Þetta er í annað skipti sem sem þessi gaffall brotnar, hann skiftir mill háa og lága, og er nr. 8 á teikningunni.
Hefur einhver lent í þessu með svipaðan kassa eða veit einhver af hverju þetta gerist?
Þetta er Borg Warner 4426 millikassi með týpískum rafmagns skiftimótor.
Brotinn skiptigaffall í Borg Warner millikassa
Brotinn skiptigaffall í Borg Warner millikassa
- Viðhengi
-
- BW 4426.jpg (126.65 KiB) Viewed 2607 times
-
- Gaffall.jpg (153.26 KiB) Viewed 2607 times
Lífið er of stutt fyrir vont kaffi
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Brotinn skiptigaffall í Borg Warner millikassa
Varstu að skipta á milli háa og lága þegar þetta skeði, eða gerðist þetta allt í einu?
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Brotinn skiptigaffall í Borg Warner millikassa
Þekki svo sem þennan kassa ekki neitt, en myndi veðja á að hann sé ekki að fara nógu vel í drifið og byrjar að streitast á móti gafflinum, hvort sem að þetta er stillingar atriði, stlit í færslubúnaði eða endaslagið á driföxlinum er of mikið. Kúplingin hlýtur að þrýsta á gaffalinn og mynda víbring sem verður til þess að gaffallinn brotnar.
Fer það á þrjóskunni
Re: Brotinn skiptigaffall í Borg Warner millikassa
Kiddi wrote:Varstu að skipta á milli háa og lága þegar þetta skeði, eða gerðist þetta allt í einu?
Nei, þetta hefur gerst tvisvar, í lága drifinu að keyra í snjó, í fyrra skiptið var ég nýbúinn að kaupa bílinn, þá var hann dreginn á verkstæði hjá þeim sem seldi mér bílinn, og skipt um gaffalinn. Settu notaður gaffall og kostaði viðgerðin mig 450.000 kr.
Svipað í seinna skiptið nema nú pantaði ég nýjan gaffal frá USA fyrir 12 USD.
Lífið er of stutt fyrir vont kaffi
Re: Brotinn skiptigaffall í Borg Warner millikassa
svarti sambo wrote:Kúplingin hlýtur að þrýsta á gaffalinn og mynda víbring sem verður til þess að gaffallinn brotnar.
Ég setti annann kassa undir meðan ég bíð eftir gafflinum (þarf að komast í ferð um helgina :-))
svo þegar hann kemur fer ég í að finna ástæðu fyrir þessum brotum, eins og hefði átt að gera í fyrra skiptið.
Lífið er of stutt fyrir vont kaffi
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Brotinn skiptigaffall í Borg Warner millikassa
Er næg færsla í drifsköftunum? Getur verið að annað hvort skaftið botni við fjöðrun og þrýsti þá á millikassann?
Re: Brotinn skiptigaffall í Borg Warner millikassa
Þetta er góður punktur Kiddi, ég þarf að skoða það.
Í millitíðinni eru allar tillögur vel þegnar.
Í millitíðinni eru allar tillögur vel þegnar.
Lífið er of stutt fyrir vont kaffi
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur