Sælir félagar,
Ég er í smá vandræðum með hraðamælirinn hjá mér í Patrol y61 2001 3,0l. Vandamálið felst í því að hann byrjaði á því að detta út reglulega og kom svo inn aftur, mér var bent á að skipta um hraðamælanema sem og ég gerði en áfram er vandamálið, var búinn að vera mjög góður nú í 2-3 daga og svo byrjaði þetta aftur og á endanum var hraðamælirinn fastur í 90 kmh. Nú hinsvegar er hann kominn aftur í 0 og er ekkert að virka.
Er einhver hér sem gæti vitað hvað það er sem er að hrjá hraðamælinn?
Hraðamæla vesen í Patrol
Re: Hraðamæla vesen í Patrol
Sæll
Ég held að þú hafir svarað þér sjálfur því að ef það er ekki neminn þá er fátt annað sem kemur til greina heldur en hraðamælirinn. Nema það sé hraðamæla breytir á milli þá náttúrulega gæti hann verið að fúska eitthvað.
Ef það væru vírar að klikka þá myndi hann ekki festast í 90, hann ætti að þurfa púlsa til þess að vera þar nema nálin sé skorðuð föst.
Kv Jón Garðar
Ég held að þú hafir svarað þér sjálfur því að ef það er ekki neminn þá er fátt annað sem kemur til greina heldur en hraðamælirinn. Nema það sé hraðamæla breytir á milli þá náttúrulega gæti hann verið að fúska eitthvað.
Ef það væru vírar að klikka þá myndi hann ekki festast í 90, hann ætti að þurfa púlsa til þess að vera þar nema nálin sé skorðuð föst.
Kv Jón Garðar
-
- Innlegg: 61
- Skráður: 02.feb 2010, 00:06
- Fullt nafn: Sigurbjörn H. Magnússon
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Hraðamæla vesen í Patrol
Sæll.
Er þetta breyttur bíll með hraðamælabreyti? Ég er með árgerð 2002 á 38" dekkjum. Hraðamælirinn í honum fór að haga sér á svipaðan hátt og þú lýsir, ýmist sýndi hann ekki neitt eða þá að nálin sveiflaðist upp og niður. Stundum stóð mælirinn fastur í 80 þegar bíllinn stóð kyrr.
Orsökin fyrir þessu var bilaður hraðamælabreytir, sem var vandlega falinn bak við sjálfan hraðamælinn. Ég fjarlægði breytinn og eftir það sýndi raðamælirinn eðlilega hegðun. Að vísu sýnir hann 10% of mikið án breytisins, en það kemur ekki að sök þegar maður veit af því. :-)
Kv. Sigurbjörn.
Er þetta breyttur bíll með hraðamælabreyti? Ég er með árgerð 2002 á 38" dekkjum. Hraðamælirinn í honum fór að haga sér á svipaðan hátt og þú lýsir, ýmist sýndi hann ekki neitt eða þá að nálin sveiflaðist upp og niður. Stundum stóð mælirinn fastur í 80 þegar bíllinn stóð kyrr.
Orsökin fyrir þessu var bilaður hraðamælabreytir, sem var vandlega falinn bak við sjálfan hraðamælinn. Ég fjarlægði breytinn og eftir það sýndi raðamælirinn eðlilega hegðun. Að vísu sýnir hann 10% of mikið án breytisins, en það kemur ekki að sök þegar maður veit af því. :-)
Kv. Sigurbjörn.
Patrol 2002 38"
Re: Hraðamæla vesen í Patrol
Þakka ykkur fyrir þetta, það er einmitt breytir á milli, fer í það að skoða hann og sjá þá til hvort maður fjarlægi hann bara.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur