Hvað eru menn að nota til að stjórna loftpúða fjöðrun hjá sér
Kv Guðjón.
Loftpúðafjöðrun
-
- Innlegg: 147
- Skráður: 02.feb 2010, 17:24
- Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
- Bíltegund: Cherokee ZJ
Re: Loftpúðafjöðrun
Sumir dæla bara í púðana eftir þörfum, en það er heldur leiðinlegt að vera alltaf að hræra í því.
Einnig er hægt að fá t.d. í landvélum mekaníska hæðarventla fyrir loftfjöðrun. Það er einfalt að tengja það og virkar vel, en það verður að gæta þess að kaupa ventla með töf því ef ventlarnir virka strax er hætt við því að fjöðrunin verði alltaf að rugla eitthvað í akstri og þá getur bíllinn pumpast upp t.d. á þvottabretti.
Einnig er hægt að fá t.d. í landvélum mekaníska hæðarventla fyrir loftfjöðrun. Það er einfalt að tengja það og virkar vel, en það verður að gæta þess að kaupa ventla með töf því ef ventlarnir virka strax er hætt við því að fjöðrunin verði alltaf að rugla eitthvað í akstri og þá getur bíllinn pumpast upp t.d. á þvottabretti.
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"
Jeep Grand Cherokee '95 38"
Re: Loftpúðafjöðrun
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur
-
- Innlegg: 130
- Skráður: 31.jan 2010, 22:35
- Fullt nafn: johann oddgeir johannsson
- Staðsetning: skagafjörður
Re: Loftpúðafjöðrun
það er lika hægt að fá þessa hæðaventla í öllum trukkabúðum et, ósal og trukknum þær er fleiri ég man bara ekki hvað þær heita allar
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Loftpúðafjöðrun
Ég er með svipaða loka og linkurinn á Ebay bendir á, nema ég er með tveggja nála mælir og loka sitthvoru megin við, ég fékk þetta frá Fjaðrabúðinni Parti 2008 og hefur verið alveg til friðs.
Það átti að setja útá þetta í skoðun, en við nánari athugun hjá skoðunarmanninum (símtal suður) kom í ljós að sjálfvirkir hæðarventlar eru ekki krafa.
Ég er algerlega á móti rafmagnslokum í svona og ákvað þessvegna að hafa þetta eins einfalt og mögulegt er en ég varð þó að leggja loftlagnir inn í bíl
Það átti að setja útá þetta í skoðun, en við nánari athugun hjá skoðunarmanninum (símtal suður) kom í ljós að sjálfvirkir hæðarventlar eru ekki krafa.
Ég er algerlega á móti rafmagnslokum í svona og ákvað þessvegna að hafa þetta eins einfalt og mögulegt er en ég varð þó að leggja loftlagnir inn í bíl
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Loftpúðafjöðrun
Accuair er eina vitið.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 51
- Skráður: 16.sep 2013, 22:19
- Fullt nafn: Guðjón Þór Jónsson
- Bíltegund: Ford f 250
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Hafa samband:
Re: Loftpúðafjöðrun
jwolf wrote:Accuair er eina vitið.
Sæll hvað kerfi ert þú að nota frá þeim ?
kv Guðjón.
Re: Loftpúðafjöðrun
Er með e-level með hæðar nema á hvert hjól og stillingar á alla mögulega og ómögulega vegu. Virkar alveg þræl fínt sérstaklega gott að gera keypt heildarlausn.
-
- Innlegg: 90
- Skráður: 02.mar 2011, 19:34
- Fullt nafn: Þráinn Ársælsson
- Bíltegund: Chevrolet K2500
- Staðsetning: Vík í Mýrdal
- Hafa samband:
Re: Loftpúðafjöðrun
ódýrast eru lofttakkarnir og mælar með
svo er það rafmagns takkar og loftlokar
hæðarjöfnunarlokar af vörubílum voru vinsælir, og getur stýrt hæðinni með að bæta við loftlokum, held að stykkið af þeim hafi verið á 13þ í ET
E level er klárlega flottasti búnaðurinn, eina sem ég er hræddur við er hvernig svona skynjarar endast við okkar yndislegu aðstæður, og hvað kostar svona skirka heim komið?
svo er það rafmagns takkar og loftlokar
hæðarjöfnunarlokar af vörubílum voru vinsælir, og getur stýrt hæðinni með að bæta við loftlokum, held að stykkið af þeim hafi verið á 13þ í ET
jwolf wrote:Er með e-level með hæðar nema á hvert hjól og stillingar á alla mögulega og ómögulega vegu. Virkar alveg þræl fínt sérstaklega gott að gera keypt heildarlausn.
E level er klárlega flottasti búnaðurinn, eina sem ég er hræddur við er hvernig svona skynjarar endast við okkar yndislegu aðstæður, og hvað kostar svona skirka heim komið?
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur