6.2 gm dísel
6.2 gm dísel
sælir.
ég er í smá vandræðum með gamlan 6.2 gm dísel mótor, semsagt hann drap á sér á ferð (misti kraftin og dó svo)
hef ekki náð honum í gang eftir það, hvað er það sem er helst að fara í þessum mótorum og hvar væri best að byrja að leita af vandamálinu?
ég er í smá vandræðum með gamlan 6.2 gm dísel mótor, semsagt hann drap á sér á ferð (misti kraftin og dó svo)
hef ekki náð honum í gang eftir það, hvað er það sem er helst að fara í þessum mótorum og hvar væri best að byrja að leita af vandamálinu?
Re: 6.2 gm dísel
Hráolíudæla? (fæðidæla, rafmagns oft í grindinni) Myndi byrja á að skoða allt mjög vel sem sér um að fæða olíu að olíuverki.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: 6.2 gm dísel
Bilaður ádrepari, það er segulloki á olíuverkinu sem lokar fyrir olíuna þegar hann missir straum (eða bilar).
-
- Innlegg: 282
- Skráður: 05.jan 2013, 00:23
- Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
- Bíltegund: GMC Suburban
Re: 6.2 gm dísel
hvaða árgerð er eitthvað rafmagns á þessari vél sveifarásskynjari gætio verið farin og ef hún er með rafstýrðri innhjöf þá láta þær svona ef Throttle Position sensorinn fer
en ef þetta er alveg manual vel þá myndi ég eins og Oddur og Jón segja
Byrja á að athuga hvort fæðidælan á grindini undir bílstjórasætinu fari í gang heyri tikka í henni í ca 10 sec þegar svissað er á drepur á sér sjálf þegar hún er búinn að byggja upp rýsting fram í síuna
ef ekki það athuga þá með segullokan á ádreparanum
en ef þetta er alveg manual vel þá myndi ég eins og Oddur og Jón segja
Byrja á að athuga hvort fæðidælan á grindini undir bílstjórasætinu fari í gang heyri tikka í henni í ca 10 sec þegar svissað er á drepur á sér sjálf þegar hún er búinn að byggja upp rýsting fram í síuna
ef ekki það athuga þá með segullokan á ádreparanum
Kemst allavega þó hægt fari
Re: 6.2 gm dísel
Góða kvöldið. Athugaðu með ádreparann hvort kemur straumur á leiðsluna / Hvort smellur í spólunni ef straumtengdri leiðslu er slegið í spaðann. Er ventillinn ofaná olíjuverkinu stíflaður , Hann á að halda uppi ákveðnum þrístingi enn steindrepur á Vélinni ef hann stíflast.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: 6.2 gm dísel
Ætla að skjóta 100% á ádreparaspóluna, það er fátt annað sem drepur á þessu svona skyndilega. Fæðidælan er utaná vélini eins og á öllum gömlum V8 vélum og það á ekki að vera neitt rafmagnsógeð á þeim til að gera lífið leiðinlegt.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: 6.2 gm dísel
þetta er 6.2 gm 1986 mótor
Re: 6.2 gm dísel
Menn hafa oft sett rafmagnsdælu til að hjálpa mekanisku dæluni á þessari vél Lenti í svipuðu veseni með 6,2 og skoðaði þá ádreparaspólu sem reyndist vera í lagi þegar ég prufaði að setja rafmagnsdælu komst ég að því að rörið í tanknum var botið svo hann dróg bara loft þar. Það er ágætt að setja rafmagnsdælu á lögnina til að athuga hvort lagnir eru í lagi. Ég tók dæluna úr eftir að meinvaldurinn fanst og mekaníksa dælan dugði
Re: 6.2 gm dísel
Offari wrote:Menn hafa oft sett rafmagnsdælu til að hjálpa mekanisku dæluni á þessari vél Lenti í svipuðu veseni með 6,2 og skoðaði þá ádreparaspólu sem reyndist vera í lagi þegar ég prufaði að setja rafmagnsdælu komst ég að því að rörið í tanknum var botið svo hann dróg bara loft þar. Það er ágætt að setja rafmagnsdælu á lögnina til að athuga hvort lagnir eru í lagi. Ég tók dæluna úr eftir að meinvaldurinn fanst og mekaníksa dælan dugði
þú átt ekki þessa dælu enþá til?
Re: 6.2 gm dísel
svo annað... ég held að ég sé með startara úr bensín bíl og þar að leiðandi ekki niður gíraðan, þar að leiðandi snýst mótorinn mjög hægt þegar reint er að starta og ekki hægt að starta lengi því þá hitnar startarinn
Re: 6.2 gm dísel
er búin að skoða ádeparan og hann virkar, en núna sýnist mér á öllu að startarinn sé ekki að gera sig
Re: 6.2 gm dísel
Bíllinn fer ekki í gang nema fá nægt start.
Re: 6.2 gm dísel
ég bendi á ventilinn á verkinu sem er á affallinu eins og Hrollur, hef séð þetta vera vandamálið í svona mótor með þessari lýsingu
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: 6.2 gm dísel
oddur11 wrote:er búin að skoða ádeparan og hann virkar, en núna sýnist mér á öllu að startarinn sé ekki að gera sig
Today is your lucky day.
viewtopic.php?f=31&t=21156
http://www.jeppafelgur.is/
Re: 6.2 gm dísel
Daginn
Ventillinn ofan á olíuverkinu er mjög auðskoðaður því að það er bara glær kúla og gormur inní honum. Ef þú tekur hann úr og potar einhverju sem kemst inn í gatið á kúluna þarf hún að gefa eftir. Þetta er þrýstijafnari í sinni einföldustu mynd.
Hráolíudælan getur náttúrulega bilað. Hana má kanna með því að aftengja slönguna frá henni og starta, þá ætti að sullast olía úr henni.
Stíflur í fæðilögnum að vélinni mætti kanna á svipaðann máta og stífla í retúrlögninni má kanna með því að tengja slöngu við hana og leiða ofaní fötu enn ekki til baka í tank og athuga hvort hann fari í gang.
Nýjir startarar við þessa vél eru niðurgíraðir, ekki uppgíraðir þannig að ef þeir fá nóg af rafmagni snúast þeir miklu hraðar en þeir niðurgíruðu og ættu að eiga auðveldara með að gangsetja ef þéir fá nóg rafmagn.
Í versta falli getur þú kippt olíupönnunni undan og athugað þar því að ákveiðnn galli við þessar vélar er að blokkin á til að springa við höfuðlegubúkkana í miðjunni og þá endar með því að sveifarásinn fer í tvennt. Það er trúlega auðséð ef pannan er komin niður. Ég myndi ekki byrja á þessu.
Kv Jón Garðar
Ventillinn ofan á olíuverkinu er mjög auðskoðaður því að það er bara glær kúla og gormur inní honum. Ef þú tekur hann úr og potar einhverju sem kemst inn í gatið á kúluna þarf hún að gefa eftir. Þetta er þrýstijafnari í sinni einföldustu mynd.
Hráolíudælan getur náttúrulega bilað. Hana má kanna með því að aftengja slönguna frá henni og starta, þá ætti að sullast olía úr henni.
Stíflur í fæðilögnum að vélinni mætti kanna á svipaðann máta og stífla í retúrlögninni má kanna með því að tengja slöngu við hana og leiða ofaní fötu enn ekki til baka í tank og athuga hvort hann fari í gang.
Nýjir startarar við þessa vél eru niðurgíraðir, ekki uppgíraðir þannig að ef þeir fá nóg af rafmagni snúast þeir miklu hraðar en þeir niðurgíruðu og ættu að eiga auðveldara með að gangsetja ef þéir fá nóg rafmagn.
Í versta falli getur þú kippt olíupönnunni undan og athugað þar því að ákveiðnn galli við þessar vélar er að blokkin á til að springa við höfuðlegubúkkana í miðjunni og þá endar með því að sveifarásinn fer í tvennt. Það er trúlega auðséð ef pannan er komin niður. Ég myndi ekki byrja á þessu.
Kv Jón Garðar
Re: 6.2 gm dísel
Er ekki að fa hann i gang.... er að gefast upp a þessu, hvaða verkstæði er best að fara með svona gamla dísilvélar?
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: 6.2 gm dísel
Hefurðu prófað að gefa honum smá eter og athuga hvort að hann sýni einhver viðbrögð,þar sem að þú talar um að startarinn sé slappur. eins hvort að hann sé að fá olíu uppá spíssana. en farðu varlega í eterinn ef að þú prófar það. og ef að hann sýnir bara viðbrögð með eterinn en fer ekki í gang að þá er hann sennilega ekki að fá næga olíu eða hann kannski hlupið yfir á tíma en þá sennilega sýnir hann engin viðbrögð.
Fer það á þrjóskunni
Re: 6.2 gm dísel
Er buin að kaupa glæ nýjan startara og prufa startspray, er ekki að na neinum árangri, hef hvorki aðstöðu eða kunnáttuna á svona dísilvélar til að haldi mikið meira áfram, vill bara fá þetta i gang
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: 6.2 gm dísel
Þetta fer ekki í gang nema að hafa nóg af rafmagni og glóðarhitunin virki. Ef að þetta virkar ekki þá startar hann bara og startar þangað til að þú kveikir í startaranum. Gætir prufað að láta renna sjóðandi heitt vatn úr slöngu yfir runnerana í milliheddinu í dálítinn tíma áður en þú reynir að starta, það hjálpar oft að fá heitt loft í startinu ef að glóðin er léleg.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: 6.2 gm dísel
Samt með góðu starti og startspreyi þá ætti vélin að taka við sér og sprengja... ef hann deyr svo strax aftur í framhaldinu vantar olíu.
Með því að vera tveir ættir þú að geta haldið honum gangandi með startspreyi. Ef það er ekki að ganga þá færi ég að íhuga þjöppumælingu?
Með því að vera tveir ættir þú að geta haldið honum gangandi með startspreyi. Ef það er ekki að ganga þá færi ég að íhuga þjöppumælingu?
Re: 6.2 gm dísel
Eg prufaði aðan að losa framan a fremsta spíss og starta en fæ enga olíu
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: 6.2 gm dísel
oddur11 wrote:Eg prufaði aðan að losa framan a fremsta spíss og starta en fæ enga olíu
Þá er þrennt sem getur verið að, ádrepari, fæðidæla eða olíuverkið ónýtt (sem er hæpið). Varstu búin að athuga hvort það kemur olía að verkinu frá fæðidæluni?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: 6.2 gm dísel
Olíulaus?
Re: 6.2 gm dísel
Hef ekki enþa set fæðudælu a kerfið en, adrepispolan virkar (klikkar allavega i henni) og það er næstum fullur tankur af olíu a honum
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: 6.2 gm dísel
Er ekki handæla á hráolíusíuhúsinu hjá þér og afloftunarskrúfa líka. handælan er bara svona hnappur ofaná síuhúsinu og þú ýtir bara ofaná hann og þá dælir hún, einnig ætti að vera afloftunarskrúfa líka og ef ekki, þá losarðu bara slönguna frá síuhúsinu (eiga að vera örvar ofaná til að sýna streymisáttina) og sérð þá hvort að hún sé nokkuð að draga falskt loft frá tankinum eða hvort að einstefnulokinn í síuhúsinu sé opinn,því þá sogar hún til baka þegar að hnappurinn fer upp og sullar bara í sjálfri sér og vélin getur dregið falskt loft í gegnum retúrlögnina.
einnig er algjört frumskylirði að mótþrýstilokinn á verkinu sé að virka rétt. hann getur staðið fastur opinn og þá nær verkið ekki að byggja upp þrýsting. Þó svo að ég þekki ekki þessa tilteknu vél að þá vinna allar þessar vélar eins í grunninn sama hvað þær heita og svo er bara spurningin um aukadraslið við þær til að fá fleiri hestöfl á móti hverju kg af járni. mótþrýstilokinn er yfirleitt í banjóboltanum á lögninni frá verkinu og er ýmist kúla með gormi fyrir aftan eða mjög grannt gat í endanum á honum og ef að þú blæst í hann að þá áttu að finna fyrir smá mótstöðu.
einnig er algjört frumskylirði að mótþrýstilokinn á verkinu sé að virka rétt. hann getur staðið fastur opinn og þá nær verkið ekki að byggja upp þrýsting. Þó svo að ég þekki ekki þessa tilteknu vél að þá vinna allar þessar vélar eins í grunninn sama hvað þær heita og svo er bara spurningin um aukadraslið við þær til að fá fleiri hestöfl á móti hverju kg af járni. mótþrýstilokinn er yfirleitt í banjóboltanum á lögninni frá verkinu og er ýmist kúla með gormi fyrir aftan eða mjög grannt gat í endanum á honum og ef að þú blæst í hann að þá áttu að finna fyrir smá mótstöðu.
Fer það á þrjóskunni
Re: 6.2 gm dísel
jæja það nýjasta er að ég er búin að setja fæðudælu og láta hana ganga en fæ enga olíu í spíssana, fæ samt olíu uppúr affalsnipplinum þegar ég tek 12v pluggið af og set það aftur á...
losaði slönguna sem er á (out) á síuni sem er aftan á soggreinini og þar frussaðist út olía með fullt af þrysting, seti allt saman aftur og prufaði að starta en fæ enga olíu niður að spíssum..
er ekki bara eitthvað að mekanísu dælunni?
losaði slönguna sem er á (out) á síuni sem er aftan á soggreinini og þar frussaðist út olía með fullt af þrysting, seti allt saman aftur og prufaði að starta en fæ enga olíu niður að spíssum..
er ekki bara eitthvað að mekanísu dælunni?
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: 6.2 gm dísel
Þú ert örugglega að fá spennu á ádreparaspóluna þegar að þú svissar á en ekki bara með einhverjum vír frá geymir. Ef svo er að þá myndi ég nú athuga hvort að spólan sé orugglega að gera einhvað þó svo að það klikki í henni (ef að ventillinn er brotinn), einnig myndi ég skoða hvort tímagírshjólið sé nokkuð laust á verkinu eða kíllinn brotinn ef að ventillinn er í lagi.
Fer það á þrjóskunni
Re: 6.2 gm dísel
Ertu búinn að þjöppumæla vélina ef ekki er þá ekki rétt að gera það áður en lengra er haldið, eða hvort allt snúist þarna fremst á vélinni. Getur verið að sveifarásin sé brotinn eða tímagír/keðju gefið sig. Þú ert búinn að prófa startsprey og hún ætti að taka við sér við það ef hana vantar olíu, það kemur enginn olía að spíssum ef olíuverkið snýst ekki td vegna þess að tímakeðja/gír er farið
Re: 6.2 gm dísel
það næsta sem mig langar að gera er að redda annari þrystidælu.. eru einhverjir sem gætu átt svona til?
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: 6.2 gm dísel
Þegar að þú prófaðir startspreyið. Tók þá vélin við sér og hvað ertu búinn að prófa að gera.
Fer það á þrjóskunni
Re: 6.2 gm dísel
svarti sambo wrote:Þegar að þú prófaðir startspreyið. Tók þá vélin við sér og hvað ertu búinn að prófa að gera.
hún tók aðeins við sér, en það var mjög litið
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: 6.2 gm dísel
Ertu búinn að skoða hvort að tímagírshjólið fyrir olíuverkið sé nokkuð laust. þá snýst ekki öxullinn í verkinu samhliða hjólinu þegar að þú gefur henni smá start.
Fer það á þrjóskunni
Re: 6.2 gm dísel
svarti sambo wrote:Ertu búinn að skoða hvort að tímagírshjólið fyrir olíuverkið sé nokkuð laust. þá snýst ekki öxullinn í verkinu samhliða hjólinu þegar að þú gefur henni smá start.
nei hef ekki skoðað það... væri búin að því ef bílinn væri einhverstaðar inni... en ekki úti í snjó og kulda -_-
Re: 6.2 gm dísel
Daginn
Þú ertr sumsé búinn að tengja rafmagnsdælu við og færð olíu út um litla ventilinn á olíuverkinu en enga olíu á dísurnar. Þá er ekki um markt að ræða hjá þér ef það er alveg öruggt að þú sért ekki búinn að gera við bilunina og ert bara að reka loft út úr spíssarörunum myndi ég halda að þú sért eigandi svokallaðra ónýtra olíuverka. Það er auðvelt að taka áfyllingastútinn af mótornum og horfa á olíuverkshjólið, það blasir við inn um gatið og ef þú startar ætti það að snúast. Þá sérðu hvort allt tímageimið sé í lagi.
Ef það snýst er fátt í stöðunni annað en að taka verkið úr bílnum, það er hægt með smá þolinmæði að skrúfa tímahjólið af inn um áfyllingagatið. Olíuverkið er þannig að það er öxull í gegnum það og á honum er gert ráð fyrir að hann geti slitnað og ef það gerist getur þú togað öxulinn út, annars ekki. Ef maður snýr olíuverki sem er í lagi heyrist eitthvað brambolt inní því en ef þetta gerist heyrist ekki neitt.
Kv Jón Garðar
Þú ertr sumsé búinn að tengja rafmagnsdælu við og færð olíu út um litla ventilinn á olíuverkinu en enga olíu á dísurnar. Þá er ekki um markt að ræða hjá þér ef það er alveg öruggt að þú sért ekki búinn að gera við bilunina og ert bara að reka loft út úr spíssarörunum myndi ég halda að þú sért eigandi svokallaðra ónýtra olíuverka. Það er auðvelt að taka áfyllingastútinn af mótornum og horfa á olíuverkshjólið, það blasir við inn um gatið og ef þú startar ætti það að snúast. Þá sérðu hvort allt tímageimið sé í lagi.
Ef það snýst er fátt í stöðunni annað en að taka verkið úr bílnum, það er hægt með smá þolinmæði að skrúfa tímahjólið af inn um áfyllingagatið. Olíuverkið er þannig að það er öxull í gegnum það og á honum er gert ráð fyrir að hann geti slitnað og ef það gerist getur þú togað öxulinn út, annars ekki. Ef maður snýr olíuverki sem er í lagi heyrist eitthvað brambolt inní því en ef þetta gerist heyrist ekki neitt.
Kv Jón Garðar
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: 6.2 gm dísel
Það er líka hægt að hlusta eftir eitthverju brambolti inní verkinu með góðu skrúfjárni og heyrnaskjólum. þá þrýstirðu grennri endanum á skrúfjárninu í til dæmis hliðina á verkinu og ert með peltor eyrnahlífar yfir eyrunum og leggur þær að sverari endanum (skaftinu) á skrúfjárninu og hlustar hvort að það sé einhvað að gerast þarna inní þegar startað er. Ef það heyrist ekki neitt, þá er sennilega laust tímagírshjólið og það snýr ekki ásnum í verkinu, en ef þú heyrir einhvert tikk eða heyrist eitthvað brambolt inní því, þá getur verið að magnstillistöngin hafi dottið úr sambandi og þá fer hún yfirleytt í ádreparastöðu og það kemur engin olía að spíssum. ennig skaltu losa allar rærnar á spíssarörunum við spíssana og sjá hvort að þú fáir ekki einhverja olíu út um þá eftir svona þrjú til fjögur stört ef að það heyrðist eitthvað brambolt inní verkinu. þá ættirðu að vera búinn að loft-tæma þetta ef að um falskt loft er að ræða og helst að vera bara með smá forðabúr fyrir gasolíuna fyrir ofan verkið og tengja það með slöngu beint inná verkið og sjá hvað gerist þegar að þú startar, ef þú færð olíu á spíssana svona að þá skaltu herða spíssarörin aftur jafnóðum og olían kemur út og sjá hvort að hún detti ekki í gang. ekki tengja verkið við lagnir bílsins fyrr en þú ert búinn að fá hann í gang svona þar sem að olían verður sjálfrennandi að verkinu með forðabúrið hærra en verkið og engin hætta á loftveseni á meðan það er verið að útiloka verkið.
Fer það á þrjóskunni
Re: 6.2 gm dísel
Kem til með að prufa þetta
Re: 6.2 gm dísel
Prufaði að setja díselolíu ofaní soggreinina og halda haldklæði fyrir a meðan það var startað, náði upp þjöppun og fullt af reyk útum pustið, hann for i gang i nokkrar sec og drap a ser aftur
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: 6.2 gm dísel
Færðu ekki olíu uppá spíssana og ef ekki. Ertu þá búinn að gera þessar athuganir sem búið er að nefna hér að ofan. hvort að það heyrist einhvað í verkinu og útiloka að þetta sé loft-vesen o.s.fr.
Fer það á þrjóskunni
Re: 6.2 gm dísel
svarti sambo wrote:Færðu ekki olíu uppá spíssana og ef ekki. Ertu þá búinn að gera þessar athuganir sem búið er að nefna hér að ofan. hvort að það heyrist einhvað í verkinu og útiloka að þetta sé loft-vesen o.s.fr.
Ja það er buið að gera það og það heyrist nu eitthvað en engin olía... þannig að þessi tilraun með að setja oliu niður i sogreinina var gerð til að staðfesta að verkið væri ekki að skila oliu en hann færi i gang með að mata oliu þar niður. Sem var staðfes, hann for i gang þangað til olian var buin sem helt var niður i hann
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: 6.2 gm dísel
Fekkstu aldrei olíu uppá spíssana. Þá finnst mér liklegast að þetta sé ádreparaspólan sjálf eða rafmagnið að henni frá sviss. þú getur prófað að tengja 12v peru á rafmagnsvírinn fyrir spóluna eða notað rafmagnsmælir til að sjá hvort að spólan sé að fá straum frá sviss.Ef þú ert búinn að athuga hvort fæðidælan á grindini undir bílstjórasætinu fari í gang heyri tikka í henni í ca 10 sec þegar svissað er á drepur á sér sjálf þegar hún er búinn að byggja upp þrýsting fram í síuna.Síðan er það ventillinn (mótþrýstiloki eða þrýstijafnari) ofan á olíuverkinu, hann getur staðið fastur opinn eða brotinn gormur í honum og þá nær verkið ekki að byggja upp þrýsting. Getur prófað að klemma slönguna (frá olíuverkinu ) saman með töng og séð hvort að þú fáir ekki olíu uppá spíssana.
Síðast breytt af svarti sambo þann 15.mar 2014, 18:27, breytt 6 sinnum samtals.
Fer það á þrjóskunni
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur