hvernig er best að hækka lc 90.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá Árni Braga » 31.des 2013, 08:48

Sælir snillingar.
ég var að uppfæra dekkin hjá mér úr 38" í 41" það er full litið pláss þau eru
að rekast í hér og þar aðalega að framan.
það er búið að hækka hann upp um 3" á boddy
og 2cm undir gorma á klöfum,
Hvað er best að gera?

Á ég að hækka hann meira á boddy, hvað þarf ég að varast með því,þarf ég að breyta einhverju við stýrið ofl ??
Þarf að lengja í einhverjum börkum,lögnum og þessháttar?
Hvað er óhætt að setja mikð undir gormana á klöfum ?

Endilega komið með góð ráð hvað er gott og fljótlegt að gera, ég veit að það eru þarna menn sem vita allt

kv
Einn í vandræðum eða með valkvíða.


Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá biturk » 31.des 2013, 12:35

Það er nú bara einfaldast að skera það sem vantar uppá og loka því svo á viðeigandi hátt
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Svopni
Innlegg: 92
Skráður: 01.sep 2013, 21:01
Fullt nafn: Sigurbjörn Vopni Björnsson

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá Svopni » 31.des 2013, 12:41

Skera! Eða síkka klafadótið alltsaman. Ef þú hækkar mikið á fjöðrun að framan kemur mikið brot á öxulliðina sem er ekki gott. Spurning um 1cm í viðbót undir gorma og svo rokkinn.


Höfundur þráðar
Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá Árni Braga » 31.des 2013, 13:31

Svopni wrote:Skera! Eða síkka klafadótið alltsaman. Ef þú hækkar mikið á fjöðrun að framan kemur mikið brot á öxulliðina sem er ekki gott. Spurning um 1cm í viðbót undir gorma og svo rokkinn.

Var búin að hugsa þetta, jafnvel að síkka klafana og færa þá framar.
það er svo skrítið að ég vill halda í þessa klafafjöðrun.
set hér inn myndir af honum á 41" þannig að menn átti sig kanski betur.
Viðhengi
photo 3.JPG
photo 3.JPG (122.48 KiB) Viewed 11055 times
photo 2.JPG
photo 2.JPG (133.01 KiB) Viewed 11055 times
photo 1.JPG
photo 1.JPG (115.22 KiB) Viewed 11055 times
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá hobo » 31.des 2013, 13:42

Svona á að líta finnst manni framdekkin þurfa framfærslu um ca 5cm, svona fyrir utan hækkun og skurð á öllum bílnum. Annars ertu kominn ansi langt inn í bíl ef þú ætlar að geta beygt almennilega. Eða það held ég allavega..


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá biturk » 31.des 2013, 14:08

Færa klafana fram og skera, ef þú hækkar hann meira verða hjólskálarnar svo ljótar eins og þegae kaninn breitir
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1233
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá StefánDal » 31.des 2013, 14:11

Ég hugsa að það sé besta leiðin að fara í klafasíkkun og færslu. Síkka svo stífur og gormaskálar að aftan í samræmi við það.

Afhverju ætlaru í þessa dekkjastærð ef ég má spyrja? Hér fyrir vestan er einn LC90 á 39.5 og að mínu mati er það ekki að gera sig fyrir framdrifið.


Höfundur þráðar
Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá Árni Braga » 31.des 2013, 14:48

Þetta er svona til að ver öðruvísi en aðrir,
ég held að frammdrifið í þessum bílum sé sterkara en menn halda ( það er mín skoðun )
ég er búinn að tala við menn sem eru búnir að hækka á gormum að framan um 4 cm
og sumir eru með allt í drasli á hverju ári og sumir keyra 100,000 til 150,000 á hverju ári
án þess að lenda í vandræðm.
ég talaði við þá í Málmsteypunni Hellu og hann sagðist vera búin að keyra svona bíl með 3cm undir
gormum að framan sem er ca 6-7 cm út við hlól ca 100,000.km og aldrei skipt um legur eða stýris enda
hann notaði bílinn bæði í innan og utanvegar akstur,
Hvernig stendur á því að sumir þurfa að skipta en aðrir ekki?
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá hobo » 31.des 2013, 14:50

Árni Braga wrote:Hvernig stendur á því að sumir þurfa að skipta en aðrir ekki?


Einfalt.
Sumir eru þjösnarar, aðrir ekki :)

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1233
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá StefánDal » 31.des 2013, 14:56

hobo wrote:
Árni Braga wrote:Hvernig stendur á því að sumir þurfa að skipta en aðrir ekki?


Einfalt.
Sumir eru þjösnarar, aðrir ekki :)


Ég held að það sé alveg hárrétt. Svona bíll hefði ekki enst lengi í höndunum á mér þegar ég var 17 ára. Þegar ég hugsaði minna og þjösnaðist meira braut ég allt sem hægt var að brjóta ;)

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá -Hjalti- » 31.des 2013, 14:57

stæðsti gallinn við þetta frammdrif er að það er alltaf að snúast og slitið eftir því og ekki hjálpar það heldur hvað þetta er lítið og aumt drif .. ætti að banna svona sídrifsbúnað
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá Magni » 31.des 2013, 15:08

Árni Braga wrote:Sælir snillingar.
ég var að uppfæra dekkin hjá mér úr 38" í 41" það er full litið pláss þau eru
að rekast í hér og þar aðalega að framan.
það er búið að hækka hann upp um 3" á boddy
og 2cm undir gorma á klöfum,
Hvað er best að gera?

Á ég að hækka hann meira á boddy, hvað þarf ég að varast með því,þarf ég að breyta einhverju við stýrið ofl ??
Þarf að lengja í einhverjum börkum,lögnum og þessháttar?
Hvað er óhætt að setja mikð undir gormana á klöfum ?

Endilega komið með góð ráð hvað er gott og fljótlegt að gera, ég veit að það eru þarna menn sem vita allt

kv
Einn í vandræðum eða með valkvíða.


Setja hann aftur á 38" :)
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -


Höfundur þráðar
Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá Árni Braga » 31.des 2013, 15:17

Magni wrote:
Árni Braga wrote:Sælir snillingar.
ég var að uppfæra dekkin hjá mér úr 38" í 41" það er full litið pláss þau eru
að rekast í hér og þar aðalega að framan.
það er búið að hækka hann upp um 3" á boddy
og 2cm undir gorma á klöfum,
Hvað er best að gera?

Á ég að hækka hann meira á boddy, hvað þarf ég að varast með því,þarf ég að breyta einhverju við stýrið ofl ??
Þarf að lengja í einhverjum börkum,lögnum og þessháttar?
Hvað er óhætt að setja mikð undir gormana á klöfum ?

Endilega komið með góð ráð hvað er gott og fljótlegt að gera, ég veit að það eru þarna menn sem vita allt

kv
Einn í vandræðum eða með valkvíða.


Setja hann aftur á 38" :)

Nei nei
ég ætla ekki að gefast svo auðveldlega upp
það hlítur að ver ráð við þessu öllu án þess að setja hásingu
þetta með að það sé alltaf að snúast Hjalti er þá ekki það sama
með aftur drif í öllum bílum.
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá -Hjalti- » 31.des 2013, 15:21

Árni Braga wrote:
Magni wrote:
Árni Braga wrote:Sælir snillingar.
ég var að uppfæra dekkin hjá mér úr 38" í 41" það er full litið pláss þau eru
að rekast í hér og þar aðalega að framan.
það er búið að hækka hann upp um 3" á boddy
og 2cm undir gorma á klöfum,
Hvað er best að gera?

Á ég að hækka hann meira á boddy, hvað þarf ég að varast með því,þarf ég að breyta einhverju við stýrið ofl ??
Þarf að lengja í einhverjum börkum,lögnum og þessháttar?
Hvað er óhætt að setja mikð undir gormana á klöfum ?

Endilega komið með góð ráð hvað er gott og fljótlegt að gera, ég veit að það eru þarna menn sem vita allt

kv
Einn í vandræðum eða með valkvíða.


Setja hann aftur á 38" :)

Nei nei
ég ætla ekki að gefast svo auðveldlega upp
það hlítur að ver ráð við þessu öllu án þess að setja hásingu
þetta með að það sé alltaf að snúast Hjalti er þá ekki það sama
með aftur drif í öllum bílum.


jú en þau eru ekki 7,5"..
8" Toyota afturdrifin fara líka aaaansi reglulega
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Höfundur þráðar
Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá Árni Braga » 31.des 2013, 15:29

Jú það er satt
Það verður gaman að spá í þetta
það eru til margar hugmyndir af þessu eins og við eru margir
það er kanski ekki til ein rétt eða röng leið í þessu
en ég sannfærður um að þetta er hægt með þessum klöfum.

ég er ekki þekktur fyrir að gefast upp svo auðeldlega.
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is


Svopni
Innlegg: 92
Skráður: 01.sep 2013, 21:01
Fullt nafn: Sigurbjörn Vopni Björnsson

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá Svopni » 31.des 2013, 15:40

Skera klafadótið laust, færa það neðar og framar. En hvernig er að setja stærra drif í þetta að framan? Klafarnir eru fínir, það litla sem ég notaði minn svona á 38" síðasta vetur þá kom þetta frábærlega út. Passa bara að berja allan ís úr þessu ef hann á annað borð safnast upp. Ég smíðaði plötu undir minn sem náði frá vatnskassabita ogniðurá klafabita, það minnkar fyrirstöðu og ruðning. Hafði hana eins breiða og kostur var. Og bara að muna og gera sér grein fyrir hvað menn eru með í höndunum. Þessir bílar þola ekki að sleppa framhjólum mikið oþal eiga menn ekki að vera að sprengja hengjur og þess háttar. Þetta ber alveg 41" og jafnvel meira ef menn umgangast þessa bíla með hliðsjón af því hvað þeir eru. Fun factorinn hækkar svo ef þú setur eitthvað sverari undir. En þú getur líka fengið þér snjósleða.


arni_86
Innlegg: 94
Skráður: 03.feb 2010, 22:39
Fullt nafn: Árni Einarsson

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá arni_86 » 31.des 2013, 15:59

Er ekki um ad gera ad skella 8.2"drifinu ur 120bilnum í ef thu ferd i klafasíkkunina


Höfundur þráðar
Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá Árni Braga » 31.des 2013, 16:50

Svopni wrote:Skera klafadótið laust, færa það neðar og framar. En hvernig er að setja stærra drif í þetta að framan? Klafarnir eru fínir, það litla sem ég notaði minn svona á 38" síðasta vetur þá kom þetta frábærlega út. Passa bara að berja allan ís úr þessu ef hann á annað borð safnast upp. Ég smíðaði plötu undir minn sem náði frá vatnskassabita ogniðurá klafabita, það minnkar fyrirstöðu og ruðning. Hafði hana eins breiða og kostur var. Og bara að muna og gera sér grein fyrir hvað menn eru með í höndunum. Þessir bílar þola ekki að sleppa framhjólum mikið oþal eiga menn ekki að vera að sprengja hengjur og þess háttar. Þetta ber alveg 41" og jafnvel meira ef menn umgangast þessa bíla með hliðsjón af því hvað þeir eru. Fun factorinn hækkar svo ef þú setur eitthvað sverari undir. En þú getur líka fengið þér snjósleða.

Er búin að spá í því að reyna að setja D50, er það ekki það sama og menn hafa gert með lc 100.
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is


vallikr
Innlegg: 65
Skráður: 25.aug 2012, 11:37
Fullt nafn: Valdimar Kristinsson

Postfrá vallikr » 31.des 2013, 17:03

...
Síðast breytt af vallikr þann 01.jan 2014, 12:58, breytt 2 sinnum samtals.


Svopni
Innlegg: 92
Skráður: 01.sep 2013, 21:01
Fullt nafn: Sigurbjörn Vopni Björnsson

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá Svopni » 31.des 2013, 17:15

Þetta er orðin spurning um hvað þú getur gert mikið af þessu sjálfur. Er ARB að framan? Það styrkir þetta eitthvað.


Cruser
Innlegg: 156
Skráður: 29.mar 2010, 17:05
Fullt nafn: Bjarki Logason

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá Cruser » 31.des 2013, 17:27

Framdrifið er jú lítið en afturdrifir er svo sem ekki stórt heldur, en þar sem þetta er sídrifsbíll þá var mér sagt í Toyota á sínum tíma að bíllinn er að setja 65-80% af afli í framdrif. Þannig að menn eru vel meðvitaðir um þetta þá er að vera duglegir að læsa millikassanum. Var með svona bíl og tók töluvert á honum það var ekkert vesen með þetta en á 38" hjólum. Ef ég var með fellihýsið td í malarvegum og tala nú ekki um upp í móti þá læsti ég alltaf millikassanum. Drifbúnaðurinn er ekki sá sterkasti í þessum toyotum en allveg nothæft ef menn eru sæmilega meðvitaðir um þessa hluti.

Kv Bjarki

Gleðilegt árið
Kv
Bjarki

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá Kiddi » 31.des 2013, 17:57

-Hjalti- wrote:
jú en þau eru ekki 7,5"..
8" Toyota afturdrifin fara líka aaaansi reglulega


Það sem menn kalla í daglegu tali 8" er í rauninni ekki nema tæpar 7.9" þannig að munurinn er ekkert svakalegur. Svo er LC90 drifið reverse þannig að það tekur rétt á í framdrifi.
Öxlarnir í LC90 eru síðan svipað sverir þannig að hvað er tilfinnanlega veikara í þessu en hásingu?
Síðast breytt af Kiddi þann 31.des 2013, 19:23, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá HaffiTopp » 31.des 2013, 18:01

Færa boddyið aftar, án þess að hækka það meira samt. Sleppur þá við að þurfa að færa klafana framar (ásamt stýrisbúnaði) og sleppur þá með að færa klafana eingöngu niður. Færa svo afturhásinguna enn meira aftar og klippa svo úr og sjóða í.
Held að ég hafi séð á netinu einhvern setja stærri nýja LandCruiser framrifið í Hilux eða 4Runner með flexitorum.


Höfundur þráðar
Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá Árni Braga » 01.jan 2014, 10:56

Cruser wrote:Framdrifið er jú lítið en afturdrifir er svo sem ekki stórt heldur, en þar sem þetta er sídrifsbíll þá var mér sagt í Toyota á sínum tíma að bíllinn er að setja 65-80% af afli í framdrif. Þannig að menn eru vel meðvitaðir um þetta þá er að vera duglegir að læsa millikassanum. Var með svona bíl og tók töluvert á honum það var ekkert vesen með þetta en á 38" hjólum. Ef ég var með fellihýsið td í malarvegum og tala nú ekki um upp í móti þá læsti ég alltaf millikassanum. Drifbúnaðurinn er ekki sá sterkasti í þessum toyotum en allveg nothæft ef menn eru sæmilega meðvitaðir um þessa hluti.

Kv Bjarki

Gleðilegt árið


Hvernig er það er ekki hægt að breyta þessu með sídrifið ?
er það annar millikassi og driflokur?
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is


Höfundur þráðar
Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá Árni Braga » 01.jan 2014, 11:00

Svopni wrote:Þetta er orðin spurning um hvað þú getur gert mikið af þessu sjálfur. Er ARB að framan? Það styrkir þetta eitthvað.

Ég get nú gert mest af þessu öll,
er með tvo snillinga með mér í þessu sem heita
Viðar og Gunnar þeir kunna allt í smíði á járni.
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is


Svopni
Innlegg: 92
Skráður: 01.sep 2013, 21:01
Fullt nafn: Sigurbjörn Vopni Björnsson

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá Svopni » 01.jan 2014, 11:18

Þá er bara málið að byrja. Góð pæling með að færa boddyið, þarft hvort eð er að mjaka afturhásingunni eitthvað aðeins. En spurning hvort er meiri vinna. Ég mundi bara halda þessu framdrifi þar til það brotnar. Þá veistu C.a hvað það þolir og getur tekið ákvörðun útfrá því. Og ekki vera að pæla í að fórna sídrifinu, fínn búnaður. Bara passa að um leið og þú ert að fara í eitthvað meira en að keyra uppá kantstein að læsa millikassanum.


Wrangler Ultimate
Innlegg: 90
Skráður: 19.mar 2013, 13:33
Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
Bíltegund: Wrangler Ultimate

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá Wrangler Ultimate » 01.jan 2014, 15:45

færa klafana niður og fram og taka gormahækkunina úr til að fá lengri fjöðrun og betra horn á öxlana fyrir stærri dekk.. hafa hann eins lágan og hægt er. klippa meira úr bílnum
kv gunnar
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623


siggisigþórs
Innlegg: 58
Skráður: 22.sep 2011, 18:40
Fullt nafn: sigurður már sigþórsson

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá siggisigþórs » 01.jan 2014, 17:38

Liftu boddyinu um 1" í viðbót og færðu það aftar í leiðinni götin í boddyinu leifa einhverja færslu


Höfundur þráðar
Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá Árni Braga » 03.jan 2014, 19:06

jæja þá er þetta komið, ( þeir eru snillingar Gunnar og Viðar )
þetta var minna mál en ég hélt.
Skipti um fóðringar og demparagúmmí þar hækkaði hann um ca 2cm
Hækkaði um 4cm að aftan bætti við 1cm að framan þar komu ca 2 í viðbót.
skar úr þangað til draslið passaði og málið dautt.myndir koma seinna.
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1233
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá StefánDal » 03.jan 2014, 19:17

Þetta lýst mér á. Þú lætur verkin tala.
Endilega settu inn myndir


Höfundur þráðar
Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá Árni Braga » 12.jan 2014, 14:42

nokkuð sáttur með þetta
Viðhengi
photo 7.JPG
photo 7.JPG (100.9 KiB) Viewed 10408 times
photo 6.JPG
photo 6.JPG (91.31 KiB) Viewed 10408 times
photo 5.JPG
photo 5.JPG (144.91 KiB) Viewed 10408 times
photo 4.JPG
photo 4.JPG (153.84 KiB) Viewed 10409 times
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá HaffiTopp » 12.jan 2014, 15:06

Er þá ekki komið soldið brot á öxlana að framan?


Höfundur þráðar
Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá Árni Braga » 12.jan 2014, 15:51

mesta furða hvað það er lítið hélt að það yrði verra
en látum reyna á þetta.
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá HaffiTopp » 12.jan 2014, 16:22

Já það er gott. "Dobblunin" í þessu dóti er kannski minni en mann grunar í upphafi. Svona einn cm ofaná gorma er orðið að litlu út við hjól :) Svo ferðu náttúrulega í tölvukubb næst til að afla þessum dekkjum ;)
Hann lýtur reffilega töff og flott út hjá þér svona.


Höfundur þráðar
Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá Árni Braga » 12.jan 2014, 16:43

Hann er með kubb , intercooler og 3" púst
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is


cruser 90
Innlegg: 122
Skráður: 25.júl 2010, 23:59
Fullt nafn: Jóhann V Helgason

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá cruser 90 » 12.jan 2014, 17:03

Glæsilegur það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi
Jóhann V Helgason S:8408083


Villingurinn
Innlegg: 45
Skráður: 09.feb 2013, 14:54
Fullt nafn: Karl Heimir Einarsson
Bíltegund: Toyota Landcrucier

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá Villingurinn » 22.jan 2014, 18:23

Líst vel á þetta hjá þér.Langar samt að vita hvað þú skarst úr,var það bara brettakantarnir eða þurftirðu að skera meira?Skarstu eitthvað að aftan?Er sjálfur með 2002 bíl sem er á 38" . Ég hef áhuga á að hækka hann og tel það lítið mál að koma 42" undir með smá hækkun og skurði.Gaman væri að fá comment frá þér.


Höfundur þráðar
Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá Árni Braga » 22.jan 2014, 21:14

Villingurinn wrote:Líst vel á þetta hjá þér.Langar samt að vita hvað þú skarst úr,var það bara brettakantarnir eða þurftirðu að skera meira?Skarstu eitthvað að aftan?Er sjálfur með 2002 bíl sem er á 38" . Ég hef áhuga á að hækka hann og tel það lítið mál að koma 42" undir með smá hækkun og skurði.Gaman væri að fá comment frá þér.

Sæll ég þurfti að skera inn í gólfið og aðeins af boddy festingunni þá slapp þetta fínt. hækkaði hann um 4cm að aftan og framan.
skar aðeins úr köntum bæði aftan og framan
Viðhengi
IMG_9921.JPG
IMG_9921.JPG (103.47 KiB) Viewed 9978 times
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá hobo » 22.jan 2014, 21:33

Mikið er þetta sexý skófla :)


halli28
Innlegg: 8
Skráður: 02.okt 2012, 08:20
Fullt nafn: Þórhallur Jóhannsson
Bíltegund: Landcruiser 80
Staðsetning: Akureyri

Re: hvernig er best að hækka lc 90.

Postfrá halli28 » 13.mar 2014, 12:18

Sæll langar að forvitnast hvernig þessi dekk koma út
hjá þér eru þaug ekkert of stíf fyrir 90 crusa.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur