
Ég fengi nú engin verðlaun fyrir þetta verk, en vonandi heldur þetta saltdrullunni frá í vetur:

Það er samt eitt sem ég hef ekki fattað hvernig á að gera, þrátt fyrir mikla leit á netinu. Hvernig forðast ég "límbandsbrúnina" á milli gamla lakksins og viðgerðarinnar? Hún sést ekki vel á þessari mynd, helst þarna að aftan fyrir ofan hvítu línuna. (Þar sést byrjendaklaufaskapurinn vel, bláar skellur :) ) En ef þetta "handverk" er skoðað er þykk brún þarna þar sem ég var með límbandið.
Hvernig fær fólk alveg slétt samskeyti á milli gamla og nýja lakksins? Fjarlægir límbandið eftir að maður grunnar og spreyjar út á það gamla? Þetta er bara lakk á brúsum frá Poulsen.