Góðan dag.
Á dögunum varð ég fyrir því óláni að vélin í Nissan Double Cab hreinlega sprakk. Bíllinn er aðeins keyrður 90þús. km og 2005 árgerðin. Það sem hefur gerst er að stimpillinn losnar frá stimpilstönginni og gerir gat á blokkina á tveimur stöðum. Ég er búinn að taka vélina úr bílnum og komst að því að heddið er heilt. Sveifarásinn er hins vegar skemmdur og blokkin ónýt.
Umboðið bætti þetta tjón allt fram til síðustu áramóta en þá hættu þeir að bæta tjónið. Nú er spurt, hvað á ég til bragðs að taka? Lumar einhver á samskonar vél? Eða jafnvel bara neðri partinn af henni? Einhver góð ráð?
- Egill
Nissan Double Cab
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Nissan Double Cab
félagi minn lenti í þessu þegar kílómetrateljarinn rúllaði yfir 100þkm markið, Nissan tók þetta í ábyrgð, 2003 bíll og rámar í þetta hafi verið árið 2009.
talaðu við Kistufell, þeir amk áttu blokkir með innvolsi í þetta.
sjálfur átti ég svona bíl og var aldrei sáttur með að eiga von á svona skemmtilegheitum ásamt tímagírsvandamálinu og hrikalegum verðum á varahlutum hjá IH.
framhjólalegan (ef hún er sú sama og í Navara, með nafinu) kostar um 100þkr í IH.
talaðu við Kistufell, þeir amk áttu blokkir með innvolsi í þetta.
sjálfur átti ég svona bíl og var aldrei sáttur með að eiga von á svona skemmtilegheitum ásamt tímagírsvandamálinu og hrikalegum verðum á varahlutum hjá IH.
framhjólalegan (ef hún er sú sama og í Navara, með nafinu) kostar um 100þkr í IH.
Re: Nissan Double Cab
Allir svona bílar sem ég þekki hafa splundrast á bilinu 80-150 þús. km. Ég held að þessir YD25dDTi mótorar séu eitthvað hálfFranskt dót en ekki Japanskir.
Þetta er óþolandi þar sem þessir mótorar eru sparneytnir og snöggir og vinna vel.
Ég tel hæpið að svona blokk liggi á lausu þar sem bilanatíðnin er svo há.
Kv. B.I.
Þetta er óþolandi þar sem þessir mótorar eru sparneytnir og snöggir og vinna vel.
Ég tel hæpið að svona blokk liggi á lausu þar sem bilanatíðnin er svo há.
Kv. B.I.
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Nissan Double Cab
Þetta er bensín mótor í upphafi og var svo tekinn og breytt í diesel mótor. Hann er bara ekki nægjilega sterkur, sem diesel mótor.
Lagaðu bílinn og drífðu þig svo að losa þig við hann.
Lagaðu bílinn og drífðu þig svo að losa þig við hann.
Fer það á þrjóskunni
Re: Nissan Double Cab
Ein sagan sagði að þetta væri í grunninn Renault bensínvél sem hefði verið breytt.
Það ruglar svolítið málið að eldri Nissan DC voru með allt annarri dieselvél sem entist og entist. En mér var sagt af trúverðugum aðila að ef að stangarleguboltarnir færu ekki,þá færu bara stimpilstangir,stimplar og tímakeðja.
Það ruglar svolítið málið að eldri Nissan DC voru með allt annarri dieselvél sem entist og entist. En mér var sagt af trúverðugum aðila að ef að stangarleguboltarnir færu ekki,þá færu bara stimpilstangir,stimplar og tímakeðja.
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Nissan Double Cab
birgiring wrote:Ein sagan sagði að þetta væri í grunninn Renault bensínvél sem hefði verið breytt.
Það ruglar svolítið málið að eldri Nissan DC voru með allt annarri dieselvél sem entist og entist. En mér var sagt af trúverðugum aðila að ef að stangarleguboltarnir færu ekki,þá færu bara stimpilstangir,stimplar og tímakeðja.
Veit svo sem ekkert um þetta Renault dæmi, en það er eitt að taka bensín vél og breyta henni í diesel vél og svo er það alveg glórulaust að ætla svo að taka heil ósköp af hestöflum út úr þessu, miðað við lítrafjöldann. Það þýðir bara eitt. framleitt ónýtt. Þar sem að það er á kostnað endingarinnar. Við þurfum ekki að horfa lengra, en á formúlu bíl. upptekt eftir hverja keppni, þar sem að menn eru að eltast við léttleika, samhliða haug af hestöflum.
Fer það á þrjóskunni
Re: Nissan Double Cab
Veit einhver hvort að vél úr samskonar 2003 bíl passi í þennan(2005 árg.)
-
- Innlegg: 201
- Skráður: 19.aug 2011, 17:10
- Fullt nafn: Magnús Guðmundsson
- Bíltegund: Izusu Trooper 3.0 l
Re: Nissan Double Cab
Þú getur séð allt um þeszsi mal inn á vefsíðu sem heitir http://Nissan.Navara.net . Ég lenti í þessu sjálfur 2009. Ódýrast fyrir þig og hentugast væri að ná þér í vél úr Nissan Terrano 2.7 en hún passar beint á kúplingshúsið og er mjög áreiðanleg og endingargóð.ATH. ekki 2.7 tdi, hún passar ekki og ekki tölvukerfið heldur. Gangi þér vel
Kv. MG
Kv. MG
Re: Nissan Double Cab
Það þarf ekki að leita lengi til að finna meira um þessar vélar: http://www.navaraownersclub.com/2009/10 ... e-problem/
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur