Var í Fordinum að tengja AC dæluna inn á kút og með pressustat, stillti pressustatið á 90psi og sé að hún fer léttilega svo hátt í þrýsting, hljóðið breytist ekki neitt og nálin á mælinum hoppar ekkert meira á 90 psi en 10psi svo það er minn skilningur að hún sé ekki farin að erfiða við þennan þrýsting, þó hitnar hún talsvert
Hvað eru menn að pressa miklu inn á kútana með AC? Slöngurnar og kúturinn sem ég er með þola 18 bar og 30 bar, næ að skjóta einu dekki í c.a. 15psi með fullri kúthleðslu á 90 psi, en væri flott að geta fullpumpað eitt ef það væri í lagi að láta þrýstinginn t.d. upp í 150?

kv. Sævar