Sælir. Ég er með hilux disel og það er eins og það sé pínulítil og nett saumavél í gangi þegar ég set hann í framdrifið
en hættir eða minkar stórlega ef ég held millikassa stönginni í botni allveg aftur.
Verð var við þetta þegar ég er kominn á svona rúmlega 50 kmh. og uppúr og þetta er bara í átaki hættir þegar ég slæ af eða kúpla..
Hefur einhver glóru hvað þetta gæti verið??
Söngur í millikassa
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Söngur í millikassa
Það á að vera plastfóðring á endanum á stöngini inní kassanum, ef hún losnar þá liggur stöngin út í járnaruslið í kassanum og leiðir allt hljóð inn í bíl. Ef það er eitthvað slag í stönginni þá myndi ég prufa að skipta henni út fyrst áður en það er farið að spæna meira í sundur.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Söngur í millikassa
Getur verið að stöngin eða eitthvað annað í drifrásinni liggi utan í boddíhlut?
Ég heyrði af svipuðu dæmi þar sem boddýpúðar voru mikið slitnir og þá lá brún frá gólfinu utan í millikassanum. Athugaðu hvort það sé nóg bil á milli og hvort allar stangir séu með nóg pláss.
Ég heyrði af svipuðu dæmi þar sem boddýpúðar voru mikið slitnir og þá lá brún frá gólfinu utan í millikassanum. Athugaðu hvort það sé nóg bil á milli og hvort allar stangir séu með nóg pláss.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur