ARB lásar virka ekki

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
KÁRIMAGG
Innlegg: 579
Skráður: 01.feb 2010, 12:59
Fullt nafn: Kári Freyr Magnússon

ARB lásar virka ekki

Postfrá KÁRIMAGG » 07.des 2010, 13:35

sælir félagar ég er með arb lása sem ekki virka.
Er með arb dælu sem er í lagi og enginn leki á slöngum frá dælu að lásum.
Hefur einhver lent í þessu og er með eitthvert ráð við þessu ?

kv Kári 8987428



User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: ARB lásar virka ekki

Postfrá Tómas Þröstur » 07.des 2010, 15:24

Þegar kaldur framlás hjá mér virkar ekki eða öllu heldur næst ekki upp loftþrýstingur þá er- að ég tel - leki með þéttipakkdós í læsingunni sjálfri. Lásinn er nýlegur og þetta lagast þegar drifið hitnar við akstur. Hvimleitt en svona er þetta bara í þessu tilfelli hjá mér.


Höfundur þráðar
KÁRIMAGG
Innlegg: 579
Skráður: 01.feb 2010, 12:59
Fullt nafn: Kári Freyr Magnússon

Re: ARB lásar virka ekki

Postfrá KÁRIMAGG » 07.des 2010, 15:55

Þegar ég hleypi lofti á lásana fer dælan í gang og stoppar fljótlega aftur svo ég tel ekki að um neinn leka sé að ræða

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: ARB lásar virka ekki

Postfrá Polarbear » 07.des 2010, 17:53

ertu viss um að það sé ekki bilun í loft-relay-inu sem sendir loft í átt að lásnum?

þessir lásar eiga það til að festast ef þeir eru ekki hreyfðir lengi.
þá er bara að keyra þar til draslið volgnar og setja svo af og á loftið á lásinn aftur og aftur (á ferð, með 4hjóladrifið tengt) þar til þú finnur að lásinn fer á og af.

ég hef lent í þessu og eina önnur leiðin held ég að sé að rífa köggulinn úr og skoða þetta.

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: ARB lásar virka ekki

Postfrá ofursuzuki » 07.des 2010, 18:46

Það er til svolítið sem heitir No-Spin og virkar alltaf (stundum kannski of mikið) :-)
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur


Höfundur þráðar
KÁRIMAGG
Innlegg: 579
Skráður: 01.feb 2010, 12:59
Fullt nafn: Kári Freyr Magnússon

Re: ARB lásar virka ekki

Postfrá KÁRIMAGG » 07.des 2010, 20:06

Polarbear wrote:ertu viss um að það sé ekki bilun í loft-relay-inu sem sendir loft í átt að lásnum?

þessir lásar eiga það til að festast ef þeir eru ekki hreyfðir lengi.
þá er bara að keyra þar til draslið volgnar og setja svo af og á loftið á lásinn aftur og aftur (á ferð, með 4hjóladrifið tengt) þar til þú finnur að lásinn fer á og af.

ég hef lent í þessu og eina önnur leiðin held ég að sé að rífa köggulinn úr og skoða þetta.

það virkar allt eins og það á að gera nema lásarnir
en ég prófa þetta á næstu dögum

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1397
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: ARB lásar virka ekki

Postfrá Járni » 07.des 2010, 23:41

Gerðist einhvern tíman hjá mér, þá var það segulrofinn sem hleypir loftinu á lásinn sem stóð á sér.

Hrökk í lag eftir að hafa tekið úr sambandi, blásið aðeins í hann og bankað í. Setti svo nokkrum sinnum á og tók af.
Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
KÁRIMAGG
Innlegg: 579
Skráður: 01.feb 2010, 12:59
Fullt nafn: Kári Freyr Magnússon

Re: ARB lásar virka ekki

Postfrá KÁRIMAGG » 08.des 2010, 09:54

Járni wrote:Gerðist einhvern tíman hjá mér, þá var það segulrofinn sem hleypir loftinu á lásinn sem stóð á sér.

Hrökk í lag eftir að hafa tekið úr sambandi, blásið aðeins í hann og bankað í. Setti svo nokkrum sinnum á og tók af.

ALLT VIRKAR EÐLILEGA NEMA LÁSARNIR
SEGULROFARNIR SENDA LOFT OG HLEYPA AF

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: ARB lásar virka ekki

Postfrá Tómas Þröstur » 08.des 2010, 09:59

Hve hár er þrýstingur við slönguenda ? Stíflaður hásingarnippill vegna of mikils gengjulíms ?


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur