Í leiðbeiningunum segir eftirfaranda varðandi vírana.
(The two IAT signal ports will carry a value 1 to 5 volts and earth)
Ég fór á netið og fann síðu og samkvæmt henni eru IAT (Intake air tempertature sensor) vírarnir lýst sem hvítum með svötrum röndum og rauðum með blárri rönd. Á meðfylgjandi mynd held ég undir vírana með pinnanum. En eins og framleiðandinn segir þá þarf ég að plögga mig inn á tvo víra og ég finn þá með því að nota mælinn til að finna þessi 5 volt. En ef ég set pólana á mælinum á þessar víra (s.s rauða með bláu röndinni og hvíta með svörtu röndinni) þá kemur bara 0 á mælinn. En þarna undir er svarti vírinn sem er líklega jörðinn og ef ég fer með annan pólinn á þann vír og hinn pólinn á annahvorn merkta vírinn þá fæ ég 5 volta merki.
Þannig að spurningin mín er hver er rétti vírinn, er einhver sem getur liðsinnt mér.
