Daginn
Er með LC100 og þarf að láta kíkja á og yfirfara vökvastsystemið í fjöðruninni.. Bíllinn er semsagt fastur í lo stillingu og control off ljósið blikkar.
Hverjir á höfuðborgarsvæðinu, aðrir en Toyota umboðið, eru klárir í svona bilun?
Er einhver augljós og einföld bilun sem er kannski að hrjá hann? Einn af 3 hæðar sensor?
LC100 vökvafjöðrun bilun
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: LC100 vökvafjöðrun bilun
Marís sem var að vinna hjá toyota er að vinna hjá max1 í dag. hann getur örugglega hjálpað þér hratt og örugglega.
Fer það á þrjóskunni
Re: LC100 vökvafjöðrun bilun
Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, Bæjarflöt 13. Góð og ódýr þjónusta.
Re: LC100 vökvafjöðrun bilun
Takk fyrir þessar ábendingar.
En hvað segja menn sem hafa lent í samskonar bilun. Hvert var bilunin rakin? Nú er ekki eins og það séu fá eintök á landinu.......
En hvað segja menn sem hafa lent í samskonar bilun. Hvert var bilunin rakin? Nú er ekki eins og það séu fá eintök á landinu.......
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: LC100 vökvafjöðrun bilun
við höfum fengið þónokkra LC100 og það eru vökvafyllt kúla við hvert hjól sem hefur þurft að skipta um og einstaka sinnum einhver af þessum 3 hæðarskynjurum, einhverjir demparar hafa líka farið.
Bifreiðaverkstæði Kópavogs, Smiðjuvegi 2 (sama hús og Bónus), 587 1350.
Bifreiðaverkstæði Kópavogs, Smiðjuvegi 2 (sama hús og Bónus), 587 1350.
Re: LC100 vökvafjöðrun bilun
Nýbúinn að aðstoða við að laga svona. Það var rör ryðgað í sundur við forðabúrstankinn sem er undir bifreiðasætinu. Það er rosalega erfitt að komast að þessu og kostar alveg handlegg allir varahlutir, margir sem hafa lent í að þetta hafi bilað hafa tekið þetta kerfi úr og breytt í án tems. Ég veit um 2 dempara nýja í svoleiðis ef þú ákveður að fara þá leiðina. Ágúst 8935414
Re: LC100 vökvafjöðrun bilun
Í flestu tilvikum er það AHC kerfið sem er með vesen, ekki Skyhook TEMS.
Ef þú vilt skipta því út, þá þarftu 4 dempara, 4 gorma og 2 vindustangir. En þá tapar þú bestu fjöðrunareiginleikum bílsins.
Þú þarft að fara skipulega í gegnum kerfið og þá finnur þú hvað er að. Einfalt er t.d að athuga hvort gasið í kúlunum er farið, en þá þarftu að geta hækkað bílinn upp frá neðstu stöðu og upp í hæstu. E-ð annað setur bílinn í low-mode.
Þetta er frekar einfalt kerfi með flókna bilanagreiningu ;)
Ef þú vilt skipta því út, þá þarftu 4 dempara, 4 gorma og 2 vindustangir. En þá tapar þú bestu fjöðrunareiginleikum bílsins.
Þú þarft að fara skipulega í gegnum kerfið og þá finnur þú hvað er að. Einfalt er t.d að athuga hvort gasið í kúlunum er farið, en þá þarftu að geta hækkað bílinn upp frá neðstu stöðu og upp í hæstu. E-ð annað setur bílinn í low-mode.
Þetta er frekar einfalt kerfi með flókna bilanagreiningu ;)
Re: LC100 vökvafjöðrun bilun
Hvað gefur lesning á tölvu gagnlegar/ nákvæmar upplýsingar ef bilunarkóði kemur fram í kerfinu? Bendir bilanakóði, í þessu samhengi, alltaf á skynjara þó jafnvel að þeir séu ekki raunverulega vandamálið?
Re: LC100 vökvafjöðrun bilun
Farðu með hann á Bifreiðaverkstæði Rvk og láttu lesa hann. Þeir geta t.d. prufað að keyra dæluna og séð hvort hann hækkar sig aftur. Frekar einfalt mál að mæla skynjarana og signalið sem þeir eru að senda til að sjá hvort þeir eru í lagi. Þeir gætu verið vandamálið. Hinsvegar:
Veit um fjóra bíla sem hafa farið í low og ekki hækkað sig aftur. Í þeim öllum var dælan sjálf farin :( Hún kostar helling.
Það er hins vegar mjög einfalt að prófa að skipta um dælu. Prófaðu að fá eina lánaða, sem þú veist að er í lagi! og skipta, tekur 10 mín.
Ég myndi ekki tíma að skipta þessu kerfi út, fjöðrunin er frábær. Einn sem ég veit um sem hefur komið sér upp manual stýringu á dælunni til að stýra hæðinni sjálfur innan úr bíl.
P.s. Ég skipti um vökva á kerfinu í leiðinni (toyota selur hann eingöngu!) og fjöðrunin varð miklu betri.
H
Veit um fjóra bíla sem hafa farið í low og ekki hækkað sig aftur. Í þeim öllum var dælan sjálf farin :( Hún kostar helling.
Það er hins vegar mjög einfalt að prófa að skipta um dælu. Prófaðu að fá eina lánaða, sem þú veist að er í lagi! og skipta, tekur 10 mín.
Ég myndi ekki tíma að skipta þessu kerfi út, fjöðrunin er frábær. Einn sem ég veit um sem hefur komið sér upp manual stýringu á dælunni til að stýra hæðinni sjálfur innan úr bíl.
P.s. Ég skipti um vökva á kerfinu í leiðinni (toyota selur hann eingöngu!) og fjöðrunin varð miklu betri.
H
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 14.aug 2010, 21:35
- Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
- Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
- Staðsetning: Akureyri
Re: LC100 vökvafjöðrun bilun
Það getur verið farinn vír í sundur í lúminu frá aculator sem er undir bílnum vinstra meginn beint fyrir neðan bílstjórasætið. Og að stjórntölvu uppí mælaborði. Vírinn fer offtast í sundur í plöggi í vinstri hjólskál að aftan mjög vonta að komast að þessu ef bílin er óbreyttur
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995
Hilux Sr5 22re 1995
Re: LC100 vökvafjöðrun bilun
Sælir.
Þá er bíllinn búinn að endurheimta fjöðrunina aftur.
Það sem var að í mínu tilfelli var sambandsleysi í tengi við hjólboga v/m aftan og skemmdir vírar á nokkrum stöðum. Einnig var skipt um annan demparan að aftan þar sem hann var farinn að leka ásamt því að skipt um vökvann á kerfinu í leiðinni.
Já þetta er fannta gott fjöðrunarkerfi og maður gengur ansi langt til að halda lífinu í því.
Þá er bíllinn búinn að endurheimta fjöðrunina aftur.
Það sem var að í mínu tilfelli var sambandsleysi í tengi við hjólboga v/m aftan og skemmdir vírar á nokkrum stöðum. Einnig var skipt um annan demparan að aftan þar sem hann var farinn að leka ásamt því að skipt um vökvann á kerfinu í leiðinni.
Já þetta er fannta gott fjöðrunarkerfi og maður gengur ansi langt til að halda lífinu í því.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur