég fór að leita á Pajero og Delica síðum. Þar virðast menn hafa lent í ýmsum vandamálum með eldsneytiskerfin, þmt. rafstýrðu olíuverkin. Menn tala þar um þessi rafstýrðu verk, sem verkfæri djöfulsins, eða því sem næst ef upp koma vandamál. Þegar menn voru að tala um vandamál með olíuverkin þá gekk illa hjá mér að finna út hvaða olíuverk menn voru að eiga við og talað um að í ágerðum á t.d. Pajero milli ca. 1994 - 1998, hefðu verið nokkrar tegundir á olíuverkum í gangi. Datt síðan niður á myndir af þessu olíuverki úr / fyrir Pajero, sem lítur nkl. út eins og í Starexinum. Datt síðan niður á annan vef, þar sem verið var að fjalla um rafstýrt olíuverk í Terrano og þar kom mynd af þessu olíuverki aftur.
Vitandi að 4d56 mun í einni eða annari mynd hafa lent í ýmsum austurlenskum bílum (já og Ford Ranger líka skilst mér) og þar sem stórir framleiðendur á olíuverkum eru ekki svo ýkja margir (hefur mér skilist), þá var ég kominn í þessa pælingu, hvort þetta olíuverk mætti mögulega hirða úr öðrum bílum, ef allt færi á versta veg.
En 7, 9, 13, þá vonandi er þetta bara loftvandamál og ónýtur TPS.
Eru þessi rafstýrðu verk ekki miklu viðkvæmari fyrir lofti eða (öðru tölvu rugli eins og skynjurum), heldur en gömlu mekanísku verkin? Ég ýminda mér (hef ekki reynslu af því sjálfur), að mekanísku verkin myndu hakka í sig ef mjög lítið loft væri að sleppa inn á eldsneytis kerfi (eldsneytiskerfi, sem er að byrja að leka), heldur en rafstýrðu. Á þessu verki eru nokkrir skynjarar, við bætist síðan TPS og eitthvað fleira.
Eru menn að láta gera þessi verk upp eða er þessu bara hent og annað sett í, ef upp koma bilanir í sjálfum verkunum?
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Zexel olíuverk - dísel gúrúar
Sæll Geir.
Ég er með svona vinnubíl, Starex H1 árg.1999 og ég var alltaf að lenda í því að hráolíu síuhúsið, var alltaf að fyllast af lofti. Fann aldrei hvaðan loftið var að koma. Prófaði að skifta um síuhús (nýtt) og setja hosuklemmur á allar lagnir, í staðinn fyrir þessar orginal, og ekkert breyttist. Alltaf eftir einhvern x tíma, var síuhúsið fullt af lofti og ég var alltaf að loft-tæma það reglulega. Hef grun um að lögnin til baka í tank, nái ekki nægilega langt niður og við stöðu, þá komist loft inná kerfið. Þar sem að nýja síuhúsið skilaði ekki tilskildum árangri, s.s. ventlar illa útfærðir í síuhúsinu. Þá fékk ég mér síuhús úr nissan king kab og setti í staðinn. Eftir það var loftvandamálið úr sögunni. Minn dómur er því sá, að orginal síuhúsin eru framleidd ónýt.
Ég er með svona vinnubíl, Starex H1 árg.1999 og ég var alltaf að lenda í því að hráolíu síuhúsið, var alltaf að fyllast af lofti. Fann aldrei hvaðan loftið var að koma. Prófaði að skifta um síuhús (nýtt) og setja hosuklemmur á allar lagnir, í staðinn fyrir þessar orginal, og ekkert breyttist. Alltaf eftir einhvern x tíma, var síuhúsið fullt af lofti og ég var alltaf að loft-tæma það reglulega. Hef grun um að lögnin til baka í tank, nái ekki nægilega langt niður og við stöðu, þá komist loft inná kerfið. Þar sem að nýja síuhúsið skilaði ekki tilskildum árangri, s.s. ventlar illa útfærðir í síuhúsinu. Þá fékk ég mér síuhús úr nissan king kab og setti í staðinn. Eftir það var loftvandamálið úr sögunni. Minn dómur er því sá, að orginal síuhúsin eru framleidd ónýt.
Fer það á þrjóskunni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 31
- Skráður: 25.jan 2015, 19:37
- Fullt nafn: Geir Þór Geirsson
- Bíltegund: 4runner 1991
Re: Zexel olíuverk - dísel gúrúar
Þakka fyrir svörin.
Það skyldi þó ekki vera að síuhúsið sé vandamál, já eða sjálf sían!! Ég var einmitt að setja nýtt síuhús í bílinn. Ég hef heyrt umræðu um þetta síu mál í Delcunni, en Starexinn er algjört copy cat af þeim bíl, virðist vera. Delican er ekki flutt hingað til lands. Í þessari umræðu tala menn um að orginal síunar, sem eru með upphækkun líkt og krumphring þar sem skrúfgangurinn er, geri það að verkum að það þurfi að herða síurnar hressilega til að ná síunni þéttri í síuhúsinu, ef menn nái því yfirleitt. Aðrir tala um að þeir fjarlægi þennan krumphring. Er með linka á umræður um þetta í kringum Delicuna með myndum, en ég kann ekki að henda inn myndum hérna.
Varðandi rörið upp úr tanknum, þá datt mér þetta í hug síðast þegar ég reif tankinn niður. En fannst það eitthvað svo fjarstæðukennt að það væri orginal of stutt og gerði ekki meira en að bera það saman við hæðina á tanknum og jú, fannst það í styðsta lagi, en mældi þetta ekki nákvæmlega.
Ég er tvisvar búinn að taka niður tankinn og þrýsti prófa allar lagnir úr olíutanki og fram að olíuverki með 6 bar þrýstingi og hef engan leka fundið. Ég tók síðan tankinn niður, henti honum inn í bíl hliðin á bílstjórasætinu, lagði glærar lagnir í hann. Áfyllingar stúturinn inn á tankinn er neðarlega á tanknum, þ.a. ég gat sett í mesta lagi um 15 l af olíu, en hafði áhyggjur af því að þetta væri ekki nægilegt. Tók síðan bíltúr í 15 min, en ekkert loft. Daginn eftir tók ég annan bíltúr og þá sé ég loft birtast í slöngunni fram að olíuverki. Ég leyfði mér að draga þá ályktun, þar sem þetta gerðist á jafnsléttu að það væri enn nægilegt magn af olíu á tanknum og að þetta væri loftvandmál við pikkupið úr tanknum (rörin í tankinn). Að væntanlega lægi vandamálið í því, eins og þekkt er í dísel kerfum, að þú getur verið að fá loft inn án þess að það sé sjáanlegur leki. Það er enginn fæðidæla í þessu kerfi, í þeim skilningi að hún dæli frá tanki og upp á olíuverk, heldur er sú dæla sambyggð við olíuverkið og verkið sígur úr tanknum í gegnum síuhúsið. Ég var því farinn að hallast að því að lögnin við tankinn, sem lítur frekar illa út (sér ekkert á restinni á lögnum fram að síuhúsi og búið að skipta út öllum samtengingum), væri etv. að leka inn við sog (undirþrýsting frá dælu) en ekki við yfirþrýsting, enda gaf 6 bar þrýstingur ekki til kynna neinn leka. Who knows!!!
Velti fyrir mér hvort maður eigi að framlengja rörið ofan í tankinum með olíuþolinni gúmmíslöngu (festri með tveimur hosuklemmum) eða myndi slík slanga harðna fljótt og skemmast ef hún væri í olíubaði utan og innan?
Pantaði pikkupið og ætla skipta því út áður en tankurinn fer upp. En hitt er síðan klárt mál að TPS skynjarinn fyrir inngjöfina er í tómu rugli. Gat staðfest það með þessu testi, fyrir Pajeroinn sem er með 4 víra TPS:
http://easyautodiagnostics.com/mitsubis ... agnostic-2
Það skyldi þó ekki vera að síuhúsið sé vandamál, já eða sjálf sían!! Ég var einmitt að setja nýtt síuhús í bílinn. Ég hef heyrt umræðu um þetta síu mál í Delcunni, en Starexinn er algjört copy cat af þeim bíl, virðist vera. Delican er ekki flutt hingað til lands. Í þessari umræðu tala menn um að orginal síunar, sem eru með upphækkun líkt og krumphring þar sem skrúfgangurinn er, geri það að verkum að það þurfi að herða síurnar hressilega til að ná síunni þéttri í síuhúsinu, ef menn nái því yfirleitt. Aðrir tala um að þeir fjarlægi þennan krumphring. Er með linka á umræður um þetta í kringum Delicuna með myndum, en ég kann ekki að henda inn myndum hérna.
Varðandi rörið upp úr tanknum, þá datt mér þetta í hug síðast þegar ég reif tankinn niður. En fannst það eitthvað svo fjarstæðukennt að það væri orginal of stutt og gerði ekki meira en að bera það saman við hæðina á tanknum og jú, fannst það í styðsta lagi, en mældi þetta ekki nákvæmlega.
Ég er tvisvar búinn að taka niður tankinn og þrýsti prófa allar lagnir úr olíutanki og fram að olíuverki með 6 bar þrýstingi og hef engan leka fundið. Ég tók síðan tankinn niður, henti honum inn í bíl hliðin á bílstjórasætinu, lagði glærar lagnir í hann. Áfyllingar stúturinn inn á tankinn er neðarlega á tanknum, þ.a. ég gat sett í mesta lagi um 15 l af olíu, en hafði áhyggjur af því að þetta væri ekki nægilegt. Tók síðan bíltúr í 15 min, en ekkert loft. Daginn eftir tók ég annan bíltúr og þá sé ég loft birtast í slöngunni fram að olíuverki. Ég leyfði mér að draga þá ályktun, þar sem þetta gerðist á jafnsléttu að það væri enn nægilegt magn af olíu á tanknum og að þetta væri loftvandmál við pikkupið úr tanknum (rörin í tankinn). Að væntanlega lægi vandamálið í því, eins og þekkt er í dísel kerfum, að þú getur verið að fá loft inn án þess að það sé sjáanlegur leki. Það er enginn fæðidæla í þessu kerfi, í þeim skilningi að hún dæli frá tanki og upp á olíuverk, heldur er sú dæla sambyggð við olíuverkið og verkið sígur úr tanknum í gegnum síuhúsið. Ég var því farinn að hallast að því að lögnin við tankinn, sem lítur frekar illa út (sér ekkert á restinni á lögnum fram að síuhúsi og búið að skipta út öllum samtengingum), væri etv. að leka inn við sog (undirþrýsting frá dælu) en ekki við yfirþrýsting, enda gaf 6 bar þrýstingur ekki til kynna neinn leka. Who knows!!!
Velti fyrir mér hvort maður eigi að framlengja rörið ofan í tankinum með olíuþolinni gúmmíslöngu (festri með tveimur hosuklemmum) eða myndi slík slanga harðna fljótt og skemmast ef hún væri í olíubaði utan og innan?
Pantaði pikkupið og ætla skipta því út áður en tankurinn fer upp. En hitt er síðan klárt mál að TPS skynjarinn fyrir inngjöfina er í tómu rugli. Gat staðfest það með þessu testi, fyrir Pajeroinn sem er með 4 víra TPS:
http://easyautodiagnostics.com/mitsubis ... agnostic-2
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Zexel olíuverk - dísel gúrúar
Held þú þurfir ekkert að spá í pikkupinn, nema þá bara svona just in case. Og ekki kaupa orginal síuhús. reyndu frekar að finna hús úr einhverjum öðrum bíl. Það var annað sem ég tók eftir, við að skifta um síuhúsið. Hann er miklu sneggri í gang og ef ég geri hann olíulausan, þá þarf ég ekkert að vera að hafa fyrir því að dæla með hand-dælunni fyrst. Bara setja olíu á og starta smá. Svín virkar. Varðandi retúr lögnina í tanknum, þá mæli ég frekar með því að þú lengir frekar rörið, heldur en að setja eitthvað gúmmídót. Færð þér bara aðeins sverara rör til að setja uppá orginal rörið og silfur kveikir svo endann sem er uppá. það klikkar ekki. Varðandi TPS skynjarann, Þá er spurning, hvort að sveifarás skynjarinn sé ekki að rugla, vegna olíusmits frá ventlaloki. Þessi helvítis hvilt í heddinu að aftan, sem er þétt með svona hálfmána gúmmíi, er yfirleitt með lekanda. Ekki það, að það getur verið kominn eyða í hann. Getur prófað hann með rafmagnsmæli og séð hvort að hann missi sambandið, þegar að þú snýrð honum.
Fer það á þrjóskunni
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Zexel olíuverk - dísel gúrúar
Skemmtilegar pælingar hér. Verst að ég hef ekkert til málanna að leggja :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 1
- Skráður: 30.jan 2015, 11:10
- Fullt nafn: Kristmundur Skarphedinsson
- Bíltegund: Nissan D-cab
Re: Zexel olíuverk - dísel gúrúar
Eg á Zexel olíverk úr Starex sem eg fekk frá Bretlandi það kom vitlaust verk, átti að vera fyrir Terrano.
Það er falt ef einhver vantar.
Það er falt ef einhver vantar.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 31
- Skráður: 25.jan 2015, 19:37
- Fullt nafn: Geir Þór Geirsson
- Bíltegund: 4runner 1991
Re: Zexel olíuverk - dísel gúrúar
Jæja, vandamálið virðist vera leyst. Fékk lánaðan TPS skynjara til að prófa. Bíllinn virkaði flott á honum, engine vandamál. Skilaði honum síðan og setti gamla í. Hökktið kom strax aftur. Þ.a. nú er bara að ná sér í annan TPS, sem er í lagi. Smá hissa á að þetta hafi ekki komið í ljós þegar bíllinn fór á verkstæði sl. haust, hmmm.
Allt er got sem endar vel.
Allt er got sem endar vel.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur