Feroza sem höktir og hóstar á lágum snúningi.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
jongusti
Innlegg: 14
Skráður: 28.des 2013, 21:00
Fullt nafn: Jón Gústi Jónsson
Bíltegund: Feroza ´91

Feroza sem höktir og hóstar á lágum snúningi.

Postfrá jongusti » 02.jan 2014, 15:53

Er með 91 árg Ferozu sem er eins og asni þegar snúningurinn fer undir 2 þús.sn.
Höktir og kokar eitthvað en þetta er ekki þegar verið er að taka af stað, bara í akstri..
Bíllin er með beinni innspýtingu, (fyrsta árið sem hún er í þessum bílum) og ekinn um 180 þúsund. Allt annað virðist vera í góðu standi og ég get ekki áttað mig á því hvað er að hrjá greyið.
Öll hjálp og allar ábendingar væru vel þegnar.
kv. Jón Gústi




biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Feroza sem höktir og hóstar á lágum snúningi.

Postfrá biturk » 02.jan 2014, 17:45

Prófaðu að stilla hann með hægagangs skrúfunni

Svo hæti tpi skynjarinn verið farinn
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
jongusti
Innlegg: 14
Skráður: 28.des 2013, 21:00
Fullt nafn: Jón Gústi Jónsson
Bíltegund: Feroza ´91

Re: Feroza sem höktir og hóstar á lágum snúningi.

Postfrá jongusti » 02.jan 2014, 23:14

Já, verð að prófa að skrúfa eitthvað í þessu, en þessi tpi skynjari, hvar er hann staðsettur, niðri við pedalana einhversstaðar eða frammi í húddi?


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Feroza sem höktir og hóstar á lágum snúningi.

Postfrá biturk » 02.jan 2014, 23:19

Þetta er kassalaga drasl sem fer i spjaldið á throttle bodýinu

Svo er warfs.org rosalega gott forum til að finna hvað er að rósum og þar er líka að finna verkstæðis manualinn

Svo á ég líka varahluti handa þér;)

Svo gæti hann líka verið vanstilltur á kveikjutíma eða lélegt kerti eða kveikjuþráður, kveikjulokið gæti líka verið lélegt eða illa ventlastilltur, þessir môtorar verða skrýtnir ef þeir eru ekki vel ventlastilltir
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
jongusti
Innlegg: 14
Skráður: 28.des 2013, 21:00
Fullt nafn: Jón Gústi Jónsson
Bíltegund: Feroza ´91

Re: Feroza sem höktir og hóstar á lágum snúningi.

Postfrá jongusti » 05.jan 2014, 13:31

ég verð í sambandi við þig ef mig vantar eitthvað.. Takk fyrir hjálpina, læt vita hvað gerist þegar ég hef loksins tíma í að skoða þetta almennilega..


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur