Loftlæsing LC 120
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1
- Skráður: 22.des 2013, 00:37
- Fullt nafn: Hjörtur Sigurðsson
- Bíltegund: LC 120
Loftlæsing LC 120
Sælir félagar.
Var að velta því fyrir mér hvort algengt sé að setja loftlæsingar að aftan í 120 Landcruiser? Hýsingin af rafmagnslæsingunni hjá mér er brotin og skilst að það sé af notkunarleysi en keypti bílinn í þessu ástandi. Ef loftlæsingar eru notaðar að aftan endast þær eitthvað betur en mótorlæsing ef þetta er notað reglulega?
Bestu kveðjur, H.
Var að velta því fyrir mér hvort algengt sé að setja loftlæsingar að aftan í 120 Landcruiser? Hýsingin af rafmagnslæsingunni hjá mér er brotin og skilst að það sé af notkunarleysi en keypti bílinn í þessu ástandi. Ef loftlæsingar eru notaðar að aftan endast þær eitthvað betur en mótorlæsing ef þetta er notað reglulega?
Bestu kveðjur, H.
-
- Innlegg: 1164
- Skráður: 05.maí 2011, 14:49
- Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Dalvík
Re: Loftlæsing LC 120
Sæll, settu loft tjakk málið dautt, Renniverkstæði Kristjáns Borgarnesi er með tjakk fyrir þig, kostar um 25+ minnir mig
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"
Toyota hilux 38"
Re: Loftlæsing LC 120
átt skilaboð
-
- Innlegg: 899
- Skráður: 06.jún 2011, 18:30
- Fullt nafn: kjartan Björnsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Loftlæsing LC 120
Lang best að setja Lofttjakk á þetta, smá start kostnaður ef þú ert ekki með loftkerfi,en lítið mal að setja ARB dælu og loom fyrir takkana
kostnaðurinn er líklega 30-40þúsund til að fá þetta til að virka flott, nýr rafmagnsmótor er 100þ+
kostnaðurinn er líklega 30-40þúsund til að fá þetta til að virka flott, nýr rafmagnsmótor er 100þ+
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Loftlæsing LC 120
þessi búnaður er almennt að endast illa, ca 5-7 ár og game over, annaðhvort af notkunarleysi eða álhúsið tærist.
kostnaður er ca 120þkr með ístetningu og sniðugt er að setja feiti á samsetningar til að hindra leiðni og tæringu, þá þarf að nota þetta reglulega ef á ekki að festast.
bæði Kristján á skaganum og Jeppasmiðjan smíða lofttjakka, held séu úr áli.
Kostnaður með sæmilegri loftdælu ætti að vera á svipuðum nótum og originalrafmagnsbúnaðurinn nema hvað þú gætir grætt að hafa loftdælu sem dugar í dekk og annað sem er bæði kostur og galli, ferð framhjá læsingartölvunni, þeas, ræður hvort og hvenær læsingin fer á.
kostnaður er ca 120þkr með ístetningu og sniðugt er að setja feiti á samsetningar til að hindra leiðni og tæringu, þá þarf að nota þetta reglulega ef á ekki að festast.
bæði Kristján á skaganum og Jeppasmiðjan smíða lofttjakka, held séu úr áli.
Kostnaður með sæmilegri loftdælu ætti að vera á svipuðum nótum og originalrafmagnsbúnaðurinn nema hvað þú gætir grætt að hafa loftdælu sem dugar í dekk og annað sem er bæði kostur og galli, ferð framhjá læsingartölvunni, þeas, ræður hvort og hvenær læsingin fer á.
Re: Loftlæsing LC 120
Lítið mál að græja relay á stöðunemann í millikassanum inná segul loka sem kemur í veg fyrir að hægt sé að læsa í háa, en persónulega finnst mér kostur að getað ráðið þessu sjálfur. Á meðan neminn er í lagi í afturdrifinu þá færðu alltaf ljósið í mælaborðið. Svo veit ég að 2 snillingar í vélskólanum eru búnir að hanna og smíða gríðarlega flottan loftbúnað í þetta. S.s sem passar í hilux, lc90 og lc120.
-
- Innlegg: 899
- Skráður: 06.jún 2011, 18:30
- Fullt nafn: kjartan Björnsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Loftlæsing LC 120
ekkert að því að geta læst í háa, svo finnst mer kostur að geta læst bara framdirfinu eða bara afturdrifinu, sá möguleiki er ekki til staðar ef maður er með þetta gegnum orginal búnaðin og takkann, ég hef lent í þvi´að þurfa taka annan flangsin af á öðru framhjolinu útaf ég var með lítið dekk öðru megin útaf skemmdri felgu og þurfti að keyra að austan í bæin, þá gat ég læst bara framdrifinu til að hlifa mismunadrifinu
en kostnaður við lofttjakk á þetta er bara brot af kostnaði við orginal rafmagnsdótið, tjakkurinn var síðast þegar ég vissi á 23þ kr
ARB dæla með loomi kostar 40þ , minna með afslætti hja Arctic
svo geturðu líka keypt almennilega dælu til að nota í dekk líka , og það sem þarf til að tengja það, annaðhvort kaupa rofa , kút, pressustat og segulloka sjalfur , eða kaupa ARB loomið og því sem því fylgir og goða dælu með
í öllum tilvikum verður kostnaður langt undir því sem þessi eini litli rafmagnsmótor kostar hjá Toyota og ert kominn með miklu áreiðanlegri bunað sem er mikið odýrara að skipta út hlutum í
en kostnaður við lofttjakk á þetta er bara brot af kostnaði við orginal rafmagnsdótið, tjakkurinn var síðast þegar ég vissi á 23þ kr
ARB dæla með loomi kostar 40þ , minna með afslætti hja Arctic
svo geturðu líka keypt almennilega dælu til að nota í dekk líka , og það sem þarf til að tengja það, annaðhvort kaupa rofa , kút, pressustat og segulloka sjalfur , eða kaupa ARB loomið og því sem því fylgir og goða dælu með
í öllum tilvikum verður kostnaður langt undir því sem þessi eini litli rafmagnsmótor kostar hjá Toyota og ert kominn með miklu áreiðanlegri bunað sem er mikið odýrara að skipta út hlutum í
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Loftlæsing LC 120
Svopni wrote:Svo veit ég að 2 snillingar í vélskólanum eru búnir að hanna og smíða gríðarlega flottan loftbúnað í þetta. S.s sem passar í hilux, lc90 og lc120.
:-) takk fyrir tad, hinn felaginn (Helgi Saevar) a nu mestann heidurinn af tessu.
-
- Innlegg: 78
- Skráður: 15.apr 2011, 18:04
- Fullt nafn: Björgvin Þór Vignisson
- Bíltegund: Toyota Lancruser 90V
Re: Loftlæsing LC 120
Svopni wrote:Lítið mál að græja relay á stöðunemann í millikassanum inná segul loka sem kemur í veg fyrir að hægt sé að læsa í háa, en persónulega finnst mér kostur að getað ráðið þessu sjálfur. Á meðan neminn er í lagi í afturdrifinu þá færðu alltaf ljósið í mælaborðið. Svo veit ég að 2 snillingar í vélskólanum eru búnir að hanna og smíða gríðarlega flottan loftbúnað í þetta. S.s sem passar í hilux, lc90 og lc120.
Hvaða snillingar eru það hvernig kemst ég í samband við þá
Kv. Björgvin Þ. Vignisson
Toyota LC90 árg.97 38"
Toyota LC90 árg.97 38"
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Loftlæsing LC 120
Þessi mynd af búnaðinum í 2 útfærslum var tekin á Krafti 2013, ég veit ekki hvort þessi mynd er nógu góð til að átta sig á þessu fyrir þá sem hafa ekki séð þetta
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Loftlæsing LC 120
við Helgi Sævar gerðum þetta driflæsingadæmi sem lokaverkefni í Vélskólanum.
annars vegar smíðaði Helgi (rennismiður og vélvirki, núna vélfræðingur) einvirkan tjakk úr rústfríu, smíðaði milliplötu og botn til að hægt væri að setja þetta á Landcruiser 70, 80, 90, 100, 120 og Hilux, bæði framan og aftan ef það er köggull með lás.
og hinsvegar tvívirkur rótortjakkur sem var keyptur minnir mig í Barka en það þarf þessar milliplötur til að geta notað rótorinn en þá þarf bara að taka gamla mótorunitið af, smella þessu inn og stilla, tilbúið fyrir loft.
þá fórum við í að tengja þetta með læsingartölvunni, bara sjá hvort það væri ekki hægt og jú, það er hægt með smá pilleríi.
því miður er ekkert til sölu en þetta er komið í nokkra bíla.
málið er að þetta er úr rústfríu og talsverð fínsmíði svo þetta varð dýrara en við hefðum viljað en ef þetta væri allt úr áli yrði bæði efnið ódýrara og vinnan minni svo þannig er þetta á jákvæðum nótum vs originalbúnaðinn sem kostar milli 105 og 145þkr.
ég myndi setja inn myndir en er alveg vonlaus í að copy-paste myndum úr tölvunni hingað !
annars vegar smíðaði Helgi (rennismiður og vélvirki, núna vélfræðingur) einvirkan tjakk úr rústfríu, smíðaði milliplötu og botn til að hægt væri að setja þetta á Landcruiser 70, 80, 90, 100, 120 og Hilux, bæði framan og aftan ef það er köggull með lás.
og hinsvegar tvívirkur rótortjakkur sem var keyptur minnir mig í Barka en það þarf þessar milliplötur til að geta notað rótorinn en þá þarf bara að taka gamla mótorunitið af, smella þessu inn og stilla, tilbúið fyrir loft.
þá fórum við í að tengja þetta með læsingartölvunni, bara sjá hvort það væri ekki hægt og jú, það er hægt með smá pilleríi.
því miður er ekkert til sölu en þetta er komið í nokkra bíla.
málið er að þetta er úr rústfríu og talsverð fínsmíði svo þetta varð dýrara en við hefðum viljað en ef þetta væri allt úr áli yrði bæði efnið ódýrara og vinnan minni svo þannig er þetta á jákvæðum nótum vs originalbúnaðinn sem kostar milli 105 og 145þkr.
ég myndi setja inn myndir en er alveg vonlaus í að copy-paste myndum úr tölvunni hingað !
Re: Loftlæsing LC 120
Ég sett lofttjakk frá Kristjáni í Borgarnesi í Hiluxinn minn í staðinn fyrir ónýtan rafmagnslás. Þetta er spursmálslaust að gera, fyrir utan hvað orginal lásinn er heimskulega smíðaður (það er kennt í 6 ára bekk að skrúfa ekki saman ál og stál vegna spennumunar í málminum), þá ertu líka með veika hlekki eins og stöðurofa, samtengi og kontrólboxið sem stýrir þessu. Ég náði í notaða ARB dælu hér á vefnum fyrir 15 þús kall þannig að þetta var að kosta mig undir 40 kalli komið undir - það tók ca. 2 mínútur að skrúfa tjakkainn á í stað mótorsins. Ekki hugsa það að henda peningum í orginal mótor...
Re: Loftlæsing LC 120
Þar sem tjakkurinn er settur við endann á öxlinum sem skiptigaffallinn er á.
Hvernig er þá tjakkstimpillinn festur við öxulinn. Er snittað inní endann á öxlinum
Eða er þetta einhver múffa sem kemur utanum öxulinn ?
Hvernig er þá tjakkstimpillinn festur við öxulinn. Er snittað inní endann á öxlinum
Eða er þetta einhver múffa sem kemur utanum öxulinn ?
Re: Loftlæsing LC 120
Þetta er ekki eins í öllum bílum. Hilux, LC90 og LC120 eru eins og svo eru LC60, LC80 og LC100 með þetta eins.
Teikningar af toyodiy.com
Teikningar af toyodiy.com
- Viðhengi
-
- Hilux og minni LC
- diag_1qZGqxS.png (32.44 KiB) Viewed 4996 times
-
- Stærri LC bílar
- diag_AERy7r.png (8.66 KiB) Viewed 4996 times
Re: Loftlæsing LC 120
Já ég er að tala um hiluxinn og litlu cruiserana
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur