Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 27.06.16
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar mér lýst vel á þetta Villi og Co. En annað mál ég er núna að klára rafmagnið. Það eina sem er eftir er hleðslan það logaði alltaf rauða rafgeymaljósið í mælaborðinu í Crusernum og er það hvimleitt þannig að ég tók peruna úr því ég get ekki fundið út úr því. Ég fékk altenatorinn til að hlaða með því að setja peru sem er 21 w sem viðnám inn á svissstraum og nota jörðina úr altenatornum og þá fæ ég hann til að hlaða eðlilega og slökkva á perunni 5 w pera dugaði ekki. En þegar ég ætla svo að drepa á með því að svissa af gengur það ekki og bíllinn gengnur eins og enginn sé morgundagurinn því þá er altenatorinn ekki lengur jörð heldur farinn að framleiða plús og verð ég því að taka strauminn af peru dæminu svo hægt sé að drepa á. Er einhver önnur leið sem ég get notað önnur en rofi eða einstefnu díóða?? kveðja guðni
-
- Innlegg: 138
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Baldur Pálsson
- Staðsetning: Akureyri
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
villi58 wrote:Svo er hægt að setja flipa á brettakantinn sem lokar hjólskálinni.
Þetta er mjög flott útfærsla Gunnari Pálma og félögum https://fbcdn-sphotos-a-a.akamaihd.net/ ... 0557_n.jpg
https://fbcdn-sphotos-f-a.akamaihd.net/ ... 6408_n.jpg
-
- Innlegg: 2135
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Baldur Pálsson wrote:villi58 wrote:Svo er hægt að setja flipa á brettakantinn sem lokar hjólskálinni.
Þetta er mjög flott útfærsla Gunnari Pálma og félögum https://fbcdn-sphotos-a-a.akamaihd.net/ ... 0557_n.jpg
https://fbcdn-sphotos-f-a.akamaihd.net/ ... 6408_n.jpg
Jæja Guðni! Þarna er lausnin sem ég var að reyna að segja, held að þetta væri flott á þínum. Kveðja! VR
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Baldur Pálsson wrote:villi58 wrote:Svo er hægt að setja flipa á brettakantinn sem lokar hjólskálinni.
Þetta er mjög flott útfærsla Gunnari Pálma og félögum https://fbcdn-sphotos-a-a.akamaihd.net/ ... 0557_n.jpg
https://fbcdn-sphotos-f-a.akamaihd.net/ ... 6408_n.jpg
Þessi er flott og takk fyrir þetta.Erum búnir að sjóða í hjólskálina. Svo næst er það hleðslan og húddlokið um helgina. kveðja guðni
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Tengið fyrir stýristrauminn sem stjórnar vaccuminu fyrir ádreparann er aftan á soggreininni. Vaccumkerfið þarf að vera í lagi til að drepa á bílnum. Utan á olíuverkinu er líka armur sem hægt er að drepa á með,en hann er ekki nýttur sem slíkur í þessum bílum,heldur er spjald sem lokar soggreininni sem er öruggara að því leyti að þá er hægt að drepa á bílnum t.d. ef túrbínan bilar og fer að dæla smurolíu inn í soggreinina.
Kv. Birgir
Kv. Birgir
- Viðhengi
-
- Ádreparatengi.jpg (175.07 KiB) Viewed 12144 times
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll Biggi og takk fyrir myndina kanski ég breiti þessu í handvirkan ádrepara.kveðja guðni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar og góðan dag að venju.
Byrjuðum á föstudaginn eftir hádegi að lengja húddið á Cruser og er það töluvert mikið verk fannst okkur Snilla. Settum afturhlera pumpur sem hjálpar átak og líka orginal stöngina. Pumpurnar halda húddinu að öllu jöfnu en stöngin er nauðsynleg ef snjór er á húddinu. Til að toga það niður setjum við strekkjaraband sem fest verður neðan í húddið og í framstykkið. Fékk breiddarljós og var ég ekki hress með þau því þau voru bæði á sömu hliðina við fyrstu sýn og þusaði ég heilmikið yfir þessu í morgun og allt var ómögulegt. Það var ekki fyrr en hundurinn minn hann Brúnó benti mér á að það er hægt að svissa glerjum að vild og á hann þakkir skyldar þessi hundur er alveg ótrúlega greindur. kveðja Guðni
Byrjuðum á föstudaginn eftir hádegi að lengja húddið á Cruser og er það töluvert mikið verk fannst okkur Snilla. Settum afturhlera pumpur sem hjálpar átak og líka orginal stöngina. Pumpurnar halda húddinu að öllu jöfnu en stöngin er nauðsynleg ef snjór er á húddinu. Til að toga það niður setjum við strekkjaraband sem fest verður neðan í húddið og í framstykkið. Fékk breiddarljós og var ég ekki hress með þau því þau voru bæði á sömu hliðina við fyrstu sýn og þusaði ég heilmikið yfir þessu í morgun og allt var ómögulegt. Það var ekki fyrr en hundurinn minn hann Brúnó benti mér á að það er hægt að svissa glerjum að vild og á hann þakkir skyldar þessi hundur er alveg ótrúlega greindur. kveðja Guðni
- Viðhengi
-
- setti afturhlera pumpur og halda þær húddinu.JPG (166.79 KiB) Viewed 11878 times
-
- setti líka orginal stöngina með en stytti hana aðeins.JPG (154.41 KiB) Viewed 11878 times
-
- Verið að lengja húddið og þarna eru breidarljósin kominn kostuðu 3500 með perum.JPG (112.62 KiB) Viewed 11878 times
Síðast breytt af sukkaturbo þann 16.feb 2014, 23:11, breytt 1 sinni samtals.
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
ef að þessi ljós eru eitthvað eins og þau sem ég er með á vagninum hjá mér þá mæli ég með því að henda þessu gleri undir eins og skera af kók flösku og setja í staðinn brotnar alveg endalaust (sleppur kannski þarsem það ætti ekki að þurfa að draga þig vonum við) ;)
-
- Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Ég er hættu að kaupa svona ljós á bílana sem ég þjónusta hérna í Norge. Núna kaupi ég bara LED hliðar og breiddarljós vegna þess að hitt er alltaf brotið eða fullt af vatni. LED kostar meira til að byrja með en tíminn og peningarnir sem sparast á að þurfa ekki að skipta um perur eða tæma úr þessu vatn er fljótt að skila sér. Það er hægt að fá nákvæmlega eins gúmmíarma með LED ljósum. Gætir eflaust sett nýju LED ljósin í gamla gúmmíarma sem eru með peru í.
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1395
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Ég hef fulla trú á því að Snilli og Tilli nái að láta þessi ljós duga. Það gæti kannski þurft að renna nýtt ljós úr ljósastaur, tálga gler úr hvalbeinum og víra upp með sundurtoguðum háspennuvírum, en ljósin munu virka!
Land Rover Defender 130 38"
-
- Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Okkur vantar "Like" takka.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Járni wrote:Ég hef fulla trú á því að Snilli og Tilli nái að láta þessi ljós duga. Það gæti kannski þurft að renna nýtt ljós úr ljósastaur, tálga gler úr hvalbeinum og víra upp með sundurtoguðum háspennuvírum, en ljósin munu virka!
Ef einhverjir gætu framkvæmt þetta þá eru það Snilli og Tilli. Hvalinn verður að skjóta með niðurrendum unimog öxli, vinstra megina að aftan.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 2667
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Stebbi wrote:Járni wrote:Ég hef fulla trú á því að Snilli og Tilli nái að láta þessi ljós duga. Það gæti kannski þurft að renna nýtt ljós úr ljósastaur, tálga gler úr hvalbeinum og víra upp með sundurtoguðum háspennuvírum, en ljósin munu virka!
Ef einhverjir gætu framkvæmt þetta þá eru það Snilli og Tilli. Hvalinn verður að skjóta með niðurrendum unimog öxli, vinstra megina að aftan.
Af hverju þarf að skjóta hvalinn í vinstri rasskinnina?
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
jongud wrote:Af hverju þarf að skjóta hvalinn í vinstri rasskinnina?
Nú ég hef aldrei heyrt að neinn hafi skotið hvali í hægri rasskinina :)
Nissan Patrol Y60 TD2.8
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
cameldýr wrote:jongud wrote:Af hverju þarf að skjóta hvalinn í vinstri rasskinnina?
Nú ég hef aldrei heyrt að neinn hafi skotið hvali í hægri rasskinina :)
Nei enda passar ekki vinstri afturöxull vel í hægri rasskinn, það eru allt aðrar rillur þar. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar áfram með smíðina. Nú fer að styttast í að koma bílnum á númer.
Fór í þá vinnu í dag eftir að ég hafði sparslað og grunnað húddið endalausa. Hringdi í Samgöngustofu og röflaði heil lengi við símsvaran að venju. Fékk loks samband við meðferðar fulltrúa sem tók vel á móti mér og varð ég að kaupa af henni ný númer á bílinn og í leiðinni Fornbílaskráningu það kostaði 5700 krónur samtals. Ansi vel sloppið miðað við að ein Pulsa með öllu kostar 550 krónur. Síðan var haft samband við TM sem er mitt tryggingarfélag og óskað eftir tryggingu á Cruserinn eftir smá jaml og tuð var mér boðin heilsárs trygging á bílinn og innifalið í henni var ferða trygging sem dugði fyrir okkur í Sést Heim til Mömmu jeppaklúbbsins að upphæð 48.500 á árs grundvelli.
Ekki var neinn séns að koma þessu neðar svo ég tók því í bili. Svo næst er að fara í að ná í Vigtarvottorð og Hjólastillingarvottor og Hraðamælavottorð og læknisvottorð handa mér svo allt sé löglegt og skella sér svo í skoðunn í næsta mánuði. En þá kemur einn valkvíðinn enn, á maður að fara í Tékkland, Frumherja, eða Aðalskoðun.
En aftur í smíðina við eignuðumst lofthreinsaran af 6x6 Raminum hans Gunna vinar míns og set ég inn myndir af honum hér. Þessi ósköp er þannig að inn í krukkunni sem stendur upp í loftið er spaði eða hvirfill sem snýst inn í hólknum og sá ég fyrir mér að hægt er að þeyta rjóma með honum á meðan maður grillar lambalærið á pústgreininni. Það er KN filter inn í þessu apparati og þetta á að vera staðsett á hægra frambrettinum. Það er að segja ef mönnum finnst það passa bílnum annars fer þetta í ruslið og við setjum KN filter beint á soggreinina. Svo endilega tjáði ykkur á að nota þetta dót eða sleppa því. kveðja Guðni
Fór í þá vinnu í dag eftir að ég hafði sparslað og grunnað húddið endalausa. Hringdi í Samgöngustofu og röflaði heil lengi við símsvaran að venju. Fékk loks samband við meðferðar fulltrúa sem tók vel á móti mér og varð ég að kaupa af henni ný númer á bílinn og í leiðinni Fornbílaskráningu það kostaði 5700 krónur samtals. Ansi vel sloppið miðað við að ein Pulsa með öllu kostar 550 krónur. Síðan var haft samband við TM sem er mitt tryggingarfélag og óskað eftir tryggingu á Cruserinn eftir smá jaml og tuð var mér boðin heilsárs trygging á bílinn og innifalið í henni var ferða trygging sem dugði fyrir okkur í Sést Heim til Mömmu jeppaklúbbsins að upphæð 48.500 á árs grundvelli.
Ekki var neinn séns að koma þessu neðar svo ég tók því í bili. Svo næst er að fara í að ná í Vigtarvottorð og Hjólastillingarvottor og Hraðamælavottorð og læknisvottorð handa mér svo allt sé löglegt og skella sér svo í skoðunn í næsta mánuði. En þá kemur einn valkvíðinn enn, á maður að fara í Tékkland, Frumherja, eða Aðalskoðun.
En aftur í smíðina við eignuðumst lofthreinsaran af 6x6 Raminum hans Gunna vinar míns og set ég inn myndir af honum hér. Þessi ósköp er þannig að inn í krukkunni sem stendur upp í loftið er spaði eða hvirfill sem snýst inn í hólknum og sá ég fyrir mér að hægt er að þeyta rjóma með honum á meðan maður grillar lambalærið á pústgreininni. Það er KN filter inn í þessu apparati og þetta á að vera staðsett á hægra frambrettinum. Það er að segja ef mönnum finnst það passa bílnum annars fer þetta í ruslið og við setjum KN filter beint á soggreinina. Svo endilega tjáði ykkur á að nota þetta dót eða sleppa því. kveðja Guðni
- Viðhengi
-
- hærivélin.jpg (124.48 KiB) Viewed 9007 times
-
- hvernig lookar þetta snýr að vísu öfugt.jpg (135.79 KiB) Viewed 9007 times
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2492
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Mér finnst þetta röff töff, eins og faratækið sjálft.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Í ruslið með þetta, láta fína lookið halda sér :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 657
- Skráður: 18.feb 2011, 13:16
- Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
- Staðsetning: Suðurland
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
þið ráðið því að sjálfsögðu en ég segi í ruslið með þetta hehe :) finnst það ekki passa bílnum ;)
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
-
- Innlegg: 2135
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
elliofur wrote:Í ruslið með þetta, láta fína lookið halda sér :)
Sammála Ella, í ruslið.
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Beina leið í ruslið með þetta ef ég á að ráða
-
- Innlegg: 126
- Skráður: 05.okt 2012, 22:18
- Fullt nafn: Hannibal Páll Jónsson
- Bíltegund: hilux,BMW
- Staðsetning: sauðanes viti
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
setja þetta á annars mátt þú selja mér þetta á góðum prís :P
-
- Innlegg: 2667
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
...ruslið...
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Er ekki málið að halda þessu? Þetta virðist leysa kitchen aid hrærivélarnar af hólmi og það er nú ekkert betra en að fá smá rjóma með lambalærinu.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Ég segi eins og Hannibal mér finnst þetta flott og myndi nota þetta annars væri ég til í að versla þetta á fínum prís eins og hann.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1395
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Röff-töff-ruglum-bullu-samsuðu-tæki á að sjálfsögðu að vera með stórfurðulegan lofthreinsara. Henda ruslinu og festa þetta á brettið.
Land Rover Defender 130 38"
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
þetta er bara töff, væri synd að setja þetta ekki á
-
- Innlegg: 48
- Skráður: 20.júl 2011, 21:27
- Fullt nafn: Tómas Ingi Árnason
- Bíltegund: toyota hilux
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
ég myndi seigja að settja þetta því þetta er bara flott
Hægt fer margt sér hratt fer fátt sér
Toyota hilux 90 38"
Toyota hilux 90 38"
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Þetta er nógu sérstakur bíll án þess að það sé krómaður hitakútur á honum. Segi ruslið.
Davíð Örn
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Að sjálfsögðu á að setja þetta á skrímslið, enda er í þessu mekkaniskur Hi-Clone sem gefur örugglega ekki minna en 70 hestöfl og 150nm í tog. Cummins límmiði á dolluna og vetnisverksmiðja í húddið og þá getur hann farið að krumpa malbik.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar kyndum þetta aðeins meira það væri hægt að kúka í dolluna og spara með því olíu og fá meiri kraft. Já nei ég tek ekki sénsin og breiti þessu í Mulinex aftur.kveðja Guðni
Síðast breytt af sukkaturbo þann 17.feb 2014, 20:00, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Ég myndi ekki taka sénsinn á því það gæti stíflað Múlínexinn og bílgreyið fengi viðurnefnið SaurFinnur.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Svo myndi ég fara í Tékkland. Hef verið ánægður með þá uppá síðkastið.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar og takk fyrir grínið ekki veitir af að lyfta þessu aðeins. Hér á Sigló er bara Frumherji en Aðalskoðun er á Ólafsfirði. Hér er ekki bremsubraut sem tekur Cruserinn á 54" dekkunum og ekki má ég aka honum til Akureyrar þar sem hann er ekki skoðaður og ég vil láta skoðan hér í bænum fyrst hér er skoðunarstöð. Númerin koma líklega meða skoðunarmanninum hingað þegar bíllinn verður skoðaður. Hann er breitingarskoðaður frá því gamladaga en þarf auðvitað að fara í aðra breitingar skoðun vegna stækkunar á hjólbörðum og svo þessa venjulegu skoðun þar sem númer hafa legið inn frá 2011. Svo hver er staða okkar með bílinn? Verðum við að fara með hann á Akureyri á kerru eða hvað?? kveðja Guðni
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Fara með hann í spotta bara er það ekki?
Það er þá vonandi í síðasta skiptið sem þessi bíll er á "receiving" endanum á spotta ;-)
Með lofthreinsarann...það væri algert guðlast að setja þessi ósköp á Toyotu. Hvernig á alvöru TOYOTA mótor að geta andað í gegn um filter sem er smíðaður á ljósavél?
Svo er þetta drossía, ekki vinnuvél. Loftmótstaða og þannig....og svo lúkkið auðvitað.
Frekar að pæla í spoilerum til að missa ekki veggrip yfir 3ja gír. Hann gæti verið að draga full mikið loft undir boddíið svona eins og hann er.
kv
Grímur
Það er þá vonandi í síðasta skiptið sem þessi bíll er á "receiving" endanum á spotta ;-)
Með lofthreinsarann...það væri algert guðlast að setja þessi ósköp á Toyotu. Hvernig á alvöru TOYOTA mótor að geta andað í gegn um filter sem er smíðaður á ljósavél?
Svo er þetta drossía, ekki vinnuvél. Loftmótstaða og þannig....og svo lúkkið auðvitað.
Frekar að pæla í spoilerum til að missa ekki veggrip yfir 3ja gír. Hann gæti verið að draga full mikið loft undir boddíið svona eins og hann er.
kv
Grímur
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
sukkaturbo wrote:Sælir félagar og takk fyrir grínið ekki veitir af að lyfta þessu aðeins. Hér á Sigló er bara Frumherji en Aðalskoðun er á Ólafsfirði. Hér er ekki bremsubraut sem tekur Cruserinn á 54" dekkunum og ekki má ég aka honum til Akureyrar þar sem hann er ekki skoðaður og ég vil láta skoðan hér í bænum fyrst hér er skoðunarstöð. Númerin koma líklega meða skoðunarmanninum hingað þegar bíllinn verður skoðaður. Hann er breitingarskoðaður frá því gamladaga en þarf auðvitað að fara í aðra breitingar skoðun vegna stækkunar á hjólbörðum og svo þessa venjulegu skoðun þar sem númer hafa legið inn frá 2011. Svo hver er staða okkar með bílinn? Verðum við að fara með hann á Akureyri á kerru eða hvað?? kveðja Guðni
Sæll, er ekki bara best að taka út númerin og keyra hann þangað sem þú vilt láta skoða hann? Er ekki viss á því útaf breytingu á dekkjastærð, en þú mátt taka númerin út og keyra á honum út á skoðunarstöð. það má líða vika frá því að númerin eru tekin út og hann er skoðaður, seinast þegar ég gáði. Best bara að hringja í umferðarstofu og fá þetta staðfest samt.
-
- Innlegg: 657
- Skráður: 18.feb 2011, 13:16
- Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
- Staðsetning: Suðurland
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
nema það hafi verið klippt af honum númerin af lögreglu, þá er bara hægt að fá númerin á bílinn ef hann fer í skoðun og fær skoðun.
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur