Högg/slag í skiptingu/drifbúnaði

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
TotiOla
Innlegg: 28
Skráður: 11.feb 2013, 14:22
Fullt nafn: Þórarinn Ólason

Högg/slag í skiptingu/drifbúnaði

Postfrá TotiOla » 18.nóv 2014, 01:05

Góðan dag

Langaði að forvitnast um það hvort einhver kannaðist við létt högg eða slag í sjálfskiptingu/drifi á Navara 2006 árgerð, eða þar um kring?

Ég er s.s. með 35" bíl sem ég er farinn að finna fyrir þessu höggi í þegar ég slæ af og strax aftur inn úti á þjóðvegi. Svona eins og það sé slag í einhverju.

Hefur einhver hugmynd um hvað þetta gæti verið?


Kv. Tóti

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Högg/slag í skiptingu/drifbúnaði

Postfrá Kiddi » 18.nóv 2014, 13:11

Þetta gæti verið laus mótorpúði, slag í fóðringum, slag í hjöruliðskross eða laus pinion í drifi. Já eða bara eitthvað allt annað en ég myndi byrja að skoða þessa hluti.


Höfundur þráðar
TotiOla
Innlegg: 28
Skráður: 11.feb 2013, 14:22
Fullt nafn: Þórarinn Ólason

Re: Högg/slag í skiptingu/drifbúnaði

Postfrá TotiOla » 18.nóv 2014, 15:56

Sæll Kristinn

Takk fyrir þetta. Ég veit ekki hvort það fækkar vangaveltunum eitthvað en þetta virðist bara gerast í síðasta gír (5).

Ég prófaði að reyna að framkalla þetta í lægri gírum í morgun en þá virtist þetta vera nokkuð þétt.

Ég býst svo sem við því að hendast með hann til fagmanna þegar færi gefst en það er gott að hafa einhverja hugmynd um hvað þetta gæti verið.
Kv. Tóti


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur