Sælir spjallverjar, nú hefur verið flækjast fyrir mér smá pæling því finnst ég alltaf fá sittáhvað svörin við þessu..
Nú er ég með 38" patrol og er hann hækkaður a gormaklossum og boddyhækkaður um 2" (minnir mig, kannski eitthvað meira) og ætla nu að fara koma honum á 44".
Spurningin min er, þarf ég að færa afturhásinguna aftar eins og hef séð að nokkrir gera eða má hún vera a sínum stað og bara skorið meira úr ?? Efast ekki um að það sé betra örugglega að færa hasinguna, en ég er bara að spá hvort að það sé nauðsynlegt ? Vill helst komast hjá því allaveganna í bili þarsem er ekki með almennilega aðstöðu til að fara í það.
Y60 patrol af 38 yfir á 44
-
- Innlegg: 2699
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Y60 patrol af 38 yfir á 44
Hásingar er oftast færðar af því að það er ekki neitt meira til að skera úr.
Þegar maður er að skera fyrir 44" á 4ra dyra jeppa þá eru afturhurðirnar orðnar fyrir. Og það er meira mál að stækka hjólskálina og skera úr hurðunum en að færa hásinguna. Auk þess sem maður er líka farinn að skera úr plássi sem er yfirleitt er notað undir rassinn á farþegunum afturí.
Eins er það að framan. Það er minna vesen að færa hásinguna framar heldur en að skera mikið úr hvalbaknum.
Þegar maður er að skera fyrir 44" á 4ra dyra jeppa þá eru afturhurðirnar orðnar fyrir. Og það er meira mál að stækka hjólskálina og skera úr hurðunum en að færa hásinguna. Auk þess sem maður er líka farinn að skera úr plássi sem er yfirleitt er notað undir rassinn á farþegunum afturí.
Eins er það að framan. Það er minna vesen að færa hásinguna framar heldur en að skera mikið úr hvalbaknum.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 125
- Skráður: 28.nóv 2011, 10:04
- Fullt nafn: Guðmundur Sveinsson
- Bíltegund: 2x Nissan Patrol
Re: Y60 patrol af 38 yfir á 44
Hver er svona lágmarks færslan ? Og eru menn að smíða nyjar stífufestingar og gormaskálar eða bara að færa þær til sem eru til staðar?
38" Y61 patrol
2x 38" Y60 patrol.
Cj7 i smidum
2x 38" Y60 patrol.
Cj7 i smidum
-
- Innlegg: 226
- Skráður: 15.des 2011, 23:51
- Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Y60 patrol af 38 yfir á 44
menn smíða nýjar stífufestingar en til dæmis að aftan að þá er stífufestingin hálfsambyggð boddyfestingu svo lang einfaldast að smíða bara stífufestingu og hnika henni aðeins aftar heldur orginal. Ég færði mína 3 - 4 cm aftar sem gerði það að verkum að 38'' nartar í kantana ( 38'' kantar ) aftast sem er fínt þar sem ég er að fara setja 44'' kanta á hann. Einnig hafa menn verið að færa orginal gormaskálarnar. Einnig hef ég nú líka séð aðferðir þar sem gormaskálar eru ekkert færðar og gormar eru bara bognir en það er bara eftir verklagi manna.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur