Sælir félagar
Ég er með Patrol sem ég er nýlega búin að kaupa. Er ég keypti hann var hann á 38" Trxus. Mikill titringur myndaðist í stýri á um 60-80 km hraða sér í lagi er hann var ekki í átaki . T.d við að aka niður hvalfjarðargöng. Þegar bílinn er í inngjöf eða í beygju við akstur myndast þetta ekki. Ég kenndi dekkjunum um og setti vetrardekk in undir snemma. Það er 38" mudder rúmlega hálfslitinn. Í um 1000 km bar ekkert á titring en svo allt í einu kom þetta aftur jafnslæmt og áður.
Ég er búin að fara og láta ballensera dekkin það breytti engu. Skoðaði stýrisenda, ballanstangarenda og hjólalegur og er það allt í topplagi.
Hafið þið einhver ráð fyrir mig hvað gæti valdið ?
Bestu kveðjur Guðmundur
Titringur í stýri á Patrol.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Titringur í stýri á Patrol.
Ef þetta er verra þegar hann er ekki í átaki er möguleiki að þetta sé í drifrásinni frekar en stýrisganginum. Það er þá spurning um að athuga liðina í liðhúsunum eða hvort þú gætir verið með bogin öxul.
Re: Titringur í stýri á Patrol.
myndi skoða spindillegur mjög vel og passa að það sé vel hert að þeim
-
- Innlegg: 3
- Skráður: 20.feb 2014, 23:53
- Fullt nafn: Stefán Trausti Sigurðsson
- Bíltegund: Hilux
Re: Titringur í stýri á Patrol.
Myndi skoða hvort það sé slit í þverstýfu gúmíum.
Toyota Hilux 2,4 '01 42"
Jeep Willys CJ7 '81 V8 350 38"
Nissan Patrol 2,8 '91 38"
Jeep Willys CJ7 '81 V8 350 38"
Nissan Patrol 2,8 '91 38"
Re: Titringur í stýri á Patrol.
Sæll
Ég myndi athuga þetta allsaman. Spindillegur, þverstífugúmmí og stýrisdempara. Athugaðu líka hvort það sé alveg pottþétt að felgurnar sitji vel á.
Pattinn er viðkvæmur fyrir þessu og þarf lítið til. T.d. láta alltaf illa hjá mér dekkin ef þau eru farin að láta á sjá.
Ég er búinn að gera þetta flest allt og allt virkar en skjálftinn er ekki horfinn, hann dúkkar alltaf öðru hvoru upp.
Þetta kallast jeppaveiki og er óskaplega töff.
Kv Jón Garðar
Ég myndi athuga þetta allsaman. Spindillegur, þverstífugúmmí og stýrisdempara. Athugaðu líka hvort það sé alveg pottþétt að felgurnar sitji vel á.
Pattinn er viðkvæmur fyrir þessu og þarf lítið til. T.d. láta alltaf illa hjá mér dekkin ef þau eru farin að láta á sjá.
Ég er búinn að gera þetta flest allt og allt virkar en skjálftinn er ekki horfinn, hann dúkkar alltaf öðru hvoru upp.
Þetta kallast jeppaveiki og er óskaplega töff.
Kv Jón Garðar
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Titringur í stýri á Patrol.
Er jeppaveiki yfir höfuð, bara bundin við bíla með framhásingu?
Re: Titringur í stýri á Patrol.
nei þeir eru líka með afturhásingu :) en án gríns þá er jeppaveiki líka í klafabílum þegar allar stoðir og tengingar fara að slitna þá kemur jeppaveiki
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Titringur í stýri á Patrol.
Eðlilega fer bíllinn að láta illa þegar fóðringar og annað slitnar, en mér finnst meira bera á þessu tengdu framhásingum. Svona miðað við umræður hér á spjallinu.
Re: Titringur í stýri á Patrol.
Þetta magnast frekar upp með hásingum.
Klafarnir eru svoddan liðmótaapparöt að titringur nær ekki eins að grípa einhverja eigintíðni, það eru svo mörg gúmmí, svignun í stífum og bitum og afstaða ekki bein á neinu.
Það er lang, lang algengast að þverstífugúmmíum sé um að kenna.
Ég hallast að því að það eigi helst að vera stýrisendi niðri við hásingu á þverstífunni, og LandCruiser gúmmí í hinn endann.
Þegar þið pælið í því, þá er þverstífan að taka allt mótátak gegn togstöng plús að miðja hásinguna á meðan hún vill leita til hliðanna þar sem langstífurnar eru að ýta henni á undan sér(á meðan bíllinn er í afturdrifinu eingöngu). Þetta eru svaka átök og líka nákvæmniatriði þar sem minnsta slag í þessu kemur fram í losi á stýrisgangi, það má vel færa rök fyrir því að þverstífan sé partur af stýrisanginum.
Pínu Offtopic:
Hjálpartjakkur breytir þessu slatta, sérstaklega þegar maskínan sjálf er geld af hjálparátaki. Það grunar mig að sé allra magnaðasta aðgerðin gegn jeppaveiki.
Á meðan hjálpartjakkur er tengdur með maskínu sem er ekki búið að gelda eru þessi tveir tjakkar hálfpartinn að slást þar sem þeir eru mekanískt og gegnum vökva tengdir saman á sama tíma.
kv
G
Klafarnir eru svoddan liðmótaapparöt að titringur nær ekki eins að grípa einhverja eigintíðni, það eru svo mörg gúmmí, svignun í stífum og bitum og afstaða ekki bein á neinu.
Það er lang, lang algengast að þverstífugúmmíum sé um að kenna.
Ég hallast að því að það eigi helst að vera stýrisendi niðri við hásingu á þverstífunni, og LandCruiser gúmmí í hinn endann.
Þegar þið pælið í því, þá er þverstífan að taka allt mótátak gegn togstöng plús að miðja hásinguna á meðan hún vill leita til hliðanna þar sem langstífurnar eru að ýta henni á undan sér(á meðan bíllinn er í afturdrifinu eingöngu). Þetta eru svaka átök og líka nákvæmniatriði þar sem minnsta slag í þessu kemur fram í losi á stýrisgangi, það má vel færa rök fyrir því að þverstífan sé partur af stýrisanginum.
Pínu Offtopic:
Hjálpartjakkur breytir þessu slatta, sérstaklega þegar maskínan sjálf er geld af hjálparátaki. Það grunar mig að sé allra magnaðasta aðgerðin gegn jeppaveiki.
Á meðan hjálpartjakkur er tengdur með maskínu sem er ekki búið að gelda eru þessi tveir tjakkar hálfpartinn að slást þar sem þeir eru mekanískt og gegnum vökva tengdir saman á sama tíma.
kv
G
Re: Titringur í stýri á Patrol.
Þegar menn eru að setja stýrisenda á annan endann, hvernig eru menn að græja það? á eitthver almennilegar myndir eða getur lýst þessu svolítið fyrir mér hvernig þetta er gert og hvaða stýrisenda menn eru að nota, þarf ekki að vera helvíti öflugur stýrisendi í þessu?
Nissan Patrol 44" fulllæstur með lógír og öllu draslinu
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Titringur í stýri á Patrol.
Ég er alls ekki viss um að stýrisendi sé málið það er það fyrsta sem menn henda úr td. dodge ram og cherokee við breytingar en þar er stýrisendi orginal í annan endann.
Allavega ef nota á stýrisenda er eins gott að nota úr einhverjum risavörubíl eða vinnuvél.
Ég held að málið sé mjög þunnt og stýft gúmmí td. einhver fjaðrafóðring eða þess háttar.
Allavega ef nota á stýrisenda er eins gott að nota úr einhverjum risavörubíl eða vinnuvél.
Ég held að málið sé mjög þunnt og stýft gúmmí td. einhver fjaðrafóðring eða þess háttar.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur