Góðan daginn spjallverjar.
Þannig er mál með vexti að ég er með 8cyl Durango og sjálfskiptingin er að svíkja mig. Fer í gang og leggur af stað, en svo eftir nokkur hundruð metra, þá er bara eins og hún hætti að grípa og gripurinn er bara eins og í hlutlausum. Ég held að hann grípi þá ekki í P en allt frá N og niður í 1 virkar ekki. Drep á bílnum, set í gang eftir 1 mín og þá strunsar hann af stað, nokkur hundruð metra. Það vantar ekki vökva á hana.
Einhverjar tillögur? - fyrir utan að fá mér Toyotu....
Sjálfskipting að svíkja
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Sjálfskipting að svíkja
Fá þér Toyotu :)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 142
- Skráður: 23.sep 2012, 13:45
- Fullt nafn: Jóhann Einarsson
- Bíltegund: Durango
Re: Sjálfskipting að svíkja
haha já mig grunaði það.. skella bara 360 vélinni í hana..
-
- Innlegg: 130
- Skráður: 31.jan 2010, 22:35
- Fullt nafn: johann oddgeir johannsson
- Staðsetning: skagafjörður
Re: Sjálfskipting að svíkja
Félagi minn á ram sem gerði þetta í þvi tilfelli var 3gírinn brunnin
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 142
- Skráður: 23.sep 2012, 13:45
- Fullt nafn: Jóhann Einarsson
- Bíltegund: Durango
Re: Sjálfskipting að svíkja
oggi wrote:Félagi minn á ram sem gerði þetta í þvi tilfelli var 3gírinn brunnin
Áts... er þá ekki bara um að gera að rífa skiptinguna undan og láta fróða menn kíkja á hana?
Re: Sjálfskipting að svíkja
Ég átti Ram sem var orðinn seinn í skiptingunum fór í Jöfur oglét skipta um síur í sjálfskiptinguni og ég var með allt annan bíl á eftir eyðsla datt niður og allar skiptingar frábærar.
Þannig að mér dettur í hug stíflaðar síur
Þannig að mér dettur í hug stíflaðar síur
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 142
- Skráður: 23.sep 2012, 13:45
- Fullt nafn: Jóhann Einarsson
- Bíltegund: Durango
Re: Sjálfskipting að svíkja
Steini H wrote:Ég átti Ram sem var orðinn seinn í skiptingunum fór í Jöfur oglét skipta um síur í sjálfskiptinguni og ég var með allt annan bíl á eftir eyðsla datt niður og allar skiptingar frábærar.
Þannig að mér dettur í hug stíflaðar síur
Já, ekki galin hugmynd. Sannarlega ódýrasta lausnin, ef það virkar hjá mér.
Re: Sjálfskipting að svíkja
Sæll.
Er nóg af olíu á henni, það er gæti verið rofi í henni sem slær út þegar vantar olíu það er allavega svoleiðis í raminum hjá mér
Er nóg af olíu á henni, það er gæti verið rofi í henni sem slær út þegar vantar olíu það er allavega svoleiðis í raminum hjá mér
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 142
- Skráður: 23.sep 2012, 13:45
- Fullt nafn: Jóhann Einarsson
- Bíltegund: Durango
Re: Sjálfskipting að svíkja
Hrútur1 wrote:Sæll.
Er nóg af olíu á henni, það er gæti verið rofi í henni sem slær út þegar vantar olíu það er allavega svoleiðis í raminum hjá mér
Já það er næg olía á skiptingunni
-
- Innlegg: 19
- Skráður: 12.feb 2011, 08:40
- Fullt nafn: Ari Sigfús Úlfsson
- Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Re: Sjálfskipting að svíkja
Ég lenti í þessu með grand cherokee.. hann keyrði nokkra metra og svo hætti skiptingin að virka. Í mínu tilfelli gerði ný olía og sía ekkert gagn. Fann mér aðra skiptingu.
En eg skal láta þig vita ef eg kemst að því hvað er að henni
En eg skal láta þig vita ef eg kemst að því hvað er að henni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 142
- Skráður: 23.sep 2012, 13:45
- Fullt nafn: Jóhann Einarsson
- Bíltegund: Durango
Re: Sjálfskipting að svíkja
rattatti wrote:Ég lenti í þessu með grand cherokee.. hann keyrði nokkra metra og svo hætti skiptingin að virka. Í mínu tilfelli gerði ný olía og sía ekkert gagn. Fann mér aðra skiptingu.
En eg skal láta þig vita ef eg kemst að því hvað er að henni
Það væri vel þegið.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur